Vikan


Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 49
mállausi Englendingurinn E'nrico Enzi, sem skalf stööugt og Monsieur Jónas og Kouassi-Ba, sem voru orðnir of gamlir til að taka þátt í veið- inni. Þeir voru raunar við allgóða heilsu, og unnu erfiðustu verkin, svo sem að höggva í eldinn, moka frá dyrunum, brjóta ísinn og gera það sem hægt var að gera við. Clovis hefði átt að fara með veiðimönnunum, en daginn áður en þeir lögðu af stað hafði hann fengið illkynjaða eitrun. Það var Kouasse-Ba sem uppgötvaði á elleftu stundu að járnsmiður- inn var með bólgna tungu og kvartaði undan einkennilegu sætu bragði i munninum. Þegar svertinginn kom inn í kompuna, þar sem Clovis vann að málmsuðunni sá ihann að Clovis hafði, vafalítið vegna þess að honum var kalt, troðið upp i allar rifur og glufur í veggjunum til að halda kuldanum úti. Því miður hélt þetta einnig hreina loftinu úti og hann hafði ekki reiknað með eiturgasinu af logsuðunni. Kouasse-Ba tilkynnti Peyrac greifa þetta þegar í stað og síðan gáfu þeir manninum seyði, til að slá á hræðilegan magakrampann. En bezta lyfið gegn þesskonar eitrun skorti þau alveg, það er að segja mjólk. Þau höfðu ekki séð mjólk, allt frá því þau komu til Ameriku, raunar ekki siðan þau fóru frá La Rochelle, ef frá var talin þessi ögn af geitamjólk, sem börnunum var ætlað um borð í Gouldsboro. En námumennirnir vissu að innyfli úr kaninu, barin og étin hrá, sérstaklega lifur og hjarta voru ágætis lyf. En hvar átti að fá kanínu? Cantor fór að vitja um gildrurnar og fann tvo hvíta héra. Angelique var svo ánægð, að henni tók að skiljast hversvegna frönsku Kanadamennirnir sögðu að land þeirra væri fullt af kraftaverkum. Um leið og járnsmiðurinn hafði borðað stöppuna, sem Peyrac greifi sjálfur útbjó og gaf honum fór honum að líða betur. Það leyndi sér ekki að hann var úr allri hættu. En hann varð að hafast við í rúminu langan tíma, skjálfandi undir teppunum, þótt stöðugt væru bornir til hans heitir steinar. Angelique hatði ekki lengur þrótt til að lyfta honum. — Það var eins gott að þetta kom fyrir þig en ekki einhvern annan, Clovis. Þú ert nógu gamall og ljótur til að gæta þín sjálfur, þvi nú get ég ekki meir. En Clovis neitaði að þiggja hjúkrun Madame Jonas eða Elvíre og stundi ræfilslega að hann vildi fá Angelique. — Ég vil að hún hugsi um mig, HÚN, HÚN, sagði hann. — Það er ekki það sama með ykkur hinar. Það er eitthvað við hendur hennar, sem læknar mann.... Svo Angeiique mátti einfaldlega til að setjast hjá honum við og við og tala við hann, svo hann græfi ekki undan sínum eigin styrk með drungalegum hugsunum. — Hvað ætlarðu að gera við allt gullið, sem þú hefur unnið þér inn með starfinu fyrir Monsieur de Peyrac? spurði hún hann dag nokkurn. Og svo einkennilegt var svar hans að hún hélt í fyrstu að hann væri með óráði. — Þegar ég hef safnað nægilegu gulli ætla ég að grafa það á sjávar- botni í vik, sem ég veit á Eyðifjallseyju í Gouldsboro flóanum; siðan ætla ég til Granada i miðri Suður-Ameriku. Ég hef heyrt að þar sé hægt að finna smaragða á stærð við steina. Ég ætla að finna nokkra af þeim. Siðan ætla ég til Austur-Indía, þar sem sagt er að séu rúbínar, safirar og demantar og ef nauðsyn krefur skal ég brjóta þá úr augum skurðgoðanna í hofunum og þegar ég hef eignazt alla þá dýru steina sem ég þarf, gref ég aftur upp gullið mitt og bý til búning handa Foy. litlu frá Conques. Ég ætla að gefa henni kórónu og skó, hvorttveggja þakið gimsteinum, miklu fegurri en hún hefur nokkru sinni eignazt... Angelique, sem ekki vissi hvaðan á hana stóð veðrið, spurði hver hún væri þessi Foy frá Conques. Einhver, sem hann hefði verið að skjóta sig í? Eða kannske unnusta hans fyrrverandi? Clovis leit á hana hneykslaður og reiður. ----- Hvað þá Madame. Á ég að trúa þvi að þú hafir aldrei heyrt um heilaga Foy af Conques? I Conques er mesti helgidómur veraldar. Viss- irðu það ekki? Angelique viðurkenndi að þessi græska hennar væri ófyrirgefanleg, en hlyti að stafa af þreytu. Auðvitað hafði hún heyrt um helgidóminn i Conques-en-Rouergue í Auvergne fjöllum. Þar í vel varinni lítilli kirkju var ein tönn og nokkur hár af höfði litla rómverska píslarvottsins: þessir helgu gripir höfðu geymzt frá því á annarri öld, í skríni úr skíru gulii. Það orð fór af þessum dýrðlingi, að hún hefði gert mörg krafta- verk, sérstaklega í þágu fanga með þvi að hjálpa þeim að flýja. — Þrisvar sinnum hef ég borið henni hlekki mína, sagði Clovis stoltur. — Þyngstu hlekki sem nokkur maður hefur séð. Fyrstu hlekkirnir voru frá fangelsinu í Aurignac síðan frá virkinu í Mancousset og þeir síðustu svartaholsófétinu í Riom. — Flúðirðu? spurðu börnin og þokuðust nær. — Já, sannarlega! Og með athyglisverðum hætti, þökk sé þessum litla dýrlingi.... Þegar Angelique var kölluð frá tók Honorine að sér umsjón veika mannsins og hélt stórum, svörtum hrammi hans í litlum höndum sínum, eins og hún hafði séð móður sína gera. Þennan vetur hafði Angelique oft veitt því athygli hve vel dóttir hennar komst af við þá erfiðustu úr hópnum. Henni féll bezt við Jacques Vignot og Clovis og var svo hýr og einlæg við þá, að þeir létu að lokum sigrast. — Af hverju fellur þér svona vel við mig? spurði trésmiðurinn litlu stúlkuna dag nokkurn. — Vegna þess að þú talar svo hátt og kannt svo mörg ljót orð! Honorine var orðin föl og tekin og leit út íyrir að vera að veikjast. Hár hennar óx mjög hægt aftur og AngeJique sá fyrir sér að hún yrði sköllótt það sem eftir væri æfi. Tuttugu sinnum á dag leit hún áhyggju- full á barnið. Hún sá að litla stúlkan bretti oft varnirnar upp yfir soltna gómana og hún óttaðist mjög að litla stúlkan kynni að vera að fá hina hræðilegu plágu vetrarins, skyrbjúg, landveikina. Hún vissi eins og eiginmaður hennar, að eina leiðin til að forðast þennan sjúkdóm var að borða nýja ávexti og igrænmeti, en jörðin var þakin snjó. 82. KAFLI Peyrac fann hið algjöra magnleysi konu sinnar. Hún virtist gleði- vana, talaði lítið, gerði aðeins það nauðsynlegasta til að vernda heilsu sjálfrar sín og þeirra sem hún bar ábyrgð á. Ótti hennar um dóttur slna og reyndar Cantor lika og aðra þá sem voru veikir og höfðu lítið mót- stöðuafl og fyrir eiginmanni hennar — þetta var það eina sem hún sinnti um, en það tók mjög á krafta hennar. Þegar hann lá við hlið hennar á nóttunni og þráði hana vissi hann, að hún hefði fyllilega tekið á móti honum, en hún var engu að síður fjar- læg, og að því gat hún ekki gert. Þetta var eðlilegt sambandsleysi. Óhjákvæmilegt í konu, sem var þjáð af áhyggjum. Konu, sem lifði í stöðugum kvíða vegna þess sem var umhverfis hana. Jafnvel þegar hún svaf — þungum, máttvana svefni — skynjaði hann að hún var á verði. Hún vissi alltaf af öllu því sem fram fór umhverfis hana — storm- inum sem geysaði úti, kuldanum, sem með hverjum degi varð ágengari. Og frá þeirri stundu er hún vaknaði voru skyldustörfin öllu öðru þyngri á metunum. Birgðirnar hurfu með leifturhraða. Honorine var stöðugt veiklulegri. Cantor hafði hóstað síðustu daga. Madame Jónas horaðist og hafði misst gleði sina. Veiðimennirnir höfðu ekki enn komið til baka og það var eins og þeir hefðu horfið út i hina freðnu bómullarveröld, sem var snævi þakinn skógurinn og enn neitaði vorið að koma. Hún var bæði fjarlæg og skeytingarlaus, þó nálæg og umhyggjusöm. Hún var full alúðar, þegar hún þurfti að verja eitthvað, en fjarlæg gagnvart öllu því sem ekki beinlínis skipti lífsafkomu þeirra. Og þegar hann hugsaði um þetta dáðist hann að þessari ósjálfráðu aðlögun, sem í konunni var eitt af lögmálum heimsins. Hann skynjaði í þessari konu sem hvíldist við hlið hans föl og þreytt, fjarlæg, en þó nálæg, utan við sig en þó vökul, óvissu sjálfrar jarðarinnar, allrar jarðarinnar, sem neytti ýtrustu orku til að lifa vetrarlokin af. Þessi sömu öfl söfnuðu saman þrótti sínum til að lifa þar til vorið kæmi. Þetta var tími dauð- ans fyrir endurfæðingu. Trén dóu, skepnurnar dóu, örmagna af átökum sínum. Menn dóu allslausir eftir að hafa neytt síðustu lúkufyllingar af maisnum. Aðeins nokkrum dögum áður en kom að uppfyllingu vona þeirra: Þeir dóu þegar frjósprotarnir í skóginum byrjuðu að springa út..... Án þess að hafa gert sér nokkra grein fyrir því hafði hún samræmt allar sínar gerðir, þessari baráttu. Hún reyndi að komast hjá allri sóun. 1 írokaþjóðfélögunum voru það konurnar, sem sáu um að safna fæðunni fyrir vetrarmánuðina og ákváðu að flytja ef þær álitu líís- möguleikana betri annarsstaðar. Þær ákváðu hvenær skyldi berjast ef afkoma þjóðfélagsins var undir því komin. Og karlmennirnir sögðu: —Við karlmennirnir erum skapaðir fyrir það sem er, fyrir átökin, við heyjum orrustur, en við tökum ekki ákvarðanir um þær....... það eru konurnar sem vita um það.... Joffrey laut yfir konu sína með virðingu og strauk mjúkt hár henn- ar, muldrandi huggunarrík orð. Þau voru bæði að reikna það út hve langt yrði þangað til veiðimennirnir kæmu aftur með nýtt kjöt og í huganum skiptu þau þeim mat, sem eftir var milli mannanna og ákváðu að gefa Clovis ofurlítið meira, því honum gekk svo seint að jafna sig. Áttu þau að leyfa Eloi gamla að fara eins og hann vildi, til að brjóta vakir á ísinn á tjörnunum, til að reyna að fiska upp bifur eða eitthvað annað? Hann kynni að týnast. Þrátt fyrir seigluna, því hann var orðinn gamall. Angelique sat oft með Honorine á hnjánum fyrir framan eldipn og horfði á dansandi logana. Litla stúlkan, sem venjulega var svo fjör- mikil, leitaði nú athvarfs og yls í örmum móður sinnar. Við og við sagði Angelique henni sögu eða raulaði fyrir hana lagstúf. Þær gátu allt eins verið hljóðar og þær áttu margar stundir saman í hljóðu fráhvarfi frá heiminum og nutu þess báðar. Angelique var hætt að finna til sektar- vitundar og ásakaði ekki lengur sjálfa sig, því kringumstæðurnar kröfð- ust þess að þau höfðust ekki að og hún viðurkenndi það, þótt henni hefði fundizt aðgerðarleysi óeðlilegt undir öðrum kringumstæðum. Það var raunar merki um heilbrigða skynsemi, að hún skyldi viðurkenna sjálfa sig eins og hún var, minni manneskju eða jafnvel óhamingjusama, fulla sektarvitundar eða finna sér afsakanir eða verja sig fyrir því. Mag- inn var kaldur eins og sár klumpur i líkamanum og hún hafði suðu fyrir eyrunum. Oft flökraði henni við tilbreytingarleysi matarins og hana langaði til að gefa börnunum sinn skammt, en neyddi sig til að gleypa það sem í hennar hlut kom. Hún varð einnig að horfast í augu við það, að þrátt fyrir löngun hennar til að láta allt yfir sig ganga, bjó hún ekki yfir sama líkamsstyrk og Peyrac. Ekkert virtist hafa áhrif á hann og fögnuður hans yfir lífinu og róleg viðurkenning á öllu óum- flýjanlegu, var hvorki uppgerð né leikaraskapur. Hann hafði að vísu gengið inn í sjálfan sig eins og allir aðrir, til að standast hungur og kulda, en þegar hann var annarsvegar virtist allt þetta hafa gerzt ein- göngu hið innra með honum. en hjá hinum var það augljóst af hegðun þeirra; þeir voru utan við sig, þreyttir og augljóslega veikari. En Spánverjarnir og E’nglendingarnir stóðust þetta álíka vel og hann. Angelique gerði sér þess fulla grein, að ótti hennar kom niður á mótstöðuaflinu, en enginn getur með öllu afneitað eðli sínu. Á sínum tima hafði hún barizt eins og karlmaður hræðilega einmana og oft með þyngri byrði en nokkur sanngirni var að hún skyldi bera; en nú gat hún tekið hlutverk sitt sem kona í þessu harðrétti og hallað sér að manni sínum. Návist Peyracs hélt í þeim lifinu. Þó hafði færzt yfir hann breyting, sem hún tók ekki eftir í fyrstu, en síðar rann það upp fyrir henni. Hann hafði breytzt frá þvi að vera hús- bóndi þeirra og orðið að þjóni og lét einskis ófreistað við að hjálpa fólk- inu, sem var þarna á hans ábyrgð, vegna þess að hann vissi, að hann krafðist mikils af þeim með þvi að krefjast þess að þau héldu i sér tór- unni, og hann minnkaði kröfur til þeirra á öllum öðrum sviðum. Hann hjálpaði til dæmis Madame Jónas við að hengja þunga pottana yfir eldinn, hann bar fyrir hana þungar vatnsföturnar og sjálfur skipti hann um umbúðir á sárum hinna sjúku og hugsaði um þá á annan hátt, til að spara Angelique ómak. Hann reyndi að bæta geðvonzku Cantors með góðlátlegri glettni, þegar ástæðulausar og heimskulegar þrætur brutust út, þaggaði hann þær niður með þvi að leggja hendurnar vin- gjarnlega á axlir deiluaðila og hann hafði ofan af fyrir börnunum með því að taka þau með sér inn á rannsóknarstofuna og málmbræðsluna. Allt starf hafði dregizt mjög saman og þar gat hann gert ýmis töfra- brögð fyrir þau, sem þau höfðu gaman af. Venjulega höfðu börnin ekki fengið að koma á þessa staði, en nú voru þau þar velkomnir gestir. Hann fór með Lymon White eða Cantor til að gæta að því hvort nokkuð væri í gildrunum. Hann talaði róandi við Elvire til að létta á kvíða hennar. Hún hafði efasemdir varðandi hina nýju ást sína og 39. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.