Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 31
varðst að víkja úr vegi svo sá stærri gæti lifað . . ." Tóngæði plötunnar eru góð og upptaka með bezta móti, en um hana sá Pétur Steingrímsson. Um- slag er Ijótt, en ég er sáttur við það sem ritað er á bakhlið. í heild er platan það góð, að hún slær örugglega ekki í gegn og selzt áreiðanlega lítið. Júdas Segja má að þessi plata með Júdas sé einskonar ,,lm memoriam"- plata, því hljómsveitin hefur nú látið af störfum, eins og kunnugt er. Með- limir hljómsveitarinnar voru vanir að fara sínar eigin leiðir, i og með, í sambandi við sína tónlist, og því er tæplega hægt að segja að minn- isvarðinn sem þeir hafa reist sé veg- lequr, því á plötunni er ekkert nýtt cg ,,orginalt". Þó er flutningur allur með ágætum, og gefur lítillega til kvnna að Júdas var hljómsveit í sérflokki. A-hlið plötunnar hefur að geyma lagið „Þú ert aldrei einn á ferð"; útlent lag við texta Þorsteins Valdi- marssonar. Textinn er, eins og við er að búast, gcður, en í flutningi Inga, söngvara hljómsveitarinnar, skilst ekki eitt einasta orð. Það er líka það eina sem hægt er að setja út á sönginn á þeirri hlið, og er tæplega hægt að deila um mikilvægi þess að það skiljist sem sungið er. Ingi hefur sérstaka og skemmtilega óstyrka rödd, og í tvísöngskaf la tekst þeim félögum sérlega vel upp. Strengi og blásarar njóta sín skin- andi vel, og frábærri útsetningu má vafalaust bendla við Magnús Kjart- ansson, orgelleikara hljómsveitar- innar. A B-hliðinni syngur Magnús lagið . .Mé>- er sama" (Everybodv Loves A Lover), við hallærislegan texta Þor- 'tems Fgqertssonar. Það fyrsta sem mér datt í hug, þegar éq hevrði lag- ið, var 7 ára gamall strákur á jóla- balli, sem hefur verið manaður upp á svið til að syngja með hljómsveit- inni. Raddsetningar eru annars góð- ar, og það sama má segja um hljóð- færaleik, en ég hefði kosið að heyra meira í orgeli Magnúsar. I textanum kemur fyrir þessi fleyga setning: ,, . . . mér er sama hvort þú ert hjá mér hress eða rám . . ."! Þorsteinn Eggertsson hef- ur gert góða texta, en það það kem- ur líka fyrir að honum bregst boga- listin, enda hefur aðeins verið til einn séra Hallgrímur. Jafnvægi á milli hljóðfæra er mjög gott, og má þakka Karli Sig- hvatssyni það, en hann var ,,pro- ducer" plötunnar. Upptaka og press- un er sömuleiðis með ágætum, og plötuumslag er nýstárlegt, en svo- lítið snubbótt. Tónaútgáfan gaf út. Flnsi & Pops Það sem manni er efst i huga, er maður hlustar á þessa plötu, er: Nær þetta grín S.G.-hljómplatna tilgangi sínum? Platan hefur þegar náð miklum vinsældum, svo sennilega verður að 'vara spurningunni játandi, og er það nokkuð merkilegt, þvl þarna gerir Fiosi óspart grín að þeim sem spila undir hjá honum — á þann hátt sem þeirra kynslóð ein skilur. Þetta grín var upphaflega samið fyrir ára- mótaskaup sjónvarpsins 1969, og mæltist svo vel fyrir að það var í rauninni bráðsnjöll hugmynd að setja þetta á hljómplötu. Á A-síðu er lagið ,,ÞaS er svo geggjað aS geta hneggiaS", og gerði Flosi sjálfur „textann", en lag- ið er eftir Magnús Ingimarsson. Flosi oetur sungið, og hljóðfæra- leikur Pops er góður, svo langt sem hann nær, en satt að segja bauð þetta verkefni þeim félögum ekki upp á mikla tilburði, sem þeir áttu þó meira en skilið að fá tækifæri til að spreyta sig á. Fléttaður gítarleik- ur þeirra Ómars Óskarssonar og Sævars Árnasonar er góður og sam- spil Péturs Kristjánssonar og Ólafs Sigurðssonar er jafnt og hressandi. Hinum megin er lagið „Ó Ijúfa líf", en það er gamli negrasálmur- inn „Oh, happy day", við [slenzkan texta Flosa. Söngur er enn sem fyrr, ja Flosi getur sungið og hljóðfæraleikur, sér- lega gítar, góður. Saxófónleikur Andrésar Ingólfssonar er og góður, en ef til vili máttlaus. Textana ætti Framhald á bls. 40. HEYRA MÁ Cþó tægra 1 átt) OMAR VALDIMARSSON 35. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.