Vikan


Vikan - 22.05.1980, Side 31

Vikan - 22.05.1980, Side 31
I Popp_______ ★★★★★★★★ Ýmist hataðir eða elskaðir * ★ * * Arið 1973 hittust þeir New Yorkbúar Gene Simmons og Paul Stanley i samkvæmi í heimaborg sinni og ákváðu að stofna rokkhljómsvejt sem hefði það að markmiði að slá allt og alla út hvað búninga og skraut snerti. Fyrst á annað borð popparar notuðu ljósabúnað ýmiss konar auk tækja og tóla á sviði til að gera framkomuna tilkomumeiri var eins gott að gera slikt hið sama og það svo um munaði — stíga skrefið til fulls. Þeir félagar fengu til liðs við sig trymbilinn Peter Criss og gítarleikarann Ace Frehley og útkoman varð hljómsveitin Kiss sem þegar vakti athygli í New York og þá fyrst og fremst fyrir yfirþyrmandi íburð I búningum og skrauti á sviði. 1 fullum skrúða likjast þeir kossar meira framandi verum en manneskjum. Dular- gervi þeirra ættu vel heima í svæsnustu hryllingsmyndum (sjá mynd) og án þeirra þekkjast þeir alls ekki — það var líka ætlunin í upphafi. Hljómleikar þeirra likjast mest skrautsýningum og mætti því kannski alveg eins tala um sjónleika. Sviðið er eitt iðandi ljósahaf. reyksprengjur hér og þar, sírenur væla, marglitar rakettur svífa um og maskínur spúa eldi og Ijósregni yfir svið og áhorf- endur. Mitt í þessum glæringum og hamagangi standa fjórmenningarnir, klæddir sem áður greinir, og framleiða sitt rafmagnaða rokk af miklum móð. Eðlilega gengu þeir fram af mörgum og var farið unt þá ófögrum orðunt i blöðum og tímaritum — og er reyndar gert enn. Hinu er ekki að neita að með tíðu hljómleikahaldi, einkum í Bandarikjunum, hefur hljómsveitin orðið sér úti um tryggan aðdáendahóp og plötur hennar, en þær eru orðnar 10 að tölu, seljast jafnan vel i heimalandinu sem og víðar, t.d. í Þýskalandi. Hljómsveitin Kiss hefur farið hljómleikaferðir víða um heim, fyrst til Evrópu árið 1976 og til Japans árið 1977. Síðustu tvö árin hefur hljómsveitin að mestu starfað i Bandarikjunum enda aðdáenda- hópurinn stærstur þar. Gerðar hafa verið tvær kvikmyndir með hljómsveit- inni og eru það að sjálfsögðu hryllings- myndir. Vitað er að Kiss eiga sér aðdáendur hér á landi — aðdáendur sem oft láta að sér kveða á siðum blaðanna, ef goðin eru áreitt eða þeim hallmæh á einhvern hátt. Miðjumyndin að þessu sinni ætti þvi að vera þeim kærkomin. * * * * ★★★★★★★★★★★ 21. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.