Vikan


Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 25.09.1969, Blaðsíða 45
i og stökk inn í garð. Við erum nú að leita í umhverfinu, en það er ekki víst, að við náum honum. Hawk rumdi við. En hann vissi, að hann gat ekki ásakað sína menn. Næstum hver, sem var, gat hrist af sér óæskilega fylgjendur í náttmyrkri á eyði- legum stað. Skeggjaður náungi á mótor- hjóli þeysti framhjá, hægði svo á sér á sjálfum gatnamótunum, sneri við og nam staðar. Hún sá hann í speglinum standa í birt- unni af ljósastaur skammt aftan við bílinn hennar. Hann var í engu samræmi við þá hugmynd sem hún hafði gert sér um of- sækjanda sinn. Hann var með axlasítt hár, klæddur í stólúlpu. Það glampaði jafnmikið á dökk- ar buxurnar og rennilásinn á úlpunni. Hann gaf mótorhjólinu nokkr- ar bensíngusur og renndi svo upp að bílnum hennar. Hún flýtti sér að skrúfa upp rúðuna, þar til aðeins var fárra senti- metra bil eftir. Hann horfði eft- irvæntingarfullur á hana. — Halló, elskan. Ertu með út að keyra. Þegar hún hristi höf- uðið, sleppti hann kúplingunni og þaut af stað. Hún reyndi að fá hjarta sitt til að slá hægar. En þegar hún kveikti í sígarettunni, var örðugt að samræma logann og endann á henni. í sömu andrá gaf vasa- sendirinn hljóð frá sér, svo hún missti logandi eldspýtuna. Hún steig ofan á logann. Rósemin var nú horfin úr rödd- inni, en spenna komin í staðinn. —Ertu tilbúin, Helen? — Já. — Hlustaðu þá á mig! Þú átt að fara á hornið á Fyrstu götu og Miðstræti. Leggðu bílnum í Miðstræti og skildu hann þar eftir. Farðu til suðurs og inn í fyrstu þvergötu til hægri. Þegar þú ert komin nokkuð inn í hana, mætir þú manninum með pen- ingana. Talaðu ekki við hann, heyrirðu það? Segðu ekkert. Ef þér verður eitthvað á, þá veiztu, hvað gerist? Hún þrýsti á sendihnappinn og hrópaði. — Bíddu, bíddu! Ég veit ekki hvar Fyrsta gata og Mið- stræti eru! Það kom harka í röddina. — Vertu ekki að tefja tímann, Hel- en. Leggðu af stað! — Ég veit það ekki, ég sver, að ég veit það ekki. Biddu! Og hvað á ég að gera við peningana? Um leið muni hún, að hún átti að þrýsti á sendihnappinn. Þegar hún gerði það, var hann farinn. í ákefðinni í að finna gatna- kortið rykkti hún út öllu því, sem var í hanskahólfinu. Þegar hún reyndi að kveikja ljósið í bílnum, var það í ólagi, og hún fálmaði eftir eldspýtunum. Loks fann hún kortið, og eftir átta eldspýtur hafði hún fundið mót Fimmtu götu og Miðstrætis. PÉRSPARID MEDÁSFCRIFT Þ£R GETIÐ SPARAÐ FRA KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MÉÐ ÞVI AÐ GERAST ASKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG MR ÞEKKHJ EFNIDi VIKAN KR HEIMILISBLAÐ OO t PVÍ ERU GREINAR OQ VNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OO GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁ8AGNIR, FRÓDLKIKUR, FASTIR I'ÆTTIE O.FL., O.FL, Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift n i i i 4 TÖLUBLÖÐ Kr. 170.00. Hv.rt bl.8 á kr. 42.50. 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 475.00. Hv.rt bl«8 á kr. 36.58. 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 900.00. Hv.rt bl.S 6 kr. 34.62. Gj.ldd.0ar fyrír 13 tölubl. og 26 tölubl.: 1.' fabrú.r — 1. m.( — 1. ágúct — 1. növ.mb.r. SkrifiÖ, hringiS .8. komi8. nrnmi L PÓSTSTÖÐ VIKAN SKIPHOLTI 33 POSTHOLF 533 REYKJAVIK SlMAR: 36720 - 35320 1 I I I J 39. tw. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.