Vikan


Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 50

Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 50
Hún fann að hann hikaði i gættinni Það gladdi hana að finna, að það var dræmt: ,,Ég Ó, skrattinn hafi það,, og það kom fát á hann, þegar hann sá eitt-núll fyrir hana. heyrðu ... Kalli, ég.. ” hana sitja þarna rólega, að þvi er virtist. Eftir andartaks þögn sagði Tommi Hún var fljót að grípa fram í fyrir honum: „Það er heit súpa í pottinum, ef þú ert svangur. Ég ætla að líta á kind- urnar. Eva hitar te áður en hún fer, ef þig langar í það.” Hún fór hin rólegasta frá borðinu og lagði af stað upp. Tommi elti hana með augunum, en hún leit ekki við. Hann var að borða, þegar hún kom aftur niður. Kalla fannst sem engar tilfinningar væru lengur í brjósti hennar og það var allt í einu svo auðvelt að ganga yfir eld- húsgólfið og út í svalt, rakt loftið. DaGURINN leið mjög hratt. Þeg- ar Kalli kom heim eftir að hafa litið á kindurnar mundi hún eftir því, að hún hafði lofað að koma á undirbúnings- fund fyrir uppskeruhátiðina í þorpinu. Henni létti við tilhugsunina. Þetta var einmitt það, sem hún þurfti, eitthvað, sem ylli þvi, að hún gæti dvalist lang- dvölum frá Tomma. Hún þvoði sér og fór í dragtina, áður en hún gekk frá kvöldmatnum. Það var enginn i eldhúsinu og á borðinu lá miði. Ungfrú Rowe, stóð á honum. Við fórum í bæinn með 5.15 bilnum til að vitja um ibúð. Komum með 10.05 bílnum heim. Eva. Sjálfstraust Kalla þvarr með öllu. Hún gat ekki hugsað sér að borða ein með Tomma — bara sitja þarna og forðast að líta I augu hans. Kannski ætti hún að skilja kjötkökuna eftir handa honum og fara strax . . . En Tommi kom inn, áður en hún kom þessu í verk. „Góð er matarlyktin,” sagði hann óþægilega rólegur. Kalli leit á kökuna í ofninum og lét marra óeðilega hátt i ofnhurðinni um leið og hún lokaði. Hún rétti úr sér og þarna horfði hann á hana glottandi á sinn gamla striðnis- lega hátt og hún vissi, hvað hann ætlaðist fyrir. Hann var að egna hana — mana hana eins og hann hafði svo oft gert, þegar hann þurfti að ná sér niðri á henni eftir eitthvert krakkarifrildið. Hún fann hvernig hún roðnaði af reiði. „Hættu að glápa svona á mig!” Tommi glotti enn, þótt ískuldi sæist i augum hans. „Þú hagar þér eins og dekurbarn, Kalli. Hlustaðu nú á mig. Ég biðst afsökunar á þessu I dag. Það átti ekki að koma fyrir, en það gerði það, svo að við verðum að ræða málið og komast að niðurstöðu." Hún starði á hann dáleidd, af augnaráði hans. Svo vannst henni skyndilega hugrekki og hún flýtti sér að segja. „Ég hef hugsað málið og samningurinn er enn í fullu gildi.” „Hvað?” sagði Tommi og hrukkaði ennið. Kalli sperrti sig. „Ég vil að við giftum okkur eins og ákveðið var. Ég er að hugsa um Moorhill — ég vil, að þú sért hér og hjálpir mér við reksturinn.” Það varð óþægileg þögn, sem Tommi rauf með þvi að segja þunglega: „Og hvað með það, sem gerðist í morgun — 50VIKAN 42. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.