Vikan


Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 10

Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 10
— Já, en hvar i ósköpunum hefur þú funditS hana? MefS þessa líka rödd í sim- anum! Nigel lyfti annarri augabrúninni. — Hja, hvar finnur maöur einkaritara? Hann brosti við skaranum i kringum sig. Spurn- ingarnar dundu á honum — eins og byssuskot. — Hvað heitir hún? —• Er hún falleg? — Ung? — Kemur hún á hverjum degi? — Er hún dugleg? Díana Sjarmikall sá líka um, að svolítilli óiyfjan væri bætt i bikarinn. — Ekki datt mér i hug, að þú hefðir efni á þvi að halda ednkaritara. Hafa laus- ir blaðamenn virkilega svona góðar tekjur? Nigel Hamilton bara hló. Hann var óneitanlega laglegasti maður og hafði að eigin hyggju heldur mikið aðdráttarafl á kvenþjóðina. Þær blátt áfram iðuðu í skinninu, stúlkurnar, eftir þvi að fá að ríkja og ráða yfir ólifuðum ævidögum hans. — Hún heitir Miranda, mælti hann hægt og hugsandi, — Míranda Logan. Hún er ung, Ijóshærð og yndisleg. Og þér til upplýsingar, Díana, skal ég fúslega játa, að ég hef ekki hugmynd um, hvernig ég á að fara að þvl að standast kostnaðinn við hana. En hún er fullkomlega sinna ' launa verð. . 4 1 Bezti vinur Nigels, Kenneth Strehan aðj^pj nafni, var þar nærstaddur. Svo hugkvæmum manni sem Nigel, var jboð leikur einn oð Ijúga í eyðurnar. Erfiðleikarnir hófust fyrst fyrir alvöru, f>egar allir trúðu honum... Það fór f taugarnar á Nigel að Kenneth vék ekki frá hlið hennar allt kvöldið, —• Ég nenni ekki að segja frá þvl einu sinni enn, sagði Nigel. — Láttu Díönu fræða þig á því öllu saman. Hún hefur feiknamikinn áhuga á því. Hann reis á fætur og flýtti sér að kveðja hús- móðurina. Veður var indælt, svo að Nigel fór gangandi heim til sin. Allt í einu fór hann að hlæja með sjálfum sér. — Míranda min, sagði hann upphátt. — Ef þú værir nú bara veruleiki! Það hafði sannarlega verið snjöll hugmynd hjá honum þennan morgun að halda Díönu i hæfilegri fjarlægð með imynduðum einkaritara. Siðan á stúdentsárunum hafði liann aldrei þurft á hermilist sinni að halda, eins og hann hafði þó verið leikinn i því að likja eftir röddum. En hið kurteis- lega tilboð „ritarans“ um „að taka á móti skilaboðum til herra Hamiltons, — því að hann er á fundi“, hafði reynzt drjúgum áhrifaríkara en allar þær afsakanir, sem hann var vanur að finna upp á, þegar hann vildi hafa vinnufrið. Honum hafði unnizt tími til að skrifa helminginn af grein i ameriskt blað og auk þess getað borðað morgunverð í ró og næði. Og þó, — ekki hafði hann nú búizt við þvi, að svona margt fólk tæki þetta svona alvarlega. Hann fór hálfgert að hugsa út 1 það, hvort Míranda væri ekki farin að vera honum nokkuð erf- ið þrátt fyrir alla sína dásamlegu eig- inleika! MORGUNINN eftir vaknaði Nigel við simahringingu, — upp af miðjum draumi um Míröndu, er stóð þar í bláum kjól og steikti bezta buff í heimi. Hann gaut hornauga til simatækisins, fokvondur, og leit á klukkuna. Fimmtán mínútur yfir tiu. Og klukkan tíu hafði hann átt að hitta ítalskan stjórnmála- mann samkvæmt samningi um einka- viðtal, er tekið hafði hann margar vik- ur að verða sér úti um! Þá datt honum Míranda í hug, — þessi ágæti einka- ritari. Hann snaraðist að simatækinu, og með rödd, sem var sambland af rómi tveggja frægustu kvikmyndakvenna nú- tlmans, tókst honum að sannfæra rit- arann við hinn enda þráðarins um, að það væri sá erlendi, en ekki herra Hamilton, sem færi með rangt mál. Við- talið hefði verið ákveðið klukkan ell- efu og herra Hamilton væri nýfarinn að heiman. Erlendi ritarinn viðurkenndi rang- minni sitt svo rækilega, að hann bauð Míröndu til morgunverðar. — Það er gott, sagði hann við sjálf an sig, meðan hann var að raka á sér kjálkana, — að ég skuli ekki þurfa að láta stefnumót Miröndu ganga fyrir jmínum eigin verkum. / VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.