Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 14

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 14
JIILIE CHRISTIE Hún er kölluð Anti-stjarna. Hún getur naumast talizt fríð. Hún er með nagaðar neglur. Hún er í mini-kjólum. Hún hefur neikvæða framkomu. Hún trúir á frelsið. Hún er frægasta unga kvikmyndaleikkonan í dag. “] rnin lifir hátt og án þess að nota filter. Hún er af- sprengi þeirrar byltingar, sem nú flæðir yfir Eng- Jí land og heimtar nýjar lífsvenjur, nýja kvikmynda og leiktækni. Julie Christie er stjarna þessarar kyn- JLJslóðar, sem skyggir jafnvel á Taylor, Loren og Hepburn, og hún hefur náð þessum vinsældum, án hefð- bundinnar frumraunar. Sjálf segist hún elska að vera leikkona, en segist hata allar umbúðirnar og skrautið. Á síðasta ári hlaut hún Óskars verðlaunin, þau verð- laun sem eftirsóknarverðust eru allra kvikmyndaverð- launa, og þessutan verðlaun leikdómara í New York, fyr- ir hlutverk sitt í kvikmyndinni Darling. Julie Christie hefur náð tindinum í áföngum. Fyrsta hlutverkið tók aðeins ellefu mínútur, en var það vel af hendi leyst, (það var í „Lygarinn") að hún hlaut hlutverk sitt í „Darling", síðan fékk hún hlutverk Lauru í „Dr. Zjivago.“ Síðan hefur hún leikið í „Fahrenheit 451“, þar sem Truffaut var leikstjóri. Hún fær stöðugt meira hrós og fleiri aðdáendur, en hún vill ekki koma fram sem stjarna. Hún hefur verið kölluð hin nýja Garbo, nýja andlitið á sjöunda ára- tugnum, kona aldarinnar, frjáls, nýtízkuleg og eðlileg. En Julie Christie lifir lífi sínu á sama hátt og hún gerði áður en hún varð fræg. Þá svaf hún á vindsæng hjá kunningjum sínum, þar sem hún var stödd hverju sinni, sló út peningalán, dansaði á klúbbhúsum, drakk rauðvín og gekk á leikskóla. Hún var dæmigerður bitnik. Ennþá eru það gömlu kunningjarnir sem hún metur mest. Um leið og hún á stund, sækir hún á þeirra fund, þótt hún geti haft fylgifiska á móts við Frank Sinatra, eftir geðþótta. Eins og er er uppáhaldsvinurinn Don Bessant, sem er tuttugu og fimm ára, eins og hún sjálf, og er listamaður. Hún hefur búið með Don í eitt ár, en þau hafa ekki hugsað sér að giftast. — Hjónaband krefst hæfileika, sem mér eru ekki gefnir, segir hún. — Það er álíka eins og að vera fær um að teikna og mála. Ég býst ekki við að ég geti hugsað mér annan mann en Don, en að ganga í hjónaband, það væri að fyrirgera lífi sínu. Maður veit aldrei hvað bíður manns. Þessutan er það örugglega þannig, að ef maður 14 VIKAN 3-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.