Vikan


Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 2

Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 2
veitir ySur fullkomiS permanent og greiSslu að eigin vali—og það er Even-Flo hárliðunarvökvinn, sem leysir allan vandann Hið dásamlega nýja Toni gerir yður enn- þá auðveldara en yður gat áður grunað, að setja permanent í hárið heima og leggja það siðan að eigin vild, — en það er Even-Flo hárliðunarvökvinn, sem leysir allan vanda; — því hann hæfir öllu hári og gerir það létt og lifandi, sem í raun og veru er aðalatriði fagurrar hárgreiðslu, varanlegs og endingargóðs premanents. HVAÐ ER AUÐVELDARA? Fylgið aðeins hinum einföldu leiðbein- ingum, sem eru á íslenzku, og premanent yðar mun vekja aðdáun, vegna þess hve vel hefur tekizt að gera bylgjurnar léttar og lifandi. GENTLE fyrir auðliðað hár SUPER fyrir erfitt hár REGULAR fyrir venjulegt hár VELJIÐ TONI VIÐ YÐAR HÆFI. Póstur góður! í sumuin nýjum sambýlishúsum, sem ég hef komið í, hef ég tekið eftir afar leiðinlegu fyrir- brigði: Á hurðunum eru gæjugöt með gleri i• Stundum er ekki opnað nærri strax, og maður hefur það á tilfinningunni að það sé verið að vega mann og meta gegn um gatið. Það er allt í lagi að hafa svona göt á skólastofuhurðum og fangaklefum, til þess að sjá hvað er þar inni, en í híbýlum manna er þetta smekkleysi af versta tagi. Jón Bh. Ég skal segja þér það, Jón minn, að ég hef meira að segja séð svona lagað gægjugat á hurðum í gömlum húsum, og ég er alls ekki á móti þeim, nema síður væri. Flestir hús- ráðendur hafa einhvern tíma orðið fyrir því, að á dyr þeirra hafa knúið menn, sem þeir myndu alls ekki hafa Iokið upp fyrir, ef þeir hefðu átt þess kost að sjá áður, hver var úti fyrir. Og í sambýlishúsunum háttar víð- ast svo til, að þar er dyrasími, svo ógaman væri að verða til þess að fá einhvern óboðinn inn á stofugólf til sín, t. d. einhvern ræfil. sem af tilviljun hefur komizt inn niðri, og eftir að hann er kominn inn er hreint ó- mögulegt að losna við hann. Ég mæli ein- dregið með gæjugötunum, þau geta losað okkur við margvísleg óþægindi. Leiðbeiningar Pósturinn, gott kvöld. Þakka margar ánægjustundir, sem blaðið hefur veitt mér. Það er freistandi viðfangsefni að fást við verðlaunakeppninnar. Þó hafa tvær verið þannig útbúnar, að ég held að þið séuð ekki á réttri leið, t. d. með listaverkin. Þeir, sem búa i bæjum þurfa ekki annað en að ganga upp á safn ef þeir voru í vafa. Það er auðvelt að hringja i Loftleiðir og fá upplýsingar. Ég veit að það er margt hugvitsamra manna hjá ykkur, svo að ekki þurfið þið að vera í vand- ræðum. Ég hef áhuga á mörgu i blaðinu, t. d. hef ég gaman af að lesa frásagnir af gömlum atburðum, færða í skemmtilegan stíl. Með árnaðaróskum Sveitamaður. P. S. Hvernig væri .að fá næstu framhalds- sögu t. d. ferðasögu til framandi þjóða fléttaða ævintýrum, eins og bækur hins danska Biích. Greinar hans í danska blaðið eru mjög skemmti- legar. Afsakið ruglingslegan stil bréfsins. Sveitamaður sæll. Við höfum margsinnis áður á það bent, að allir landsmenn hafa sama rétt til þess að fara á Listasafn ríkisins og njóta þess á einn og annan hátt. Sama er að segja um Loft- leiðir, þangað mega allir hringja, sem vilja. — Ábcndingin um framhaldssöguna verður þakksamlega tekin til athugunar. Hvernig er með Ketil Vika mín góð. Þú, sem leysir úr öllu, hlýtur að vita hvort að Iíetill Jensson hefur sungið dægurlög inn á 2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.