Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 7

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 7
^bankett VIFTAN YFIR ELDAVÉLINA Hreint og hressandi! Það er gaman að matreiða í nýtízku eldhúsi# þar sem loftið er hreint og ferskt. l»að skapar létta lund, vinnugleði og vellíðan, hvetur hug- myndaflugið — og matarlykt og gufa setjast ekki í nýlagt hárið né óhreinka föt og gluggatjöld; málning og heimilistæki gulna ekki og hreingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting! Með Bahco Bankett fáið þér raunverulcga loftræstingu, því auk þess að soga að sér og blása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlilega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftsins í eldhúsinu og næstu herbergjum. Sog- getan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett. Hljóð! Þrátt fyrir soggetuna heyrist varla í viftunni. Bahco Bankett er sennilega liljóðasta viftan á markaðnum. Engin endurnýjun á síum! Uhugið sérstaklega, að Bahco Bankett þarfnast engrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem dofna með tímanum. Bahco Bank- ett hefur engar slíkar, en heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Fitusíur úr riðfríu stáli! Bahco Bankett hefur hins vegar 2 stórar, varanlegar fitu- síur úr ryðfríu stáli, sem ekki eintmgis varna því, að fita setjist innan í útblásturs- stokkinn, heldur halda viftunni sjálfri hreinni að innan, því að loftið fer fyrst gegnum síurnar. Fitusíurnar cru losaðar með einu handtaki og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæð, innbyggt Ijós og rofar! Lögun Bahco Bankett skapar óþvingað svigrúm og sýn yfir eldavélina. Innbyggt Ijós veitir þægilega lýsingu og rofarnir fyrir ljós og viftu eru vel og fallega staðsettir, Falleg, stílhrein og vönduð — fer alls staðar vel! Bahco Bankett er teiknuð af hinuin fræga Sigvard Bernadotte, cins og mörg fallegustu heimilistækin í dag, og er sænsk úrvalsframleiðsla frá cinum stærstu, reyndustu og nýtízkulegustu loft- ræstitækjaverksmiðjuin álfunnar. BAHCO ER BETRI. Það er cinróma álit neytendasamtaka og reynslustofnana ná- c;rannaríkjanna, að útblástursviftur einar veiti raunverulega loftræstingu. Hagsýnir húsbyggjendur gera því ráð fyrir útblástursgati eða sérstökum loftháfi. Þeir, sem endurnýja eldri eldhús, brjóta cinfaldlega gat á útvegg eða ónotaðan reykháf. Sú fyrirhöfn margborgar sig. NÝJUNG: Bahco raðstokkar. Við höfum nú á boðstóluin létta og sterka, hvíta plaststokka með beygjum og öðr»» tilheyrandi, sem hver og einn getur raðað saman, án minnsta erfiðis eða sérstakra verkfæra. Vcljið því rétt, veljið viftu, seni veitir raunverulega loftræstingu og heldur allt- af fullum afköstum — kostnaðarlaust. Veljið BAHCO BANKETT. ar þær eru staðsettar hjá smáþjóð eins og okkur. Við þurfum að endurskoða samninginn um her- stöðina og helzt leggja hana nið- ur. Nú þegar þessar langdrægu eldflaugar hafa verið fundnar upp, ættu Bandaríkin ekki að þurfa á neinum herstöðvum er- lendis að halda, þegar þeir geta sent skeyti sín hvert á land sem er á hnettinum. Ég held að Bandaríkjamenn hljóti að eiga auðvelt með aÖ skilja þetta sjálfir. Eins og Ragn- ar bendir á í viðtalinu, eru Bandaríkjamenn umburðarlynd- ir, og ég get ekki ímyndað mér, að nein stórþjóð hefði getað reynzt okkur þægilegiri í sam- starfi en þeir. Þeir hafa undan- farið verið að stefna að því, að fækka herstöðvum sínum hingað og þangað út um heim, og ég get ekki ímyndað mér að þessi her- stöð hérna sé þeim svo mikils virði, að þeri hafi neinn áhuga á að halda henni við, þegar þeir líka finna að hún er óvinsæl hjá þjóðinni. Nú er líka spennan að minnka milli Rússlands og Bandaríkjanna, það lítur helzt út fyrir að þessar þjóðir séu að sameinast gegn Kína, enda veitir víst ekki af. Þá geta herstöðvar eins og sú í Keflavík, sem miðuð er við varnir gegn Rússum, ekki haft mjög mikið gildi lengur. Mér fannst það annars ekki rétt af Ragnari, hvað hann hlóð undir þessi ,,ádeiluskáld“ sem gáfu út bækur sínar í fyrra, ég á við þá Ingimar og Jóhannes Helga. Mér fannst líka rangt hjá þér, kæra Vika ,að taka undir þetta lýðskrum í kringum þessar bækur. Mér finnst þær þeim mun ómerkilegri þeim mun lengur sem ég grúska í þeim, og ég er viss um að eftir fáein ár man enginn eftir þeim. Þeir Ingimar og Jóhannes eru ekki reiðir út af neinu, nema kannski ein- hverju, sem snertir þá persónu- lega, og það kemur engum öðr- um við. Á millistríðsárunum, og þar á undan, þá var ástandið í þjóðfélaginu þannig að það var nóg til að skamma. En ekki nú, þegar allir hafa nóg að borða og geta gert næstum allt sem þeir vilja. Og svo er Jóhannes að gæla við viðurstyggilegar hugrenn- ingar eins og þær, að leiða suma framámenn þjóðfélagsins á högg- stokkinn! Þvílík viðurstyggð. Það, að manninum skuli haldast annar eins viðbjóður uppi, sýnir bezt hve frábærlega lýðræðislegt og mannúðlegt þjóðfélag okkar er. Gleðilegt ár. SJK., Húsavík. KROSSFERÐARSAGA Kæra Vika. Ég er kona sem er á heilsu- hæli og er búinn að vera þar lengi og hef því óskaplega gam- an að ferðasögum annarra af því ég kemst ekkert sjálf. Ég kaupi Vikuna oft af því það eru stund- um í henni ansi góðar ferðasögur og núna um daginn spurði mig kona hvort ég væri búinn að lesa jólablað Vikunnar því það væri í því svo ágæt ferðasaga. Ég rauk til og keypti mér jólablað Vikunnar þó það ætlaði nú ekki að ganga of greitt fyrir mig aum- ingjann að fá það og fór strax að leita að ferðasögunni. En ég fann enga. Getur verið að það hafi ekki verið sama efnið í öllum Viku-blöðunum, eða hvað meinti konan? Svaraðu mér nú vel Vika mín í póstinum þínum ég ætla að kaupa blaðið þangað til svarið kemur. Og vertu nú sæl. — Gunna. Við getum fullvissað þig um, Gunna mín, að í öllum jólablöð- um Vikunnar var nákvæmlega sama efnið. Hins vegar er okkur ekki fyllilega ljóst ,hvað bless- uð konan hefur kallað ferðasögu. Tæplega er hægt að kalla grein Sigurðar A. Magnússonar því nafni, og varla lýsingu Guðbrand- ar Gíslasonar á þeim þrem jólum, sem hann lifði í Ameríku. Við höllumst helzt að þeirri skoðun, að konan hafi átt við grein Dags Þorleifssonar um fyrstu kross- ferðina. — Afér þykir það leiðinlegt, en hún er hara komin ofan í baðkarið. Komið, skrifið eða útfyllið úrklipp- una og fáið alla rupplýsingar um Bahco Bankett, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. FÖNIX SÍMI 24420. SUÐURGÖTU 10. RVÍK. Sendið undirrit. Bahco Bankett myndlista með öllum upplýsingum: Nafn: .............................................................. Heimih'sfang: Til Fönix s.f., pósthólf 1421, Reykjavík. 3. tbi. viKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.