Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 50
Arfur og örlög Framhald af bls. 33. Eg opnaði vegabréfið og leit á myndina af Jean Gunn, dóttur hans. Ef vel var að gáð, var myndin alls ekki lik Önnulísu, en skyldu tollverðirnir líta svo grannt eftir því? — Þetta gæti vel gengið með dálítilli heppni, svaraði ég. — En við verðum að út- vega henni blússu og pils til ferðarinnar. Engin -ensk stúlka gengur svona klædd. — Það þarf kvenmann til að ragast í þeim hlutum, sagði hann brosandi. — Aldrei hafði ég hugsað út í þetta. Jæja, Annalísa mín, hlustaðu nú vel á. Nú kenndi hann henni að segja orðin „Jean Gunn“ og að kalla hann pabba sinn, ef einhver kynni að spyrja hana þess á leið- inni. — Hvað heitirðu svo, vina mín? — Jean Gunn, — pabbi. — Gott, stúlka mín. Og hvað ertu gömul? — Fimmtán ára. Crouner fann upp á því til frekara ör- yggis, að það yrði að kaupa handa henni stóran trefil, svo hún kæmist hjá að tala, ef einhver hætta þætti á ferðum. Hægt væri þá að segja, að hún væri veik í hálsi. Skyndilega heyrðist fótatak í stiganum fyrir utan. Við litum til dyranna, — og þar stóð Rupert glottandi! Hann var klæddur hermannastígvélum, og hægri höndina hafði hann í vasanum. Eg skildi undir eins, að hann hélt um skammbyssu. — Jæja, Magga, sagði hann glaðhlakka- lega. — Þetta var óvænt! Og þú hefur skozka heiðursmanninn með, sé ég. Hann leit á önnulísu með undrunarsvip. — Hvað í ósköpunum gengur á hér? Ah, nú skil ég, — dálítil útlitsbreyting! Þetta fer þér ekki sem verst, Annalísa. Og þetta á eftir að spara vinnu fyrir einhvern, því þar sem þú lendir á endanum, verðurðu snoðuð! Crouner hafði stungið vegabréfinu í vas- ann aftur. Mikið óskaði ég þess, að hann hefði skammbyssu, en svo var auðvitað ekki. — Hvernig í fjandanum gátuð þér kom- ið hingað svona fljótt? spurði Crouner þurr- lega. — Auðvitað með flugvél, svaraði hann og glotti gleitt. — Eg hef mína eigin vél. Það er oft þægilegt. Svo færði hann sig nær önnulísu og sagði ógnandi röddu: — Eg vil fá bókina mína aftur! Eg var búin að gleyma þessari bannsettri bók, og Crouner einnig. Eg bölvaði í hljóði aulaskap mínum, en Annalísa dró stóra, kín- verska vasann að sér og tók bókina upp úr honum. Hendur hennar hristust svo, að vas- inn valt um og efri hluti hans brotnaði. Ru- pert stakk bókinni í vasa sinn hinn róleg- asti. Eg reyndi að koma í veg fyrir það, en hann hratt mér frá og hló. — Eftir hverju ertu að sækjast? hreytti hann út úr sér af fyrirlitningu. — Eg hef talsverða skemmtun af þessari bók. Svona, Annalísa, við verðum að koma okkur af stað. Við förum í smáferð, þangað sem syst- ir þín er. Eg vona að þú njótir daganna hér í Vín, Magga.... Rupert var hættur að brosa. Hann greip um handlegg önnulísu og hélt áfram: — Komdu, stelpa. Þú átt ekki að skipta þér af mínum málefnum. Það er kominn tími til, að allir Gyðingar verði teknir alvarlega til bæna. Annalísa titraði af hræðslu, en hann dró hana með sér að dyrunum. 50 VIKAN ss. tbi. — Bíðið andartak, sagði Crouner eld- hvassri röddu. Rupert nam staðar og horfði þóttafullur á hann. Hægri höndina hafði hann stöðugt í vasanum. — Látið telpuna vera, hélt Crouner áfram og gekk að Rupert. — Hugsið um sjálfan yður! hreytti Ru- pert út úr sér. -— Og snautið til eigin lands. Við kærum okkur ekkert um fólk eins og yður hér. Crouner lét sér nú um munn fara á skozku háðsyrði um litað hár Ruperts og stígvél hans, og það þoldi Rupert ekki. Hann sleppti önnulísu og sló til Crouner með krepptum hnefa. Og nú byrjaði slagur milli þessara tveggja andstæðinga. Þeir ultu báðir í gólfið og reyndu að ná yfirtökunum hvor á öðrum. Eg sá, að Rupert reyndi að koma hönd nið- ur í vasa sinn. Eg æpti til Crouners, að Ru- pert væri með skammbyssu, en hann heyrði ekki til mín á hávaðanum. Eitthvað varð ég til bragðs að taka Croun- er til bjargar. Eg leit í kringum mig í stof- unni og kom auga á brotna vasann. Eg greip hann báðum höndum, enda veitti ekki af, því hann var níðþungur. Og einmitt í því Rupert hafði tekizt að draga skammbyssuna upp úr vasanum, lét ég vasann falla á höf- uði ðá honum. Það var heppni, að Crouner skyldi ekki saka við þetta. Skot hljóp úr byssunni. Eg var orðin ör- magna af spenningi, og allt tok nú að hring- snúast fyrir augunum á mér. Það var Crouner, sem á sinn hressilega hátt tókst að koma lífi í mig aftur. Hann stakk viskiflösku í hönd mína og skipaði mér að súpa á. Eg saup duglega á og lauk upp augunum. Rupert lá flötum beinum á gólfinu. Andlit hans sá ég ekki sem betur fór, en það var blóðpollur við híið hans. Hann hafði skotið sjálfan sig, kúlan farið inn í síðuna. — Er hann dáinn? spurði ég skelfd. — Já, vina mín, það geturðu bölvað þér upp á, svaraði Crouner. — Og þú ert rösk stúlka, sem forfeður þínir geta verið stoltir af. En nú skulum við koma okkur héðan sem fyrst, svo við fáum ekki kúlur í okkur líka. Hann fékk sér vænan sopa úr flöskunni og stakk henni svo í bakpokann. Að svo búnu vék hann sér að Önnulísu, sem lá í hnipri á rúminu. — Komdu, Annalísa, við erum að fara. Hún hlýddi eins og ósjálfrátt. Andlit henn- ar var fölt af ótta, en hún tók í hönd hans og fylgdi með. — Bíðið andartak, sagði Crouner. — Við getum ekki látið sjá okkur á götum Vínar svona útlítandi. Hvar er handlaug? Nú tók ég eftir, að hann var illa útleik- inn í framan, hafði fengið glóðarauga og önnur vörin var sprungin. — Eigum við samt ekki að flýta okkur af stað? spurði ég. — Það getur verið, að nágrannarnir hafi hringt til lögreglunnar. — Láttu ekki svona Magga, við erum ekki í London. Auðvitað hafa nágrannarnir heyrt atganginn, en þú mátt vita, að þeir eru bún- ir að loka vel öllum dyrum. Það bezta, sem við getum gert, er að trampa niður stigann eins og við værum í jómuðum skóm. Eftir að hann hafði þvegið sér f framan gengum við út úr íbúðinni og skildum Ru- pert eftir. Eg tók svörtu minnisbókina og reif hana í tætlur, og Crouner kveikti í tætlunum með eldspýtu. Við keyptum föt á Önnulísu og far- miða. Nú var ekki annað eftir en að sleppa með heilt skinn yfir landamærin án þess að blekkingin með Önnulísu kæmist upp. En þetta gekk betur en ég hafði ímyndað mér, og mér létti mjög fyrir hjarta, þegar við stigum út í enskt skip, sem átti að flytja okkur yfir Ermasund. En það var ekki falleg sjón að sjá okkur. Við Crouner líktumst engu fremur en flótta- mönnum. Fötin mín voru krumpuð og óhrein, og í gömlu peysunni hans Crouners voru stór göt. En okkur leið ágætlega. Þegar við komum til hússins míns í Lond- on, vorum við orðin dauðþreytt. Við byrj- uðum á að gefa Önnulísu eitthvað í svang- inn og koma henni í rúmið, en við Crouner dreyptum á skozku viskíi okkur til hress- ingar í dagstofunni. Eg átti erfitt með að átta mig á, að ég væri skyndilega komin heim aftur eftir alla þessa martröð. Já, vist vorum við þreytt, og það svo, að það var eins og hvíldin vildi ekki slá á mesta lúann. Taugarnar voru enn í upp- námi, og við Crouner áttum erfitt með að vera sammála. Eg gat ekki gleymt dauða Ruperts og álasaði sjálfri mér fyrir það sem gerzt hafði. En Crouner var ekki á sama máli, sagðist ekki geta séð, að ég ætti sök á neinu. Ru- pert hefði af tilviljun skotið sjálfan sig í staðinn fyrir eitthvert okkar, og að þama hlytu tilfinningar mínar til hans að ráða. Þessum ummælum reiddist ég, og þannig jókst þetta orð af orði, unz Crouner stóð upp og sýndi á sér fararsnið. Eg sagði hon- um, að hann mætti sofa í svefnherberginu hans pabba, en það var kominn í hann þrái, og var hinn viðskotaversti. — Símanúmerið mitt er Strahpeffer 02, sagði hann þrályndislega. — Þú getur hringt til mín, ef þér finnst einhver ástæða til, að við sjáumst aftur. Eg horfði hjálparvana á hann og langaði til að berja hann í hausinn, en jafnframt var gráturinn ofarlega í mér. — Vertu sæl, Magga, mælti hann og lok- aði dyrunum á eftir sér. í örvinglunaræði mínu greip ég símaskrána og einhenti henni í gólfið. — Bansetti einstrengislegi Skotinn þinn! þusaði ég og ég fann tárin streyma niður vangana. Eftir nokkra daga hafði mér tekizt að hafa upp á ættingjum Önnulísu. Þau bjuggu í Green-hverfinu og litu út fyrir að vera hið vingjarnlegasta fólk, enda tóku þau telpunni opnum örmum. — Viljið þér skila kærri kveðju til Crouners frá mér? sagði hún, þegar við kvöddumst. E'g fékk kökk í hálsinn. Það var svo sárt að verða minnt á Crouner, sem ég átti sjálf- sagt ekki eftir að sjá framar. En ég kinkaði kolli og gekk mína leið. Á næstunni hafði ég nóg að gera með að ganga frá ýmsum málum pabba sáluga hjá Tenby lögfræðingi. Og auðvitað heimsótti ég fjölskylduna. En ég sagði þeim lítið frá ferðinni, var þvert um geð að rifja það upp. É’g komst að því, að flóttamannastofnunin starfaði ekki lengur. Það hafði komizt upp um hana. Crouner skrifaði ekki, og einn daginn setti ég á mig rögg, því mér fannst ég verða að komast í samband við þennan þrákálf! Eg settist við símann og hringdi í Strahpeffer — 02, og undir eins og ég heyrði röddina hans, fann ég til lífsánægjunnar á ný. ENDIR.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.