Vikan


Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 50

Vikan - 19.01.1967, Blaðsíða 50
heyrði smella í læsingunni. Þá fór hann inn í sitt herbergi. Honum flaug í hug, hvort þar hefði nú verið komið fyrir hljóð- nemum. Innan fimmtán mínútna fékk hann svar, þegar síminn hringdi, og Trask í hlutverki hins góðhjartaða og jafnlynda starfsmanns stjórnarinnar í Was- hington heilsaði. Hank vissi, að hann hefði ekki ómakað sig til þess, ef hann vissi ekki, að á samtalið væri hlerað. — Mér þykir leitt að þurfa að segja þér, Randall, sagði Trask, að enn sem komið er hef ég engar fréttir fengið af Charles. Ég býst við, að þú haf- ir orðið nokkurs vísari? — Nei, einskis. — Auðvitað ekki. Þú hefðir létið mig vita. En við skulum ekki gera of mikið úr þessu. — Er lögreglan úti á landi einnig á höttunum að leita að honum? spurði Hank. — Já, og ég á von á góðum fréttum með morgninum. — Það færðist æsingur í rödd Hanks: — Ég veit ekki hvers vegna, sagði hann, — Charles hefur verið týndur í meira en heilt dægur nú, og lögreglan er enn einskis vísari. — Randall, sagði Trask um- hyggjufullur. — Já. — Auðvitað ertu æstur. Ég skil það. Drottinn minn, já, ég skil það. En þú hljómar æstari en ástæða er til. Er eitthvað varðandi drenginn, sem þú hef- ur ekki sagt mér? Hann er heil- brigður og eðlilegur .. . . Nú skildi Hank tilganginn með hringingu Trasks. Hann var að gefa Bruce Randall, föð- ur týnda drengsins, tækifæri til að hlýða viðvörun barnsræn- ingjanna, en þeir höfðu varað hann við að láta sendiráðið eða lögregluna vita hvernig komið væri, eða leita sér hjálpar á annan hátt. Hann var að gefa hugsanlegum hlustendum eitt- hvað að hlusta á, reka þeim einn naglann enn í rammbyggðan trúnaðinn á alvöru barnsráns- ins. — Ég held ég hafi rétt fyrir mér í því, hélt Trask áfram, að hér sé einfaldlega um að ræða ævintýragjarnan dreng, sem hleypst á brott, eins og ævin- týragjörnum drengjum er títt. — Einmitt, sagði Hank fljót- mæltur. — Alveg rétt. — Gott. Eitthvað í röddinnj og því sem þú sagðir, snart mig einkennilega smástund. — Mér þykir það leitt, sagði Hank og hló ofurlítið við. — Kannski það sé reiði. Ég er orð- inn ærið súr út í þennan dreng- staula minn. Trask bergmálaði hláturinn. — Ég ásaka þig ekki. En vertu nú ekki of harður við hann, þegar þú færð hann aftur — sem verður á morgun. — Ég skal reyna að varast það. Þakka þér fyrir, að þú skyldir hringja. — Ekkert. Góða nótt, Randall. — Góða nótt, og þakk fyrir allt. Hann lagði á og sagði upp- hátt: Þessi kjaftagleiði, haus- feiti demókrati! Hann bjóst til að fara í rúmið í von um að geta sofnað, og sömuleiðis í von um, að hann myndi hrjóta hátt og mikið og leiðinlega alla nóttina. Hann vonaði ennfremur, að Key Taylor gæti sofið, hún átti það skilið. Stúlkan sú hafði átt erfiðan dag; farið fram og aftur um harðvítuga sálarhakkavél. Hann óskaði þess, að hún gæti sofnað og sofið vel. 8 Að lokum tókst Kay að sofna, og hún svaf í hálfa fimmtu klukkustund. Hún vaknaði án þess að opna augun. Hún var hikandi við að opna þau. Hún óttaðist, að hún myndi sjá dá- fagra kristalljósastiku hanga niður úr miðju svefnherbergis- loftinu og það myndi sanna, að hún væri ekki í sínu eigin rúmi í New York City heldur á hóteli í Madrid, í herbergi, sem var fullt af földum hljóðnemum. Hún opnaði augun, og þarna var lj ósakrónan fagra, og hún kæfði niður vitfirringslega löngun til að segja góðan daginn strákar inn í hljóðnemana, hvar sem þeir voru. Það var orðið glaðbjart. Þegar hún leit á úrið sá hún sér til undrunar, að klukkan var nærri níu. Það var ótrúlegt, að hún hefði getað sofið svona lengi. Hún reis upp og allt í einu var sem henni sortnaði fyrir aug- um. Hún skyldi ekki í fljótu bragði hvers vegna, svo minnt- ist hún þess, að hún hafði ekk- ert borðað í næstum tuttugu og fjórar klukkustundir. Hún hafði engrar næringar notið síðan Charles var hér í gærmorgun. Charles, hugsaði hún, fær hann eitthvað að borða? Og hvar fær hann þá eitthvað að borða? Svona, sagði hún við sjálfa sig, ekki byrja á þessu. Carlos Ferraz, mundu eftir Carlos Ferraz. Hún minntist þess einnig, meðan hún var að bursta tennurnar, ekki með of miklum forgangi en þó greinilega, að hún átti að hringja í Hank Wallace. Hann hafði ein- dregið krafizt þess, að hún hringdi í hann, en ekki hann í hana, svo hún gæti sofið sem lengst frameftir. Hún lyfti sím- tólinu og sagði: Viljið þér gera svo vel að gefa mér herbergi Bruce Randalls. Hún var í þann veginn að gefast upp á biðinni og endur- taka beiðnina, þegar hann svar- aði: — Halló! — Þetta er Kay. Er nokkuð að frétta? Hefur nokkuð heyrzt frá þeim? — Ekkert, nei, svaraði hann. Sofnaðirðu? — Ofurlítið. Og þú? — Meira en ég bjóst við, svar- aði hann. — Ég ætla að koma yfir. Viltu panta morgunmat? . — Morgunmat? Henni tókst að láta þetta hljóma sem fjar- stæðu, eins og morgunmatur væri nokkuð, sem fólk leyfði sér ekki undir svona kringum- stæðum. — Ég skil, sagði hann. — En Þegar við lítum á eftirfarandi spil, virðist sem svo, að það sé fyrst og fremst heppni, sem ræð- ur úrslitum spilsins. Við könn- umst öll við þessi spil — en Suður gaf. Allir á hættu. SUÐUR VESTUR 1 ^ Pass 4 A Pass Vestur lét út hjartadrottningu, blindur lét tvistinn, og Austur lét sjöið. Ef við lítum á allar hendurn- ar, sést, að enginn vandi er að vinna spilið. Bezta leiðin er þess- vegna að missa spaðafjarkann á gólfið og kíkja laumulega á spil Vesturs um leið og við tök- um upp fjarkann! Ef við kíkj- um á spil Vesturs, sést, hvernig svína á tíguldrottningunni. Ef hinsvegar Vestur er tortrygg- inn og leyfir engum að kíkja, verðum við að grípa til þess að hugsa spilið til enda. Ef við tökum fyrsta slaginn á ásinn, tökum trompin og svín- um síðan vitlaust í tígli, sést, að spilið tapast með réttri vörn: við gefum einn slag á tígul, einn á hjarta og tvo á lauf. Förum því varlega. Við skul- um gefa fyrsta slaginn. Það skiptir okkur engu þótt Vestur skipti um lit. Hann lætur því aftur út hjarta, sem við tökum með ósnum. Nú tökum við á spaðaásinn og spilum síðan lág- matur er mannsins meginn að því sagt er, og við verðum að halda okkur við. — Allt í lagi, sagði hún. — Komdu yfir. Ég skal panta. Hvað viltu? — Hvað sem þér sýnist. — Hvenær kemurðu? — Eftir tuttugu mínútur. hversu oft höfum við tapað svipuðum spilum af vangá — þ.e.a.s. makker, því að ef við töpum spili, er ekki hægt að vinna það! Sagnir gengu: NORÐUR AUSTUR 2 A Pass pass pass trompi á tíuna í borði. Trompin falla, svo að nú er að ráðast á tígulinn. Við setjum lágtígul úr borði, leggjum gosann á, og Vestur háunar hann í sig með dömunni. Nú geta andstæðing- arnir aðeins tekið einn laufslag, því að við trompum hjarta í borði og köstum laufi í fjórða tígulinn í borði. Einfalt, kannski, en eru það ekki einmitt einfldu spilin, sem við hnjótum oftast um? Og án þess að vita það. Við verðum að fara í tígulinn eins og hér að ofan. Ef Austur á drottninguna og fær á hana, er hann ekki lengi að spila lauf- drottningu, þannig að tveir slag- ir tapast þá á lauf. Og — við verðum að gefa hjartadrottning- una í fyrsta slag, af sömu ástæðu — til þess að Vestur komist ekki inn á hjartakónginn og skipti yfir í lauf. Flestir hefðu e.t.v. unnið þetta spil. En ekki er víst, að allir þeir hefðu spilað eins úr spilinu og hér að ofan. Framhald í næsta blaði. A 7-5 y D-G-10-6 <$> D-4-3 Á-6-4-3 4* K-10-3-2 V 4-2 ^ Á-10-7-6 * 9-8-2 A-D-G-6-4 y Á-9-5 $ K-G-5 * K-5 9-8 K-8-7-3 9-8-2 D-G-10-7 50 VJKAN 3 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.