Vikan


Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 29

Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 29
Tindala - Imi Framhald af bls. 12. hafi hvalur grandaö því skipi. Var ími þá gam- all, að líkindum meir. Það hefur sagt Ingimund- ur hreppstjóri, að ími ætti son þann, er Þor- steinn hét, er kallaður var skillítill og gerðist landhlaupari og gat börn við ýmsum kon- um. Þorsteinn ímason átti dóttur þá, er Guðrún hét; dó hún barnlaus. Hann kvæntist, en illt orð lagðist á hann um meðferð á konunni, svo að sagt var hann hýddi hana upp úr keitu- stampi. Furðaði marga, hvað hann var ólikur föður sinum að skaplyndi, er jafnan var sagður hóglyndur. Um Þorstein kvað Bjarni skáld á Siglunesi Þórðarson stöku þessa: Hauka sveifum byrstur brá, böðuls hampar sprota, Hlandólfs kleifum hírist á, hefur tampinn vota. Ðraumaráðningar Framhald af bls. 22. hann með krossbandi og læt hann aftur en þó finnst mér ég eiga hann. Þá tekur hann af mér tvo gullhringi með rauðbleikum steinum og læt- ur mig hafa og ætlar að láta mig hafa fleiri steinlausa, en ég vildi ekki taka við þeim. Siðan set ég hringina á sitt hvorn litlaputtann og þá segir hann um leið. Ég vona það komi þér ekki í vandræði þó að þeir séu tveir. Þá ætlaði ég að taka þann á vinstri hendi af mér en hætti við það og i því vaknaði ég. Með fyrirfram þökk. Kristin. Svar til Kristínar. Draumurinn er mjög táknrænn fyrir ástar- ævintýri, sem leiðir af sér giftingu og marg- ar ánægjulegar stundir. Herra draumráðandi. Mig dreymdi að ég og dóttir min, vorum staddar einhversstaðar á sjávarströnd. Sjórinn var lagður Is með snióföl yfir. Dálftil vök var við landið, svo ég bjóst við að isinn væri ó- traustur, en eftir honum urðnm við að ganga. Mér fannst ég taka I hönd dóttur minnar, og leiða hana yfir pollinn, út á isinn, sem sprakk við hvert fótmál okkar. Ekki vætlaði samt sjór upp um sprungurnar, en ég varð samt miög hrædd, hvi ekki var hægt að snúa við til baka. Loks tók ég það ráð að hefia augiit mitt til himins. Ég byrja nú að svngja blessunarorðin af öllum lifs og sálar kröftum, en þegar ég var búin að hrópa „Drottin upplyfti sfnu augliti yfir mig. Þá vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Draumkona. Svar til Draumkonu. Draumurinn merkir að það tvísýna verk- efni, sem þú nú hefur tekið bér fvrir hend- ur mun lykta þér í hag þrátt fyrir slæmar horfur. Svar til Kristínar og Gunnu, Hafnarfirði. Fyrri draumurinn merkir óskemmtilega árekstra við skvldmenni, en sá sfðari gefur til kynna smá ferðalög. Kæri draumráðningamaður. Mig dreymdi, að ég var með kvenhatt á höfði, brúnan að lit, með tveimur blómum. Annað var mun stærra, og út frá því komu fléttaðir stöngl- ar yfir i það minna. Hatturinn fór mér dásam- lega vel. Með fyrir fram þökk, Bettý. Svar til Bettýjar. Það er augljóst eftir draumnum, að skammt er, þangað til þú hittir tilvonandi eiginmann þinn. • • POTTAPLONTUR HEN GIPLÖNTUR Kóngavín, Rússavin, Bergflétta, Stjörnuefeu o. s. frv. GRÆNAR PLÖNTUR í hundraðatali. Monstera, Burknar, Gúmmitré, Grefillia o. s. frv. BLÓMSTRANDI PLÖNTUR Lisa, Balsamina, Bláhnoðri, Glithali, Fuchia o. s. frv. BLÓMSTRANDI HAWAIIRÓSIR Glæsilegt úrval. Ennfrenmr mikið úrval af fallegum afskornum blómum og blómaskreytingum. Skreytum alls konar skálar og körfur. ATHUGIÐ ! Fólki finnst gaman að verzla í gróðurhúsi. — Bílastæði við dyrnar — hringakstur. Gróðrastöðin við Miklatorg — Símar: 22-8-22 og 19-7-75.. t. Ut, út ... í snmarið í sumarfríið I helgarferðir er hentugast að hafa álegg í túbum: Kryddsíld Sykursíld Mayonese Jarðaberjamauk Ávaxtahlaup, rautt, gult og grænt Fást í flestum matvöru og kjötverzlunum. Heildsölubirgðir: Sltipk*H Vf SKIPHOLTI 1 • HEYKJAVÍK Simi 2-37-37. V I K A N 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.