Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 31

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 31
I Popp_______ ★★★★★★★★ Ýmist hataðir eða elskaðir * ★ * * Arið 1973 hittust þeir New Yorkbúar Gene Simmons og Paul Stanley i samkvæmi í heimaborg sinni og ákváðu að stofna rokkhljómsvejt sem hefði það að markmiði að slá allt og alla út hvað búninga og skraut snerti. Fyrst á annað borð popparar notuðu ljósabúnað ýmiss konar auk tækja og tóla á sviði til að gera framkomuna tilkomumeiri var eins gott að gera slikt hið sama og það svo um munaði — stíga skrefið til fulls. Þeir félagar fengu til liðs við sig trymbilinn Peter Criss og gítarleikarann Ace Frehley og útkoman varð hljómsveitin Kiss sem þegar vakti athygli í New York og þá fyrst og fremst fyrir yfirþyrmandi íburð I búningum og skrauti á sviði. 1 fullum skrúða likjast þeir kossar meira framandi verum en manneskjum. Dular- gervi þeirra ættu vel heima í svæsnustu hryllingsmyndum (sjá mynd) og án þeirra þekkjast þeir alls ekki — það var líka ætlunin í upphafi. Hljómleikar þeirra likjast mest skrautsýningum og mætti því kannski alveg eins tala um sjónleika. Sviðið er eitt iðandi ljósahaf. reyksprengjur hér og þar, sírenur væla, marglitar rakettur svífa um og maskínur spúa eldi og Ijósregni yfir svið og áhorf- endur. Mitt í þessum glæringum og hamagangi standa fjórmenningarnir, klæddir sem áður greinir, og framleiða sitt rafmagnaða rokk af miklum móð. Eðlilega gengu þeir fram af mörgum og var farið unt þá ófögrum orðunt i blöðum og tímaritum — og er reyndar gert enn. Hinu er ekki að neita að með tíðu hljómleikahaldi, einkum í Bandarikjunum, hefur hljómsveitin orðið sér úti um tryggan aðdáendahóp og plötur hennar, en þær eru orðnar 10 að tölu, seljast jafnan vel i heimalandinu sem og víðar, t.d. í Þýskalandi. Hljómsveitin Kiss hefur farið hljómleikaferðir víða um heim, fyrst til Evrópu árið 1976 og til Japans árið 1977. Síðustu tvö árin hefur hljómsveitin að mestu starfað i Bandarikjunum enda aðdáenda- hópurinn stærstur þar. Gerðar hafa verið tvær kvikmyndir með hljómsveit- inni og eru það að sjálfsögðu hryllings- myndir. Vitað er að Kiss eiga sér aðdáendur hér á landi — aðdáendur sem oft láta að sér kveða á siðum blaðanna, ef goðin eru áreitt eða þeim hallmæh á einhvern hátt. Miðjumyndin að þessu sinni ætti þvi að vera þeim kærkomin. * * * * ★★★★★★★★★★★ 21. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.