Vikan


Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 20
Ný spennandi framhaldssaga eftir Carter Brown. Saga þessi gerist jöfnum höndum í Las Vegas, hinni heimsfrægu borg spilavífanna og næturklúbbanna, og Pine City, friðsælli smáborg í Bandaríkjunum, en þangað hefur spilavítahringur teygt arma sína - og þá er úti um friðsældína, að minnsta kosti í bili . . FYRSTI KAFLI. Tveir lögreglubílar stóöu á heimbrautinni að húsi lögreglustjórans; þar var krökkt af lögreglu- þjónum, og líkiö lá á dyraþrepinu. Ég skildi Aust- in-bílinn minn eftir yzt á brautinni og olnbogaöi mér leið um mannþröngina. „Ég var að athuga stúlkuna,“ sagði Polnik og þaö var stolt í röddinni. „Það er vízt bezt að ég taki hana meö mér.“ „HefurÖu nokkuö minnzt á Það viö konu þína?“ spurði ég. „Ertu viss um að hún verði sömu skoö- unar?“ „Vitanlega á ég viö líkið, maður," flýtti hann sér aö segja. „Nei, ég er nú ekki að þrefa við kerlinguna að óþörfu. Nóg samt.“ Ég virti líkið af stúlkunni nánar fyrir mér. Hún sýndist hafa verið um hálfþrítugt, þótt það sé raunar ógerlegt að geta sér til um aldur kvenna nú orðið; þær eru allar um tvítugt þangað til þær eru orðnar langömmur. Hár hennar var kastaníu- brúnt, og eftir skamma athugun þóttist ég mega fullyrða að hún hefði i raun og veru ekki verið meira en rúmlega tvítug. Hún var klædd gulri peysu og svörtu pilsi. Ein- hver hafði gerzt til að skjóta hana í bakið, og var brunagat á peysunni eftir kúluna. Munnur hennar var fallegur, jafnvel í miskunnarlausu og köldu skini kastljósanna frá lögreglubilnum. „Lögreglustjórinn er heima og bíður komu þinn- ar,“ sagði Polnik við mig. „Hann bað um að þér yrði vísað inn strax og þú kæmir." Dyrnar stóðu opnar. Ég gekk inn fyrir og hitti Lavers lögreglustjóra í setustofunni. Hann var venjulega rauður í framan og nokkuð þrútinn, en nú var hann fölur og þreytulegur. „Gott að þér skylduð bregða svo fljótt við, Wheeler," varð honum að orði. „Þér hafiö séð líkiö ?“ „Já,“ svaraði ég. „Berið þér nokkur kennsl á þessa stúlku?" „Hún var systurdóttir mín," svaraði hann þurr- lega. Ég kveikti mér í vindlingi og beið þess að hann leysti frekar frá skjóðunni. Veitti því athygli að annað munnvik hans titraði lítið eitt þegar hann tók aftur til máls. „hún hét Linda Scott," sagði hann. „Ég hafði ekki séð hana í full tuttugu ár, en svo birtist hún allt í einu hérna í borginni fyrir svo sem mánuði." „Kom hún hingað eingöngu til að heimsækja yÖur?“ Lavers yppti öxlum. „Það efast ég um. Reyndar komst ég aldrei að erindi hennar. Hún settist að í glæsilegri leiguibúð, gekk vel klædd og virtist hafa fullar hendur fjár." .Jlafði hún fasta vinnu?" „Nei, og peningarnir komu ekki heldur frá fjöl- skyldu hénnar. Við buðum henni að borða nokkr- um sinnum fyrstu vikurnar, sem hún dvaldist hérna; liún var vingjarnleg, en ekkert fram yfir það, ef þér skiljið hvað ég á við.“ „Það hljóta einhverjir fleiri að koma við s'gu, herra lögreglustjóri," varð mér að orði. „Vitanlega," svaraði hann áherzlulaust. „How- ard Fletcher, til dæmis." „E'inn af eigendum spilavítisins í Las Vegas?" spurði ég. „Ekki hafði ég hugmynd um að hann væri staddur hér i bænum." „Það virtist ekki heldur nein ástæða til að segja yður frá því,“ svaraði lögreglustjórinn stuttur í spuna. „Hann var Lindu samferða hingaö." „Hverra erinda?" „Það vildi ég gjarna vita. Borgarfógetinn vildi líka komast að þvi; hann hefur látið sína menn fylgjast með öllu hans athæfi eftir föngum, en það virðist allt í lagi.“ „Hverriig stendur á því, að systurdóttir yðar var í slagtogi með honum?" „Þau voru nánir vinir," svaraði lögreglustjórinn. „Hæversklega orðað." ,,Þér teljið þá, að hann hafi séö henni fyrir peningum — hann hafi greitt íbúðarleiguna og þessháttar?" „Það tél ég," svaraði lögreglustjórinn þreytu- lega. „Ég reyndi að færa það í tal við Lindu, siðast þegar hún kom hingað, en það bar þann einn árangur, að hún labbaði sig út. Hún vildi ekki á míg hlusta. Ég reyndi að gera henni skilj- anlegt hverskonar maður Fletcher væri, en það var þýðingarlaust." „Og þaö var í siðasta skiptið, sem þér sáuð hana?“ „1 síöasta skiptið, sem ég sá hana á lifi," svar- aði lögreglustjórinn. „Og hvað um Fletcher?" spuröi ég varfærnis- lega. Hann glotti. „Þér gangið á lagið, Wheeler; það væri synd að segja annað. Jú, ég hitti hann fyrir viku. Við getum kallað það kurteisisheimsókn af hans hálfu. Hann gerði mér einskonar tilboð." „Þykist geta farið nærri um það,“ svaraði ég. „Hann vlll gjarna koma undir sig fótunum hér á sama hátt og í Vegas?" „Ég geri ráð fyrir að hann hafi orðið fyrir skakkafalli í Vegas," tuldraði Lavers lögreglu- stjóri. „Hann var sá eini, sem starfaði sjálfstætt og hringurinn bolaði honum á brott þaðan, aö því er sagt er. Og fyrir bragðið er honum mjög í mun að hefjast handa hér í borginni, eða öllu heldur hér í fylkinu. Og eflaust hefur hann talið að það mundi verða sér útlátaminna að múta lög- stjórninni mútufé, borgarstjóranum, fógetanum reglustjóranum, heldur en að greiða allri bæjar- stjórninni og öllu hyskinu en gerði hins vegar sama gagn.“ „En þér hafið neitað tilboðinu?" „Hvern fjandann sjálfan eruð þér að fara?" Og nú kom roðinn aftur fram í vanga hans. „Ég rak hann út úr skrifstofu minni, vísaði honum norður og niðúr umsvifalaust og kvaðst mundu taka eins hart á honum og mér væri frekast unnt, ef ég kæmist að raun um að hann hefði eitthvað ólög- legt á prjónunum. Ég skyldi sjá svo um að hann yrði settur í hlekki á bak við lás og slá og það á stundinni, ef til þess kæmi." „Og hvernig tók hann því?“ „Hann lýsti yfir því að sér væri þetta fyllsta alvara," svaraði Lavers lögreglustjóri og rödd hans titraði af reiði. „Hann kvaðst mundu gefa mér eitt aðvörunarmerki, og ef ég léti mér það ekki að kenningu verða, mundi hann sjá svo um að lögreglustjóraembættið yrði laust til um- sóknar." Ég slökkti í vindlingsstubbnum í öskubakka, sem stóð á borðinu. „Nokkuð annað, herra lögreglu- stjóri?" „Það er áreiðanlega i vissum tilgangi gert að skilja lík Lindu eftir á dyraþrepinu hjá mér," þrumaði hann. „Það er aðvörunarmerkið, sem Fletcher hótaði mér. Þess vegna verðið þér að fara og taka hann höndum, Wheeler. Hann skal lenda í rafmagnsstólnum fyrir þetta, böivaður Þorparinn, og ég skal sjálfur stjórna aftökunni. Hann hefur tekið á leigu íbúð við Vistatorg 807. Farið og handtakið hann." „Já, herra lögreglustjóri," sagði ég. ,,En ...“ „En hvað?" öskraði lögreglustjóri af slíkum krafti, að ég fékk hellu fyrir eyrun. „Það var ekki neitt, herra lögreglustjóri." Að svo mæltu reis ég á fætur og gekk út. Polnik leit spyrjandi á mig. „Hvað næst?“ spurði hann. „Hvert á að senda Þig? Þú ert eitthvað svo hýr á svipinn, að ég þori að hengja mig upp á, að það er kvenmaður framundan." „Ónei, það er raunar karlmaður," svaraði ég. „Hafið þið komizt að nokkru, sem máli skiptir?" Polnik hristi höfuðið. „Ég held nú síður. Lög- reglustjórinn var úti í bæ í kvöldverðarboði. Þeg- ar þau komu heim, lá líkið á dyraþrepinu. Það er allt og surnt." „Ekki nein orðsending eða eitthvað skrifað í fórum hinnar myrtu?" „Ekki snepill." „Ætli það sé ekki hyggilegasta að þú haldir þig hérna í grenndinni fyrst i stað,“ varð mér að orði. „Það er ekki að vita nema lögreglustjór- inn fái kast aftur." „Æðiskast?" spurði Polnik og virtist um og ó. „Þá er að taka því.“ „Spurning hvort þú gerðir ekki réttast að kalla 20 V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.