Vikan


Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 16
Af einhverjum ástæðum naut Trú- brot sín ekki eins og menn höfðu búizt við. Hljómsveitin átti við vandamál að etja á sviðinu, bilan- ir og tafir, og þar á ofan var söngkerfi hljómsveitarinnar í ólagi. Þrátt fyrir þetta urðu Trúbrot númer tvö í atkvæðagreiðslunni um vinsælustu hljómsveitina, og Rúnar Júlíusson var sömuleiðis popstjarna númer tvö. Pops létu sér ekki nægja að spila og syngja heldur höfðu og í frammi uppákomu. Komu þeir með útstill- ingarbrúðu með sér, háttuðu hana og komu henni síðan fyrir kattar- nef frammi fyrir undrandi áhorf- endum. POPHATÍD i LAUGARDAL Björgvin Hall- dórsson var kjör- inn persónuleika- breiðmenni ís- lenzkra pop- söngvara. Björg- vin á mikil ítök i ungviðinu enda hefur hljómsveit hans, Ævintýri, einkum komið fram í Tónabæ. Ævintýri var kjörin vinsælasta hljómsveitin. Margt óvænt gerðist á pop- hátíðinni, m. a. tróð þessi aldraða kempa upp með munnhörpu sína. Fékk hann góðan hljómgrunn hjá áheyrendum, þ. e. þeim, sem heyrðu í honum. Hann er ættaður úr Keflavík, þeim mikla tónlistar- bæ.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.