Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 44

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 44
mælum. Stundum hafði hann þó óljósa hugmynd um, að ann- ar og meiri tilgangur lægi að baki athöfnum hans en sá, að hefja hann sjálfan til æðstu valda. Hann reyndi að geta sér til um þennan tilgang og gat rangt. Stundum hélt hann að kring- umstæðurnar hefðu knúið hann til að endurreisa hið þjóðsagna- kennda rómverska konungdæmi. Að lokum taldi hann sig hafa innleitt eitthvað nýtt: harðstjórn- arkennt og algert einsmanns einveldi yfir ánauðugum þegn- um, byggt á því að valdhafinn væri dýrkaður eins og guð, eftir fyrirmynd austrænna einvalds- herra. Þetta héldu samtímamenn hans líka. Andstaðan gegn valdi hans, sem náði hámarki með morðinu á honum, var fyrsta viðnám hinnar frelsiselskandi Vestur-Evrópu gegn innleiðslu austrænna einræðishátta — merki eðlislægrar andstyggðar, sem verið hefur við lýði gegn- um aldirnar allt til okkar daga, síðast kom greinilega í ljós er Evrópumenn neituðu að taka við hinum austræna kommúnisma. Skömmu fyrir dauða sinn hafði Sesar tekið upp ýmis ytri tignarmerki konunga og keisara. Hann lét setja upp handa sér gullið hásæti í senatinu og hirti ekki um að standa upp um leið og hinir senatorarnir, þótt þeir ættu að heita jafningjar hans. Hann lét stimpla mynd sína á peninga, afmælisdagur hans var haldinn hátíðlegur með almenn- um fórnfæringum, mánuðurinn Kvintílis var endurskírður júlí eftir honum. Senatorarnir ávörp- uðu hann Júpíter Júlíus og létu reisa hof honum til dýrðar. Ses- ari fannst það gaman. Þó neitaði hann opinberlega að taka við konunglegu höfuðdjásni og sagði hátt: „Júpíter er einn konungur Rómverja“, og að lokinni veizlu, er stuðningsmenn hans tóku að hylla hann sem konung, hrópaði hann: „Nafn mitt er Sesar, ekki Rex.“ Um það leyti gerði Sesar sér ljóst, að hann gat ekki gefið upp einræðisvald án þess að leggja um leið hönd að því að eyðileggja sjálfan sig. Eðli lífs- leiks hans hafði knúið hann til að taka eítt skrefið af öðru, en honum hafði aldrei verið fylli- lega ljóst hvað hann ætti að gera í lokin, þegar endanlegum sigri hefði verið náð. Hann glímdi við þjóðréttarleg vandamál, fyllti senatið af vinum sínum (þar á meðal voru Gallar, sem klæddust buxum og rötuðu ekki um höfuðborgina) og gerði ýms- ar umbætur, en fremur til að styrkja valdaðstöðu sína og fyrirbyggja hugsanlegar upp- reisnir en til að endurskipuleggja stjórnarkerfið. Merkasta fram- lag hans til borgaralegrar menn- ingar, endurbæturnar á alman- akinu, láta ósköp lítið yfir sér í samanburði við allar orrusturn- ar sem hann háði, mennina sem hann drap og löndin sem hann herjaði. Manni verður það ó- sjálfrátt fyrir að hugsa sem svo, að minna hefði mátt leggja í sölurnar fyrir ekki meira afrek. Áætlun sú, er Sesar hafði á prjónunum rétt áður en hann var drepinn, sannar að hug- myndir hans um framtíðina voru mjög óljósar. Hann vildi ekki sitja um kyrrt í Róm. Hann var að skipuleggja hið mesta stríð, sem fram að þessu hafði verið háð, — framhald þess starfs sem hann hafði lengst af verið upptekinn af síðan hann komst til þroska. Hann ætlaði að fara með geysistóran her inn í Persíu, tortíma Pörþum og hefna Krass- usar; síðan ætlaði hann að mars- éra norður um Kákasus og sigra Skýþa, sem bjuggu þar sem nú er Rússland. Frá Rússlandi ætl- aði hann að ráðast að baki Ger- mönum og fara í gegnum land þeirra til Gallíu. Hann gerði ráð fyrir að ljúka þessu öllu af á þremur árum. En jafnvel þótt þetta hefði allt gengið sam- kvæmt áætlun — hertaka geysi- stórra landsvæða, sigur yfir ó- töldum milljónum barbara, öflun nýrra feiknaauðæfa — hefði hann samt sem áður tekið til við að leysa hin raunverulegjj vandamál heima fyrir? Það verkefni var óhemjuerf- itt, jafnvel fyrir svo greindan mann sem Sesar var. Hann var alltaf að flýta sér. Hann haiDi aldrei tíma til að rökræða við andstæðinga sína. Hann kaus heldur að sigra þá og fyrirgefa þeim síðan af náð. Hann kunni ekki sérstaklega vel við sig í Róm. Við vitum að hann daðr- aði við þá hugmynd að gera Alexandríu að höfuðborg rík- isins. Hann sá enga leið út úr vandræðum samtímans. Og hann var þreyttur og heilsuveill. Og morðdaginn gekk hann inn í fundarsal senatsins, aleinn, ó- vopnaður, lífvarðalaus og alger- lega ókvíðinn að sjá. Hann gerði að gamni sínu við spámanninn: „Jæja“, sagði hann, „þá er fimmtándi marz kominn." „Já“, svaraði Spurinna, „kominn en ekki liðinn.“ Þegar hann nálgað- ist gullna hásætið, hið storkandi tókn einveldisins, þyrptust sena- torarnir að honum. Þeir töluðu allrir í einu og báðu hann full- tingis, hver í sínu smámáli. Hann þaggaði niður í flestum þeirra með bendingu, svo meinandi: „Seinna, seinna." Næst Sesari stóð Tillíus Simb- er, einn samsærismannanna. Hann virtist ekki taka bendingu Sesars alvarlega og þreif í yfir- höfn hans eins og til að draga að sér athygli hans með valdi. Það var árásarmerkið. Sesar varð undrandi og kallaði: „En þetta er ofbeldi!" Átti hann ekki von á ofbeldi þennan morgun? Hafði hann ekki ákveðið að sætta sig við það? Var reiði hans uppgerð? f einni svipan reyndi einn Kaska-bræðranna, sem stóð fyr- ir aftan Sesar, að skera hann á háls með rýtingi. Sesar greip um handlegg Kösku og stakk hann með griffli, sem var eina vopnið, sem hann hafði. Ef Ses- ar í rauninni vildi verja sig, hversvegna bar hann þá aðeins þetta oddhvassa áhald skrifar- ans? Annar rýtingur nísti brjóst Sesars. Einvaldurinn var nú al- blóðugur og umkringdur nöktu stáli eins og göltur, sem hópur veiðimanna er að gera út af við. Samsærismennirnir höfðu ákveðið með sér, að þeir skyldu allir stinga hann, svo þeir væru allir jafn ábyrgir fyrir drápinu. Þeir voru haldnir slíkri ógn við verk sitt að hendur þeirra skulfu og oft særðu þeir hvern annan í fátinu. Eftir fyrstu stunguna gaf Sesar ekki hljóð frá sér. En að lokum, þegar hann sá Brútus — son gamallar hjákonu hans, konu, sem hann hafði dáð alla sína ævi —- með vopn sitt á lofti, sagði Sesar á gríslcu (rússnesk- ur aðalsmaður hefði í sömu spor- um talað frönsku); „Þú líka, sonur minn?“ Einvaldurinn dróst síðan að styttu Pompejusar, síns forna bandamanns og sigr- aða óvinar — styttunni sem hann sjálfur hafði af öðlings- lund sinni látið reisa — dró káp- una fyrir andlit sér og lét kála sér þegjandi og hljóðalaust. ☆ Smámunir geta . . . Framhald af bls. 27. í augu við ósið, sem hann hafði tamið sér fró barnæsku, þegar hann kom heim til sín eitt kvöldið og só hvergi Ijós í glugga. Konan hans 44 VIKAN 3-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.