Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 17

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 17
Honum fannst hann verða þurr í kverkunum og fiSringur fara um magann af löngun í þennan fallega Jagúar... greinina í ákafa: „Gerald T. Otwell, forseti Sambands vefnaðarverksmiðjueigenda varð fyrir bifreið snemma í dag og lézt. Óþekkt bifreið ók yfir hann aðeins fjóra kílómetra frá heimili hans í 21. East Ridgeview Scars- dale. Hann var 58 ára gamall. Lögreglan leit- ar nú að hinum seka, sem ók burt eftir slys- ið. Herra Otwell fæddist í Plainfield, New Jersey. Hann ólst upp á barnaheimili og hóf feril sinn sem óbreyttur vinnumaður í ullar- verksmiðju. Síðan varð hann eigandi verk- smiðjunnar og forseti Sambands vefnaðar- verksmiðjueigenda, eins og fyrr er getið. Hann lætur eftir sig konu, Leonu.“ Lou svolgraði í sig kaffið og virti um leið fyrir sér eindálka mynd af hinum látna. Hún var ekki sérlega skýr, ekki einu sinni af blaðamynd aS vera, en hún mundi samt duga. Lou klippti greinina óg myndina úr blaðinu, braut úrklippuna saman og stakk henni í veskið sitt. Að því búnu sló hann á þráðinn til Hoffmanns vinar síns, sem var málari og sagði honum, að hann mundi koma eftir tíu mínútur með nýtt verkefni handa honum. Hoffmann mótmælti og fór að rukka um peninga, en Lou skeytti engu nöldri hans og lagði tólið á, tók frakkann sinn og rauk á dyr. Hann var í góðu skapi, allt þar til hann kom að bílskrjóðnum sínum. Það eitt að sjá hann kom honum í slæmt skap. Hann leit í kringum sig til að aðgæta, hvort nokkrir smástrákar væru að glápa á. Því næst flýtti hann sér inn í skrjóðinn og reyndi að koma honum í gang. Eftir langan tíma og mikið erfiði kom hann honum loksins af stað. Hann heilsaði vini sínum glaðlega og sló á öxl honum. Hoffmann var hins vegar súr á svip og minntist á, að greiðslan fyrir síð- asta verkefni væri enn ógreidd. — Hvað er nú í veginum, Rembrant minn, sagði Lou. Þetta er nokkurra tíma verk. Það mætti segja mér, að ég væri með fyrsta flokks fórnardýr í þetta sinn. Líttu á þessa mynd. Þetta andlit gætir þú málað i blindni. Hann rétti Hoffmann myndina. — Ég verð að fá betri mynd en þetta, sagði hann, en Lou lét sem hann heyrði það ekki. — Ég vissi alltaf, að þú mundir gera þetta. Ég lít inn til þín eftir tvo daga. Hafðu hann í fínum ramma. Og Lou var rokinn á dyr, áður en Hoff- mann gat hreyft frekari mótmælum. Tveimur dögum síðar kom Lou aftur., f vinnustofunni stóð stórt olíumálverk í gyllt- um ramma gerð eftir eindálka myndinni, sem hafði birzt í blaðinu og var eftir Gerald T. Otwell. — Þér er alltaf að fara fram, sagði Lou. — Pakkaðu henni inn fyrir mig. É'g hringi í þig, þegar ég hef fengið peningana. — Hve mikið? — Ég geri mér vonir um 3000. Þú færð 1000. Fimm mínútum síðar setti hann pakkann í aftursætið á skrjóðnum sínum. Hann var í skínandi góðu skapi. Hann ætlaði að reyna við 6000. Hoffmann fengi 1000, en hann sjálf- ur 5000. Og spara hvern eyri, tautaði hann við sjálfan sig. Það var lítil umferð á Hudson Parkway, svo að Lou komst til Scarsdale á hálftíma. Meðan hann ók í þessu ríkmannlega hverfi, fann hann skyndilega til sársauka vegna skrjóðsins. Hann óskaði þess, að hann gæti hulið andlit sitt; hann óskaði þess, að hann gæti sagt við alla, sem gláptu á skrjóðinn, að það væri ekki sá eini rétti Lou Rice, sem æki um í þessu skrapatóli. Nei, ekki aldeilis. Lou Rice æki stórum hvítum Jagúr, módel 1970. Hann spurði lögregluþjón, hvar 21 East Ridgeview væri og var kominn á áfangastað örskömmu síðar. Innkeyrslan var í gegnum ríkulegan garð, og þegar húsið birtist var það eins og opinberun — stórt, nýtizkulegt, eins og klippt út úr forsíðu á tízkublaði. Hann stanzaði í hæfilegri fjarlægð frá hús- inu. Hann lagfærði slipsið sitt og hattinn og hringdi dyrabjöllunni. Vinnukona kom til dyra. — Er frú Otwell heima? — Átti hún von á yður? — Nei ,en ég er viss um, að hún vill gjarnan hitta mig. Ég er með dálítið, sem herra Otwell pantaði. Vinnukonan leit forvitnisaugum á stóra pakkann, sem hann hélt á undir hendinni. Síðan hvarf hún. Hún kom ekki aftur, en í staðinn kom hávaxinn kona, sennilega um þritugt. Hún var í síðum flauelsbuxum og peysu, sem var flegnari en Lou hafði nokkru sinni áður séð. Hún var ekki feit og það var heldur ekki hægt að segja, að hún væri mögur. Hvernig hún gekk, hvernig hún var klædd, hvernig ljósa hárið var, allt gerði þetta hana í senn lokkandi og tígulega. — Já, sagði hún. Hann tók ofan og brosti vingjarnlega. — Mér þykir mjög leitt að trufla yður á slíkri sorgarstundu, sagði hann. — Nafn mitt er Richardsson, og ég kem frá Hoffmann Gallerie í New York. Mætti ég ónáða yður andartak? Hún beit á vörina og virtist vera í vafa, en síðan kinkaði hún kolli. Hann fór á eftir henni inn í glæsilega og ríkmannlega stofu. Hann lagði myndina frá sér og byrjaði að taka utan af henni. — Bíðið andartak, sagði hún hvasst. — Hvað er þetta með leyfi? — Ó, afsakið. Eg hefði að sjálfsögðu átt að útskýra þetta fyrir yður fyrst, frú Otwell. Skiljið þér, fyrir rúmum mánuði kom herra Otwell á galleríið okkar og bað okkur að mála af sér andlitsmynd. Eg er viss um, að þér hafið ekki vitað um það. Hann hafði víst hugsað sér að koma yður á óvart. Ef til vill gjöf við sérstakt tækifæri, gæti það ekki hugsazt? — Brúðkaupsdagurinn okkar er í næsta mánuði, sagði hún og lagði aðra hönd á mjöðm sér. - Þá hefur það verið hann, sem hann Framhald á bls. 37 35. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.