Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 49

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 49
unn í íslenzku verður kannski að gjalti, ef honum skolar upp í ræðustól að gera nokkrum á- heyrendum grein fyrir einhverju málefni, þó að hann kunni á því helztu skil. Stúdentinn verður þá gjarna að athlægi. En sumir alþingismenn eru ekkert betur staddir. Þeir hafa ekki lært að tala. Þó er sú íþrótt sízt meiri en nema lestur og skrift. En skólarnir vanrækja þessa skyldu. Þeir meta meira, að nemendur læri að hoppa og skoppa í leik- fimi en gera sig skiljanlega á almannafæri. Þess vegna myndi ekki vanþörf á að ráða kennara í framsögn og mælskulist á kaupi hjá alþingi, svo að sumir full- trúarnir á löggjafarsamkomunni læri að tala. ☆ Dey ríkur, dey glaður Framhald af bls. 25 það sé í blöðunum að Sherif sé dauður og hún verði að fara vegna þess að hann taki aldrei morðingja og laetur hana hafa aftur pening- ana nema tvö pund fyrir herbergið og hún samþykkir að fara undir eins, því Kínverjinn er með byssu og tvo aðstoðarmenn. Svo lítur hún á okkur, einn eftir annan og and- varpar. — Allt í lagi, sagði hún. — Eg á engra kosta vö|. Við skulum fara og hitta þennan hræðilega Cand- lish. Og við förum út úr kaffihúsinu og það er myrkur úti, enginn á ferli og við förum þangað sem mótor- hjólin standa og þessi stúlka er eins varkár eins og hlébarði ( Ijóna- bæli. Það er Ijós hjá mótorhjólun- um og við stöndum undir því og leit- um að lyklunum og allt í einu kemur Arabakarlinn út úr myrkrinu og það sem hann heldur á er byssa og hann segir: — Stanzið þarna. Stúlkan ætlar að snúa sér við. — Þú líka, prinsessa, segir hann og tveir náungar koma utan úr engu og stúlkan er kyrr. Þú ert með sjálf- virka Browning ( vasanum, segir hann. — Taktu hana upp og legðu hana á gangstéttina, og hún gerir það. — Nú megið þið fara, drengir, segir Arabinn og kannski er Harry aðeins of hægur í snúningum, ég veit ekki, en einn hinna vogganna sær hann á kinnbeinið með kylfu og hann æpir og snýr sér við, ráfar burt og við fylgjum eins og börn og Arabarnir nálgast stúlkuna. Og þá gerist það — eins og óp Harrys væri merki. Stór, svartur Jagúar kemur æð- andi allt í einu með aðalljósin á fullu og flautar og við erum blindað- ir og líka Arabarnir og bdlinn er enn að hreyfast þegar þessi maður kem- Ur út, og það er alveg satt, hann er á hreyfingu. Og hann ræðst eins og sprengja á þessa vogga. Fyrst ( stað geta þeir ekki einu sinni séð hann og hann er kominn- að þeim fyrsta og ég sé hvað gerist. Hnefinn kemur upp frá mjöðminni og hittir voggann á rifin og eins og hann vilji sízt vera latur kemur hin höndin flöt um leið og lendir á eyranu á vogganum og svo sleppir hann hon- um og um leið slær annar vogginn til hans með byssunni og nýi maður- inn sveiflar handleggnum og ber af sér höggið, hin höndin þýtur fram eins og hún sé með hnff nema þar er enginn hnffur, bara fngurnir, og þeir rekast í kviðinn á vogganum og þá kemur þriðji vogginn og þríf- ur í axlirnar á honum aftan frá til að gefa vogga nr. 2 tíma til að rétta úr sér og reyna aftur með byssunni og þegar hann kemur réttir nýi náunginn handlegginn beint frám, beygir hann og keyrir oln- bogann í magann á nr. 3 og það er hljóð eins og þegar steinn dettur ofan f blauta steypu og nr. 3 er að detta og um leið snýr nýi náunginn sér við og kastar honum fyrir nr. 2 og nr. 2 hikar og það ræður úr- slitum, því sá nýi sóar engum tíma í að hugsa sig um heldur stekkur beint upp í loftið eins og hann sé bóðir Nureyevs og um leið réttir hann út hægri fótinn og vefur hon- um um hálsinn á nr 2 og hann er tilbúinn að halda áfram með meira af sama en voggarnir eru ekki til- búnir að halda áfram því þeir eru allir í roti og fuglinn er í örmum hans bablandi arabísku og allan þennan tfma hef ég ekki hreyft mig, munnurinn er opinn og mér finnst ég vera sex ára. Svo lætur nýi náunginn stúlkuna frá sér og snýr sér að okkur og hann er með annan hnefann kreppt- an en hina höndna beina eins og axarblað og ég sé að þetta er harður maður. Fötin eru þröng en hann yfirdrífur það ekki þótt hann sé gamall og líkaminn hreyfist inn- an f þeim eins og áttagatari. Hann er með mjög dökkbrúnt hár og augu sem eru grá eins og Thames og segja þér ekkert nema að hann muni drepa þig ef hann þarf og mig langar meira en allt annað að vera eins og þessi maður og ég er hræddur. Svo heyri ég fótatak fyrir aftan okkur og ég Ift við og það er annar maður fyrir aftan okkur allan tímann f skugganum af Jagú- arnum en nú kemur hann f áttina tl okkar og er hreinasti súkkulaði- drengur, krullinhærður og allt það, en f stað regnhlffar er hann með sjálfvirka byssu, og eitthvað sem getur aðeins verið hljóðdeyfir upp á hlaupinu, og augun í þessum eru blá, dregin upp f hornunum eins og hann sé þreyttur, en byssan er það ekkl. Hann kemur og lítur á voggana liggja þæga og frðsamlega og — ah, gott, segir hann. — Þið hafið unnið vel strákar, segir hann. Svo krýpur hann við hliðina á voggun- um og leitar á þeim og tekur af þeim kylfurnar og byssurnar og f annari hendi hvers um sig finnur hann blýbút og hann verður ó- ánægður á svipinn og sýnir hinum manninum. — Ljótt, segir hann. — Þessir strákar eru hreinar hetjur. — Við gerðum ekkert, segir Harry. Maðurinn með tómu hendurnar segir: — Þið slóguð niður þessa þrjá, segir hann. — Þið komuð að þeim, þar sem þeir voru að reyna að stela mótorhjólum ykkar, og þið lögðuð þá. Kallið nú á lögregluna. — Löggan trúir þvf ekki, segir Jigger. Sá syfjaði segir: — Þeir trúa því víst, ég heiti ykkur því, og ég trúi honum. Svo tekur hann upp veski á stærð við skjalatösku og dreifir fimm punda seðlum — tveimur á mann, nema Einmana, hann fær fjóra. Svo fara mennirnir tveir og fuglinn inn í jagúarinn og fara, og ég skil hve leiðinlegur afgangur- inn af ævi minni verður. Þeir hringdu til Loomis úr síma- klefa og hann sagði þeim að fara aftur heim á hjúkrunarheimilið. Hann vildi hafa Selinu þar sem hún væri örugg. Þá hafði Schiebel heppnina með sér. Annar leitar- flokkur í Mercedes kom auga á þau og fygldi þeim, síðan hafði hann talstöðvarsamband við Schiebel, sem notaði tvo bíla í viðbót, gamlan Peugeot með ofsalegri vél, ökumað- ur var mjög Ijóshærður Albani, og nýjan Mini Cooper S sem Schiebel ók sjálfur. Þeir fylgdu jagúarnum á víxl en voru aldrei lengi í einu á eftir honum. Peugeotinn fór fram úr og fylgdist með jagúarnum fram- an frá um hríð þar til Schiebel kallaði til ökumannsins yfir talstöð- ina að hætta leiknum og þá var röðin komin að Coopernum að fylgja eftir, og þegar jagúarinn fór inn á afleggjarann, slökkti hann á Ijósunum og fór á eftir inn í myrkrið, pfrði augun eftir rauðum afturljósunum fram undan, þar til að lokum jagúarinn nam staðar við hliðið. Hliðið opnaðist og bíllinn fór í gegn, svo lokaðist það aftur og Schiebel beið í mykrinu, svo renndi hann sér út úr bílnum, varkár, þög- ull, og kynnti sér varnir hússins. Hliðið var úr stáli, gluggarnir í varðhúsinu við hliðið voru litlir og mennirnir innifyrir örugglega vopn- aðir. Varðhúsið var úr þykkum steini, sem myndi standast allt minna en skriðdreka. Skfðgarðurinn var úr sléttum steini, yfir þrfr metrar á hæð, og þegar hann klöngraðist upp á þakið á bflnum uppgötvaði hann, að þar voru vírar í varnaðar- bjöllu. Yfir rafmagnslínunni var gaddavfr, staurarnir sem héldu hon- um uppi voru vinkilgaurar úr stáli og á hverjum vinkli var rafeinda- auga. Innan úr húsagarðinum heyrði hann hvininn í dísilrafstöð, Það var tilgangslaust að reyna að taka af þeim strauminn; þeir gerðu hann sjálfir og gættu hans vel. Það var ekki hægt að brjótast inn f þennan stað. Schiebel lét Cooperinn renna aft- ur niður á veginn, þar setti hann í gang og ók aftur til London, keyrði bílinn sporum eins og hann væri hestur og tvinnaði saman formæl- ingum á þýzku, rússnesku og arab- ísku, endurtók þær hátíðlega eins og þær væru ritúal, dró seiminn á hverju atkvæði, en svo slakaði hann að lokum nokkuð á, hemlaði og dró úr hraða, þegar hann kom inn á milli húsa, ók vel, fylgdist með lög- reglunni og í huganum fjallaði hann um vandamálið, sem prinsessan af Haram hafði skapað honum. ' Hann hafði vanmetið hana. Hún hafði varað hann við, þegar hann náði henni um nóttina í Zaarb, og hann hafði trúað á hugrekki hennar en ekki getu. Það voru mistökin. Hún hefði líka verið svo nytsamleg til að nálgast kóbaltið. Faðir henn- ar hefði örugglega . . . Schiebel ýtti þessari hugsun frá sér. Honum höfðu orðið á mistök. Ef þau reynd- ust of mikilvæg, yrði hann að svara fyrir þau, ekki gagnvart Zaarb, heldur Peking. Það mætti ekki verða,- það varð að leiðrétta mis- tökin. Hann hugsaði aftur um kon- urnar tvær. Selina hefði verið nyt- samleg, en frú Naxos var nauðsyn- eg, ef hann ætti að ná Bretunum út úr Zaarb. Einhvern veginn varð hann að ná Philippu Naxos. Ein- hvern veginn — og fljótt. Hún var í virki, en eiginmaður hennar hafði yfirgefið það, farið aftur um borð f snekkjuna, búinn undir samninga- viðræðurnar, sem fram áttu að fara næsta dag. Hann ákvað, að staður frú Naxos væri við hlið eigin- manns síns. Framh. í næsta blaði. Fimm dagar í Madrid Framhald af bls. 17 — Hvað ætlaðirðu að segja? — Mér þykir það leitt, ég ætl- aði ekki að gera þig hrædda, sagði hann. — Ég var bara að hugsa. Þeir hafa nú sannað fyr- ir okkur, að þeir hafa Charles, og næsti áfanginn verður varð- andi lausnarféð. Þeir ætlast varla til, að ég geti útvegað lausnar- féð fyrr en á morgun. Okkur veitir ekki af að fá okkur svo- litla hvíld ef við getum, svo ekki sé minnzt á svefn. Á mor- un, bætti hann svo við boisk- lega, — lítur út fyrir að verða erfiður dagur. Eftir að þau höfðu gengið yfir Gran Via til að ná í leigubíl, sem fór í rétta átt, leit Kay snöggt um öxl til Posada del Mar, að auðu borði þeirra. Unga parið með barnið var horfið, í þeirra stað var kominn maður með dagblað fyrir andlitinu. Þrír af spönsku deiluaðilunum voru einnig farnir, sá fjórði sat enn og leit út fyrir að vera að fá sér lokadrykkinn og reykja síð- ustu sígarettuna. Hank bauð henni góða nótt á gahginum og beið þar til hann s. tw. VIKAN49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.