Vikan


Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 23

Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 23
við að sinna öllum þeim óteljandi smá- atriðum, sem alltaf fylgja starfi eins og hans. 1 rauninni hafði hún oft verið stað- gengill hans. Hann gat ekki án hennar verið. Hann leit á málverkið af föður sinum. Hann hafði alltaf verið mikill vinnu- þjarkur, upptekinn af starfinu og elju- samur með afbrigðum. Þó hafði honum gengið betur að umgangast hann heldur en móður sína. Hún var næstum óþol- andi fögur kona, kuldaleg og i rauninni ekkert annað en innantóm nöldur- skjóða. Hún hafði alltaf haft andáuð á öllu, sem bókum viðkom, og hafði gift sig aftur strax tveim mánuðum eftir dauða föður hans. Nú bjó hún í Suður- Ameríku með seinni manni sínum, sem var auðugur landeigandi. Allt í einu datt honunt snjallræði i hug. Hann ýtti á innanhússimann og sagði: — Eru margir fundir í dag, frök- en Richards? — Bara einn klukkan þrjú, herra Regan. — Get ég afboðað? — Þaðhugsaég. — Gott, viljið þér annast það. Ég fer burtu I nokkrar klukkustundir. Ég er ekki í skapi til aðvinna. Hann kom ekki meira á skrifstofuna þennan daginn, en settist á lítinn, nota- legan bar, þar sem hann sat aleinn úti í horni og sleikti sárin. Þegar hann kom heim til sin um kvöldið, var hann ölv- aður úr hófi. Næsta morgun leið honum ekki sem best, en var búinn að taka ákvörðun. Strax og hann kom á skrifstofuna, gerði hann boð fyrir fröken Finch. Þegar hún kom horfði hann á hana rannsakandi augnaráði. Auðvitað var hún af léttasta skeiði, en samt ennþá mjög aðlaðandi kona, og honum hafði alltaf fallið hún mjög vel í geð ... þangað til í gær. Hann taldi, að hún ætti þátt I, að einkaritarinn hans vará förum. — Mér til mikillar gremju ætlar frök- en Richards að yfirgefa okkur, sagði hann hreint út. — Já, mér er kunnugt um það, sagði hún. Auðvitað! hugsaði hann bitur. Upphátt sagði hann: — Égvaraðhugsa um, hvort þér gætuð tekið að yður henn- ar starf, meðan önnur er ekki ráðin? — Auðvitað. sagði hún, — ég skal gera mitt besta. — Gott. Þá er engin ástæða til að halda í fröken Richards. Viljið þér sjá um, að hún fái launin sín og annað, sem hún á rétt á. Ég er auðvitað fús til að gefa henni bestu meðmæli, sem völ er á. — Ég skal annast þetta. Var það eitt- hvað fleira? sagði fröken Finch. Hann hristi höfuðið. — Við getum rætt saman síðar i dag, þegar fröken Richards hefur sett yður inn i starfið. UKKAN rúmlega ellefu kom fröken Finch inn með bréf til undir- skriftar. Hann tók pennann ósjálfrátt og skrifaði nafnið sitt. — Hvað var þetta annars? — Meðmæli fröken Richards. — Nú, já. Eginlega hafði hann ætlað sér að skrifa þau sjálfur, en nú las hann vandlega það, sem stóð skrifið. — Ég verð að segja, að þetta eru frá- bær meðmæli, fröken Finch, sagði hann. — Þetta er bara sannleikanum sam- kvæmt, herra Regan. Hún er einstök stúlka. Hann kinkaði kolli og hugsaði bitur: Hvers vegna í ósköpunum hrekur þú hana þá héðan? Fröken Finch hikaði aðeins og sagði svo: — Fröken Richards er að fara núna. Þér viljið kannski kveðja hana? Hann reis upp til hálfs, en settist aft- ur: — Nei, það held ég ekki. Við kvödd- umst í gær. Næstu tvær vikur voru erfiðar. Hann hafði allt á homum sér. Bréfin hennar fröken Finch voru vitlaust skrifuð, mikilvæg handrit hurfu, og dagbókin hennar var til skammar. Hann varð sjálfur að giska á, hvaða fundi hann átti að haldaeða mæta á. Einn daginn þegar hún kom inn til hans, missti hann stjórn á skapi sínu og sagði henni til syndanna. Hann var öskureiður og sagði margt Ijótt. Hún tók þessu stillilega, og honum fannst hann haga sér kjánalega, þegar mesti móður- inn var runninn af honum. — Nú, jæja, jæja fröken Finch, sagði hann og reyndi að stilla sig. — Þetta er óvenju slæmt. Ég veit, að þér getið bet- ur. Faðir minn sagði alltaf, að þér væruð besti einkaritari á landinu. — Það eru 28 ár síðan, sagði fröken Finch. Sem sagt áður en ég fæddist, hugsaði Frank Regan. — Allt í lagi, fröken Finch, við skulum ekki tala meira um þetta. Auðvitað tekur það sinn tíma eftir margra ára hlé að setja sig inn í starfið á nýjan leik. Þér verðið að fá tima. Hvernig er annars með eftirmann frök- en Richards? — Ég hef rætt við ótal umsækjendur, sagðihún, — en ég er hrædd um, aðerf- itt reynist að finna eins hæfa stúlku og hana. Maður finnur ekki hennar líka á hverju strái. Gremjan blossaði upp í honum. — Það veit ég vel. En það væri kannski hægt að. notast við einhverja, sem væri ekki alveg eins fullkomin. Fröken Finch var rósemin sjálf: — Það eru nokkrar stúlkur, sem ég hefi enn ekki gefið mér tima til að ræða við. — Veldu þá skástu, og ég skal tala við hana. TvEIM dögum síðarók Frank Reg- an til flugvallarins. Vélin, sem hann ætl- aði með, var farin fyrir tveim tímum. Hann leit á miðann með uppgefnum brottfarartima, sem fröken Finch hafði látið hann hafa. Hann ók beint aftur til skrifstofunnar. Hún var greinilega ekk- ert undrandi að sjá hann, og það jók reiði hans til muna. Hann gat varla haft stjóm á sér. — Það er svo komið, fröken Finch, að þér eruð orðin baggi á fyrirtækinu og baggi á mér. Ef ég á að reiða mig á yður í framtiðinni, veit ég ekki, hvar þetta end- ar. Mér er óskiljanlegt, hvernig faðir minn hefur getað hafið yður til skýj- anna, eins og hann gerði. Yður er ómögulegt að gegna trúnaðarstarfi eins og þessu. Kannski hafið þér sjálfar áttað yður á hlutunum á sinum tíma, þegar þér sögðuð starfi yðar lausu? Fröken Finch laut höfði og var búin að taka upp vasaklútinn. En hann lét það ekki á sig fá og hélt áfram: — Og það er fleira, sem ég ekki skil, fröken Finch. Þér vissuð, hve frök- en Richards var einstök, og samt hjálp- uðuð þér henni óbeint til að losna héðan. Hvers vegna? Fröken Finch lyfti höfði. Augun stóðu full af tárum, en hún horfði hik- laust á hann og sagði stoltum rómi: — I — Já, Regan, ég viðurkenni gjarnan, að ég fékk fröken Richards til að segja upp. Hann starði á hana bálreiður: — Og hvers vegna, ef mér leyfist að spyrja? Fröken Finch rétti úr sér i sæti sínu. — Þegar mér varð Ijóst, að hún var ást- fangin af yður, stakk ég upp á þvi, að hún skyldi segja upp. Það er nóg að hafa eina fröken Finch hér i fyrirtækinu . . . að visu held ég, að hún hefði farið þrátt fyrir allt. Ég var ekki eins gáfuð og sterk og hún, þegar ég varð ástfangin af föður yðar. ÞöGNIN, sem fylgdi, virtist ætla að vara að eilífu. En loksins teygði hann höndina yfir skrifborðið og lagði hana á hennar. Hún leit upp, og hann varð undrandi, þegar hann sá votta fyrir brosi í augum hennar. — Fyrirgefið, fröken Finch, sagði hann og var þungt niðri fyrir, — ég hafði ekki minnsta grun um þetta. Má ég þakka yður fyrir að segja mér það. Þér hefðuð kannski átt að segja föður minum frá þessu lika, það hefði getað breytt miklu. Við virðumst blindir, feðg- arnir. Hann horfði beint í augu hennar. — HvarfinnégJane? Fröken Finch dró til sín höndina og reif blað úr minnisbókinni sinni. — Hér er heimilisfang hennar. En það gildir að- eins í dag. Hún ætlar til Kanada á morg- un. Það var þess vegna, sem ég neyddist til að sjá um, að þér næðuð ekki vélinni i dag. Hann gekk kringum skrifborðið, tók seðilinn með heimilisfanginu og kyssti hana ntjúklega á vangann. — Afboðaðu alla fundi i dag, fröken Finch. Ég þarf að annast mjög áriðandi mál. Hann stansaði frammi við dymar, snéri sér við og horfði hugsandi á hana. — Fröken Finch, það er smátt og smátt að renna upp fyrir mér, hvers vegna fyr- irtaks einkaritari, eins og þér eigið að hafa verið, hefur verið gjörsamlega ómöguleg siðustu daga. Ef mér skjátlast ekki, er hinn frábæri einkaritari aftur kominn á sinn stað frá og með þessari stundu . . . hefi ég ekki á réttu að standa? Hún brosti til hans: — Kannski. — Ef þér viljið fara í gamla starfið aftur, þá er ekkert því til fyrirstöðu af minni hálfu. Hugleiðið það. Við spjöll- um betur saman síðar. í augnablikinu hefi ég annað i huga. Og þar með var hann þotinn. ENDIR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.