Vikan


Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 7
>em horfir yfir freðmýrarnar á nóvembersólina, sem er að eturinnar... skini, ljóma mánans og glætunni frá bláum geislum norðurljósanna, sem þöndu sig yfir himinhvelfinguna. Ég var einn af siðustu gestunum, herbergið var þegar troðfullt af fólki. — Ég þykist vita, að þér séuð brúðurin, sagði ég og þrýsti hönd konunnar ungu. Boris hefur dregið upp ljósa mynd af yður — eins og sannur listamaður. bað kváðu við miklir hlátraskellir, þegar Katja tók utan af gjöf minni. Hún gekk lilæjandi að borði einu, þar sem gjafirnar lágu undir hvítu klæði. 'Þegar hún lyfti klæðinu, sá ég fyrir sex látúnssettar kaffi- könnur. Ég gat ekki annað en hlegið með hinum. Ég virti síðan Kötju fyrir mér. Augu hennar voru undursamleg, hrein og opin eins og i saklausu barni. Talsvert var liðið á brúðkaupsveizluna, þegar enn einn gest bar að garði. Hann var klæddur skinnfóðraðri úlpu, í snjóstígvélum. Ég hafði aldrei séð þennan mann fyrr. Hann kom öllum að óvörum, staðnæmdist við dyrnar og skimaði i veizluborðið, þar sem hláturinn ómaði áður. Katja reis á fætur og gekk brosandi til móts við hann. — Þetta kom okkur skemmtilega á óvart ... Þetta var vingjarnlegt af þér, sagði hún og sneri sér síðan að okkur hinum. Þetta er Nikolaj Gúrin, hann er veiðimaður og gamall kunningi minn. Siðan visaði hún honuin til sætis við hliðina á mér við borðið, og einn gestanna sagði hlæjandi, að réttast væri að refsa veiðimanninum fyrir að koma svona seint í hrúðkaupið. Hann setti tvö glös á borðið fyrir framan Nikolaj, annað fyllt vodka, en hitt kampavini. — Nú drekkur þú, sem sæmandi er, skál brúðarinnar og brúðgumans! Nikolaj leit lengi og rannsakandi á Iíötju, siðan tæmdi hann þegjandi bæði glösin. Það brá fyrir mikilli örvæntingu og angurværð í augum hans, og þá skildist okkur sannleikurinn, — hann elskaði Kötju. Ef til vill var Boris hinn eini, sem tók ekki eftir þessu, sem varla var furða, þar eð hann hafði varla augun af hinni ungu brúði, sem hann starði á hamingjusömum og ástföngnum augum. Að snæðingi loknum var stiginn dans. Katja settist á legubekk, en Boris, sem ætlaði að setjast við hlið hennar, var dreginn út á dansgólfið að glöðu æskufólki og var nauðbeygður til þess að dansa. Við Nikolaj stóðum við hálfopnar dyrnar og reyktum. — Hvers vegna dansar Katja ekki? spurði ég skyndilega. — Hún er nú einu sinni brúðurin. — Það er mér að kenna, sagði Nikolaj raunalega. Og hún mun aldrei dansa framar. — Nú? Og þvi ekki það? — Vegna þess að ... Hann þagnaði, og mér varð ljóst af andlitsdráttum hans, að það var til einskis að spyrja hann nánar. En þá tók hann skyndilega að tala og starði i sífellu á Kötju, sem sat í hinum enda herbergisins. — Ég náði í hana á flugvellinum og ók henni á hundasleða til heim- skautastöðvarinnar. Loftskeytamaðurinn okkar veiktist, og hún var send þangað í stað hans. Þá skall á okkur bylur, verri en ég minnist að hafa lent i, og við týndum slóðinni. Ég stöðvaði hundana og fór sjálfur að leita að slóðinni. Ég sagði aðeins við hana: — Kviðið engu, ungfrú góð, setjizt bara, og reynið að láta fara vel um yður. Ég kem bráðlega aftur, og það er ekkert f.ð óttast. Ég fann brátt slóðina, en týndi í stað þess hundunum og sleðanum. Ég ráfaði um i snjófokinu i fjórar klukkiistundir og hrópaði af öllum Framhald á bls. 34.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.