Vikan


Vikan - 22.05.1980, Qupperneq 33

Vikan - 22.05.1980, Qupperneq 33
Steiking við opinn eld eða glóð er ein elsta matreiðsluaðferð mannkynsins og ennfremur ein sú bezta. Að undanförnu hefur þessi steikingar- aðferð orðið æ vinsælli enda haldast bragð- og næringarefni betur í matnum sé hann matreiddur á þennan hátt. Steikingvið trékolaglóð gefur auk þess sérlega gott bragð af matnum. Á GlJÓÐARSTEIKING v Aðferðin er sú sama, hvort sem glóðað er á rist sem lögð er á nokkra múrsteina yfir holu sem gerð er í jörðina,^ eða notað er dýrt tæki með ýmis konar auka þægindum. Botninn er þakinn með tvöfaldri álþynnu (venjul. álpappír) og trékolin lögð j í þunnt lag ofan á. Vætið kolin með kveikilegi og setjið annað lag af kolum ofan á og vætið aftur í með vökvanum. Kveikið nú í kolunum og bíðið þar | til hættir að loga og þunnt grátt öskulag hefur myndast ofan á glóðinni. (30—60 mín). Nú má fyrst byrja að glóða. Þeim mun meira sem notað er af kol- um helzt hitinn lengur í glóðinni. Þegar glóðin er brunnin er nauðsynlegt að fjarlægja öskuna og hreinsa glóðartæk- ið vel. HENTUGAST á TILGLÓÐUNAR r Pylsur, hamborgarar, sundurhlutaðir kjúklingar, buff, kótelettur og önnur smá kjötstykki er auðvelt að glóða á rist. Heilar steikur, t.d. læri, stóra vöðva og heila kjúklinga er betra að glóða á hverfiteini. Á glóðarrist má ennfremur glóða blandaðar matartegundir á prjónum. Þá er ágætt að hver maður gæti síns prjóns og ákveði sjálfur hve mikið steiktur maturinn á að vera. Á hverjum prjóni má þá hafa margar eða fáar tegundir matar að vild. Kjöt, fisk, skelfisk, innmat, lauk, sveppi og annað grænmeti. Heilan fisk má líka glóða á ristinni. Auðveldast er þá að glóða fremur smá- an fisk, sem er fastur í sér (t.d silung) en hægt er að fá sérhönnuð glóðarnet með handfangi, sem gera mögulegt að snúa fiskinum í heilu lagi, án þess að hann detti í sundur Fiskflök er bezt að vefja i álþynnu og glóða þannig.Flökin eru þá krydduðog örlítið smjör eða smjörlíki er látið með, einkum ef um ýsu eða annan magran fisk er að ræða. Bakaðar kartöflur henta ákaflega vel með glóðarsteiktum mat. Veljið stórar kartöflur, þvoið þær vel, vefjið hverja fyrir sig í álþynnu og leggið á ristina eða beint á glóðina. Á sama hátt má með- höndla flestar tegundir gærnmetis. Pylsur 2—5 mín. Nærri glóðinni. Hamborgarar. 3—4 mín. á hvorri hlið. Nærri glóðinni. Kjúklingalæri. U.þ.b. 20 mín. alls. 8—10 cm. frá glóðinni. Enskt buff. 3—4 mín á hvorri hlið. Nærri glóðinni. T-bein steik. 6—8 mín. á hvorri hlið. 8—10 cm. frá glóðinni. Entrecote. 10—12 mín. á hvorri hlið. 10—12 cm. frá glóðinni. Svínakótelettur. 6—8 mín. á hvorri hlið. 6—8 cm. frá glóðinni. Lambakótelettur. 3—4 mín. á hvorri hlið. 6—8 cm. frá glóðinni. Hálfir kjúkl. 15—20 mín. á hvorri hlið. 10 cm. frá glóðinni. Heilir kjúkl. 40—60 mín alls. 15 cm. frá glóðinni á hverfiteini. Roast beef. 20—25 mín. alls. 5 cm. frá glóðinni á hverfiteini. Svínakambur U.þ.b. 1 klst. Sem lengst frá glóðinni á hverfiteini. Lambalæri. U.þ.b. 1 klst. Sem lengst frá glóðinni á hverfiteini. Heill fiskur. 3—6 mín. á hvorri hlið. 6—8 cm. frá glóðinni. Fiskfl. í álþ. 8—15 mín. alls. 6—8 cm. frá glóðinni. Glóðarteinar. 8—15 mín. alls. 6—8 cm. frá glóðinni. Stórar kart. 1—1‘A klst. Á rist eða í glóðinni. 21. tbl. Vikan 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.