Vikan


Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 24

Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 24
Ég vil ekki fara í kvennabúr, en ef Hussein gerir alvöru úr því að kvænast þessari Suha Toukan, þá verða það örlög mín! Það verða líklega margir sem segja: — Hvað sagði ég? Þú sagðir sjálf að ég vissi ekki hvað ég væri að róta mér inn í; sagðir að Bretar væru ekki háttskrifaðir í Jordaniu, og svo að enginn vissi hvernig málum yrði háttað í landinu í fram- tíðinni. Aðrir reyndu að hræða mig með hvítri þrælasölu, og áliti Múhameðstrúarmanna á kven- fólki, og enn aðrir sögðu að sá dagur kæmi að Hussein yrði að velja milli mín og hésætisins. (Heldurðu að þeir hafi séð inn í framtíðina?). En ég vissi þetta allt. Ég var búin að þekkja Hussein í tvö ár, þegar ég giftist honum. Ég vissi að Bretar voru illa séðir í Jordaniu, og ég vissi að þetta nýja föðurland mitt var, stjórn- málalega séð, eins og vellandi grautarpottur. En ég vissi líka að Hussein elskaði mig, og ég vissi að ég gat orðið honum styrk stoð í baráttunni við ástandið í landinu, — bak við tjöldin að minnsta kosti. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum í hjónabandi mínu, ég hef verið sniðgengin og móðguð hér, — en þetta hefði mig aldrei dreymt um. — Hussein var, — og er næstum því eins brezkur og ég sjálf. Hann er alinn upp í Bret- landi, og móðir hans hefur mjög evrópsk sjón- armið. Það hafði aldrei hvarflað að mér að hann tæki sér aðra konu, þótt hann hafi leyfi til að eiga fjórar. Auðvitað get ég skilið við hann og flutt til Englands. En þá fæ ég ekki einu sinni að sjá börnin, ekki frekar en fyrri kona hans, hún fékk ekki að hafa dóttur þeirra hjá sér. Ég get ekki hugsað mér að missa börnin, ég vil frekar deyja. En ég get heldur ekki hugsað mér að búa með Hussein og annarri konu, sem verður mér ofar, drottning Jordana, en ég verð aðeins venju- leg kvennabúrskona. Mér virðist þetta vanda- mál óleysanlegt " Þetta skrifar Muna prinsessa vinkonu sinni, frú Betty Desmond í Kent, í apríl síðastliðnum, rétt eftir að henni hafði verið tilkynnt, að Huss- ein myndi taka sér aðra konu, og gera hana að drottningu. - ÉG VISSI EKKI EINU SINNI AÐ HÚN FÆRI TIL .. .. Sprengjan féll í marz. Þá tilkynnti Hussein hinni enskfæddu konu sinni að hann ætlaði að kvænast hinni tuttugu og fjögurra ára gömlu Suha Toukhan, sem er sjónvarpsþulur, bróður- dóttir Kader Toukan, fyrrverandi utanríkisráð- herra Jordaniu. Hún er líka ein fegursta konan í höfuðborginni Amman. Suha og konungurinn eru sögð hafa hitzt fyrst í maí árið 1968, og síðan verið stöðugt saman með leynd. En fréttin kom eins og sprengja yfir Munu prinsessu: ,,— Hann hafði aldrei nefnt þessa stúlku á nafn," skrifar hún Betty Desmond. „Ég vissi ekki einu sinni að hún væri til. Ef hann hefði búið mig undir þetta áfall, hefÉði ég kannske ekki tekið þetta vso nærri mér. Nú kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti." Það er mjög skiljanlegt að Munu yrði mikið um þessar fréttir, það getur engin vesturlenzk kona sætt sig við að verða „hjákona". En þegar hún segir að þetta hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, þá er það ekki alveg sann- leikanum samkvæmt. Það var margsinnis búið að vara hana við, þegar hún giftist konungin- um, og hún hefði mátt vita að hún gat átt von á hverju sem var í þessu tilliti. Það getur verið að ástin hafi blindað hana, eins og svo oft hef- ur skeð áður, en það er margt sem bendir til þess að Muna sé metorðagjörn, og það sé eina 24 VIKAN 39- tbl- Hussein konungur og Muna prinsessa, fædd Toni Gardiner. Myndin er tekin áður en orSrómurinn um nýtt hjónaband hans varð kunnur. Dina, fyrri kona Husseins, sem var rekin frá Jordaniu árið 1956. Hún fékk ekki að sjá dótt- ur sína fyrr en eftir niu ár. FYRRA HJÓNABAND HUSS- EINS FÖR ÚT UM ÞÚFUR ástæðan fyrir því að hún tekur þessu svo þung- lega. Þegar afi hans lézt, var Hussein krýndur kon- ungur, þá aðeins átján ára. Faðir hans, sem var geðveikur og dvaldi á geðveikrahæli í Istanbul, kom aldrei til greina sem konungur. Tveim árum síðar kvæntist hinn ungi konungur hinni fögru' Dinu prinsessu, sem hann hafði hitt í Egypta- landi. Hún var sjö árum eldri en hann. En Dina varð fljótt vonsvikin yfir lífinu í Amman. Hún var greind og vel menntuð, og hún hafði vonað að hún fengi að standa við hlið konungsins og aðstoða hann í starfi hans. Sömu- leiðis hafði hún vonað að hún fengi að fara með honum til útlanda. En hún fékk ekki að taka þátt í opinberu lífi konungsins, og hjónabandið fór í mola áður en ár var liðið. Dina fór frá Jordaniu eftir að hún hafði fætt dótturina Aliyu, og það liðu níu ár, þangað til hún fékk að sjá dóttur sína. „ÓSKADRAUMUR HUSSEINS" Toni Gradiner var ósköp venjuleg, ensk stúlka,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.