Vikan


Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 8
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. MIG DREYMDI Krossgátudraumur systurinnar Kæri Draumráðandi! Mig langar ákaflega til að biðja þig að ráða draum, sem systur mína dreymdi um mig, nóttina eftir að ég fór til út- landa í sumar, því mér finnst hann dálítið sérstæður. Henni fannst sem ég væri að fara út og allir væru að gefa mér gjafir, og var hún sjálf (systir mín) að taka þær upp fyrir mig. Loks tekur hún upp lítinn pakka og með honum „vís- itkort“, sem á stendur „Innilega til hamingju", en meira gat hún ekki lesið. Þó segir hún að sér sýnist standa hér „Óli, eitthvað, annars skil ég þetta ekki“. Þá greip ég fram í og sagði: „Óli, já, Óli,“ en það er piltur sem ég hef þekkt í tvö ár, og þá gengið á skin og skúrir. Svo opna ég pakkann og er þar þá gullhring- ur, mjög fallegur; frekar karl- mannshringur með plötu á, og eru einhvérs konar tákn þar á. Systir mín tekur hringinn og segir: „Nei, en skrítið krossgátu- munstur". Síðan snýr hún sér að manni sínum og reyna þau að ráða fram úr munstrinu. Finnst henni það þá breytast og á plötunni standa „Dan ‘69“. Ekki var hún alveg örugg um stafina en ártalið mundi hún greinilega. Kveðja, Ein forvitin. Draumur þinn er í alla staði frekar hagstæður — og er ég nokkuð viss um að hann er fyr- ir gjaíorði þínu, en ekki Óla. En hætt þykir mér við, að fljótlega eftir að úr þessu verður, lendir þú — eða maðurinn þinn — í slysi, eða verði fyrir óþægind- um, sem þó kemur til með að verða ákaflega smávægilegt. — Systir þí nog maður hennar munu eiga eftir að reynast ykk- ur ákaflega vel. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Guðbjörg Kristjánsdóttir, Kópavogsbraut 14, Kópavogi. Nafn Heimili Örkin er á bls. Tveir hringar í boði Kæri Draumráðandi! Mér fannst ég vera stödd í búsáhaldaverzlun. Ég var að labba þar um og skoða það sem á boðstólum var, er ég kom allt í einu auga á litla öskju á einni hillunni, og í henni voru tveir Vinninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar. 39. J gullhringar (trúlofunar). Mér fannst það ákaflega skrítið, því þessi verzlun hafði yfirleitt ekk- ert þannig á boðstólum. Annar hringurinn var frekar lítill en breiður og hinn stærri og miklu mjórri. Mér datt í hug að kaupa annan hringinn handa mér, sá þó að ég myndi ekki getað verið með svoleiðis hring þar sem ég væri ekki trúlofuð. Þá fór ég að hugsa um hvorn hringinn ég myndi velja ef ég ætlaði að fara að trúlofa mig, og fannst mér að ég myndi held- ur vilja þann breiðari, þó ég vissi að hann var margfalt dýr- ari. Þessu var ég að velta fyrir mér, hvorn hringinn ég ætti að taka, þegar ég vaknaði, og var ég ekki komin að neinni niður- stöðu. 16 ára sveitadís. Mér segir svo hugur, að þú sért í nokkrum vandræðum út af yngissveinum sem keppa um hylli þína. Og draumurinn bend- ir einmitt til þess, að það sé kostur mikill; þú ert ekki nægi- lega gömul til þess að festa ráð þitt. En hefðir þú náð að sjá fyrir endann á drauminum, hefði ef til vill mátt sjá þar fyr- ir mannsefni þitt. Lömbin eiga að Ieika sér, og ég þykist vita með vissu að þér gangi flest í haginn í framtíðinni — þó mót- lætið skapi manninn. Einmana skemmtikraftur Kæri Draumráðandi! Fyrir um það bil einu og hálfu ári dreymdi mig draum sem mér hefur verið minnisstæður alla tíð síðan. Eg var þá erlend- is, og hafði gert töluvert af því að skemmta opinberlega. Nótt eina skömmu áður en ég hélt heim, dreymdi mig að ég ætti að fara að skemmta á stór- um og þekktum stað, en ég var aðeins einn margra skemmti- krafta. Mikil stemning var í salnum, og var ég í góðu skapi til að flytja það efni sem ég var með. En um leið og ég birt- ist á sviðinu hurfu allir úr saln- um. Þó fannst mér það ekki vera út af mér, heldur einhverju sem ekki var hægt að stjórna af mannavöldum. Að vonum varð ég ákaflega vonsvikinn, og fannst þar örlögin hafa leikið mig grátt. Með fyrirfram þakklæti. SS, Keflavík. Draumur þinn hefur trúlega boð- að þér mikil vonbrigði með ástandið sér er þú komst heim. Ástæðan fyrir því að ég tel drauminn þegar hafa rætzt, er sú, að mér er kunnugt um, hvað þú varst að sýsla með um þetta leyti. V

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.