Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 32

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 32
Rubert var nú vissulega þannig ásýndum sem hann væri líkleg- ur til manndrápa ... FRAMHALDSSAGA EFTIR PATRICIA WENTWORTH, 6. HLUTI Hann vatt sér við til að fara, en ég greip í handlegg hans og spurði: — Hvað með Önnulísu? — Hún er þegar flúin burt. — Hvert? Og hvers vegna? Ferencz lækn- ir, þér verðið að segja mér það. . . . En hann var þögull og gekk til sonar síns, sem lék sér í grasinu og tók hann upp. Ég gekk aftur til skála míns og settist á rúmið. Skyndilega stóð Rupert í dyrunum og spurði eftir Önnulísu. - Hvernig ætti ég að vita hvar hún er? spurði ég, stóð upp og gekk framhjá honum út undir bert loft. — Þegar ég næ í hana, sagði hann með dulinni reiði, :— skal ég koma henni til að óska þess, að hún hefði aldrei fæðzt, þessi Júðakrói! Stundum kemur maður að þeim hverfi- punkti, að manni er sama um allt. Þessu stigi hafði ég náð nú. Ég vissi, að Rupert var háskasamlegur maður, en það var eins og sú staðreynd hefði engin áhrif á mig. — Stendur nafnið hennar lika í bókinni, Rupert? spurði ég blátt áfram og ósmeyk. — Veizt þú eitthvað um bókina mina? sagði hann lágum rómi. Nú fann ég til skelks. Við vorum þarna ein, og hann hafði mig sem í hendi sér. En ég herti mig upp og horfði á hann þverúðar- full. — Ég veit talsvert um hana, svaraði ég. -—■ En það er eitt, sem ég veit ekki enn, Ru- pert. . . . -— Og hvað er það? Af hverju gengurðu í svona stígvélum? Það kom á hann fát, og roði hljóp í and- litið. Svo greip hann í mig og ætlaði að draga mig að sér. — Bölvuð drósin þín! hvæsti hann iágt út úr sér. Slepptu mér! skipaði ég og reyndi að spyrna móti með hælunum. — Ef þú sleppir mér ekki, æpi ég eins hátt og ég get. En hann beit á jaxlinn og hélt mér fast. Ég lét þó vera að gefa frá mér hljóð og fylgdi honum nauðug. Það er hábjartur dag- ur hugsaði ég, svo hann þorir naumast að gera mér mein. Hann fór með mig inn í her- bergi sitt og sleppti takinu á mér. Á veggn- um var vopnaskjöldur, sem hann tók niður, og þá kom í ljós gat á veggnum. Þetta var bersýnilega geymslustaður bók- arinnar, en bókin var horfin. Rupert fölnaði og vék sér æfur að mér. — Hvar er bókin? þrumaði hann ógnandi. — Hvaða . . . bók? stamaði ég. — Þú veizt það vel. Þú varst að enda við að nefna hana. Hvar er hún? Rupert var nú vissulega þannig ásýndum sem hann væri líklegur til manndrápa. En hann reyndi að stilla sig. — É'g skil ekki, hvað þú ert að tala um, sagði ég. — Ég hef ekki hugmynd um, hvar þessi bók er. Og hvernig ætti ég að vita það? Nú var stilling hans komin að því að bresta. — Auðvitað veiztu, hvar hún er! sagði hann hásri röddu. — Nei, ég veit það alls ekki. Og ég vil fá skýringu á þessu öllu saman. Af hverju skyldi ég ágirnast þessa bölvaða bók þína? Það leit út fyrir, að Rupert væri sann- færður og varð aftur rólegur, og spurði eft- ir stutta stund: — Hvernig stendur ann- ars á, að þú hefur heyrt á þessa bók minnzt? — Rósa sagði mér frá henni, svaraði ég rólega. — Rósa . . . endurtók hann og horfði gegnsmjúgandi á mig án þess að segja meira. - Auðvitað! hélt hann áfram hærri röddu og gerði smell með fingrunum. — Litla gyðingarottan . . . það hefur þá verið hún, sem tók bókina... Ég gekk hægt að dyrunum meðan hann hreytti úr sér þeim ljótustu formælingum, sem ég hef heyrt. Hann tók ekki eftir, að ég fór, hugsaði aðeins um Önnulísu — og bókina. É’g mátti til að hafa hraðann á, ef mér væri líf hennar einhvers virði. Við snæddum miðdagsmat á veröndinni, og auðsjáanlega var Rupert kominn í gott skap aftur. Hann gerði að gamni sínu og hló, en ég tók eftir, að þetta var uppgerð. Hugur hans var sjálfsagt bundinn við bók- ina. Seinna um daginn syntum við í vatn- inu og böðuðum okkur í sólskininu. Áður en gengið var til matar um kvöldið hafði ég fataskipti og klæddi mig í bezta kjólinn minn. Að svo búnu setti ég mína þýðingarmestu hluti, eins og peninga, ávís- anir og vegabréf, í litlu handtöskuna mína og hugsaði ekki meira um hitt dótið og föt. Kvöldmáltíðin var ævinlega borin fram mjög óformlega. Hinir ýmsu réttir voru bornir umhverfis borðið á fallegum fötum svo maður gæti valið hvað sem var úr sæti sínu annað en vínið. Þegar ég gekk að barn- um eftir glasi .heyrði ég Rupert segja, að hann ætlaði til borgarinnar daginn eftir í viðskiptaerindum. — Þú tekur þá allt að þér, Magga, og sérð um, að öllum líði vel, sagði hann. Ég saup vel á glasinu, og vínið smakkað- ist mjög vel. En það var greinilega sterkt, svo varlegast var að gæta sín. — Það skal ég reyna að gera, svaraði ég eins sannfærandi og mér var unnt. — Svona á það að vera! sagði hann og kyssti mig á vangann. Ég fann til mikilla ónota innanbrjósts, en samt heppnaðist mér að brosa. Stutta stund slúðruðum við um ómerkilega hluti, síðan gekk ég út fyrir og settist á brjóstriðið, sem sneri að vatninu. Þaðan gat ég virt þau öll fyrir mér án þess nokkur gæti læðzt að baki mér. Ég sat þarna og beið eftir að hver færi smám saman sína leið. Þegar þau loks voru öll farin, gekk ég niður til tjalds Crouners. Hann sat fyrir ut- an og beið. — Hvar í skollanum hefurðu verið? kall- aði hann upp, þegar ég nálgaðist og blés mæðinni. Við gátum aldrei hitzt án þess að æpa hvort að öðru. — Hvað áttu við? kallaði ég á móti. — Ég kom eins fljótt og ég gat. Enda er ég sprengmóð. — Viltu ekki líta inn í tjaldið? Það er tilbreyting frá munaðarlífinu, sem þú lifir. Hann horfði á litlu handtöskuna mína og kinkaði kolli. — Þú veizt þá, að barnið er horfið? — Já, Rupert sagði mér það. Hann veit líka, að hún hefur tekið bókina. — Um hvað ertu að tala? Nú sagði ég Crouner upp alla söguna með- an hann blandaði handa mér viskí og skál- aði við mig. Og í þetta sinn sleppti ég ekki að fræða hann á, að Rupert hefði ekki ein- ungis banað Rósu, heldur líka ákveðið að leika Önnulísu eins. Ég sagði henni frá flóttamannastofnuninni og ungfrú Tucker. Crouner hlustaði með áhuga meðan hann handlék sígarettur sínar og eldspýtur. Mér var nú ljóst, að engri manneskju vildi ég heldur vera í félagsskap með en Crouner. — Þetta hefðirðu átt að segja mér fyrr, mælti hann loks. — Annalísa er farin aftur til Vínar. Heim í íbúð systurinnar. Ég tal- aði lengi við hana. Þegar ég sá, að hún var farin að gráta, fór ég með hana afsíðis, svo við gætum verið í næði. Hin tóku ekki eftir neinu. — Og hvað sagði hún þér? — Ekkert sérlega mikið. Hún talaði um systur sína og hvað hún væri hrædd og að hún yrði að komast heim. Ég sagði, að ef til vill væri ekki skynsamlegt fyrir hana að fara til Vínar, en hún hélt sér stöðugt við það. Og svo lét ég hana hafa peninga fyrir farmiðanum. Crouner horfði efasemdaraugum fram fyr- ir sig. — Ég er að hugsa um, hélt hann áfram, — að ég hefði alveg eins getað látið hana fá peninga fyrir útförinni sinni. Veiztu, hvar hún á heima? — Auðvitað, svaraði ég. Þetta svar kom honum til að spretta upp úr sæti sínu. —■ Ifvar? spurði hann óðara. Einhvers staðar bak við Franz-Josefs- járnbrautarstöðina. Ég er ekki kunnug í Vín, en.... — Ég er kunnugur þar, greip Crouner fram í. Hann spennti á sig bakpoka og sýndi á sér fararsnið. Komdu nú, sagði hann og rétti mér hönd. Ég greip í hana. Þetta var traustleg hönd og sterk. Hvert á að fara? spurði ég. — Og hvað verður um tjaldið? Ah, til fjandans með tjaldið, svaraði hann. — Ég er búinn að panta bíl og vona að ég hafi nóga peninga til að borga hann. - Ég get hjálpað upp á þig, ef þú kemst í strand, sagði ég galvösk. — Það er alltaf verið að skipta um stöðv- 32 VIKAN 35. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.