Vikan


Vikan - 22.05.1980, Page 50

Vikan - 22.05.1980, Page 50
fyrir langtum fleiri mismunandi áhrifum en ef það umgengst fáa. Rannsóknir á kynbundinni hegðun hafa einnig oft sýnt að stúlkur eru háðari mæðrum sínum en strákar. Það hefur hins vegar komið i ljós að þetta á miklu frekar við um börn sem alast upp heima en dagheimilisbörn. Hefðbundin kynjahlutverk hafa leitt til þess að kynin öðlast ólika reynslu, t.d. í leik. Stúlkur bindast gjaman hver annarri traustari vináttuböndum og eiga fáa vini. en strákar eiga fleiri vini og tengjast öðrum yfirborðskenndari böndum en stúlkur. Þessi mismunandi tengsl vara gjaman allt lifið. Strákar eiga erfitt með að tengjast öðrum djúpum tilfinninga- legum tengslum og leita meira eftir yfir- borðslegum félagslegum tengslum eins og i ýmiss konar félögum, en stúlkur leita meira eftir vináttu við færri aðila sem þær geta tengst djúpri tilfinninga- legri vináttu. Kynjahlutverk Mikið hefur verið rætt, ritað og rifist um hlutverk kynjanna. En það er óhætt að halda þvi fram að fæstir þeirra sem hafa fengist við rannsóknir á kynjahlut- Fjölskyldumél — Guðfinna Eydal Oft heldur fólk því fram að það ali stelpur og stráka alveg eins upp og það hljóti að vera eðlislægt ef þau verða mismunandi. Þvi er gjarnan haldið fram að sá mismunur sem yfirleitt sést, t.d. í leik þriggja til fjögra ára barna, beri vitni um mismunandi upplag en ekki mismunandi uppeldi. Á þessum aldri er yfirleitt kominn fram kynjamismunur sem sýnir sig m.a. i því að strákar eru athafnasamari en stelpur, slást meira og eru árásargjarnari. Viðbrögð gagnvart árásarhneigð stráka eru mun jákvæðari en stúlkna, og það er talið eðlilegt að þeir sláist og taki þátt i ýmiss konar hasar og leikjum. Ef stúlkur sýna af sér sams konar hegðun og strákar er það hins vegar oft álitið neikvætt og jafnvel óeðlilegt og er umhverfið mun fljótara að bregðast við. Börn læra ákveðin kynhlutverk mjög fljótt og langflestir foreldrar meðhöndla stráka og stelpur mismunandi alveg frá fæðingu. Börnum er kennt að verða og hegða sér eins og strákur eða stelpa þó að foreldrar álíti oft sjálfir að enginn munur sé á uppeldinu. Allir foreldrar eru háðir þvi uppeldi sem þeir hafa sjálfir fengið og móta börn sín að veru- legu leyti eftir því. Uppeldi sem flestir foreldrar hafa fengið hefur verið kynbundið. þ.e.a.s. kynin hafa orðið fyrir mismunandi áhrifum frá umhverfi sínu eftir því hvort einstaklingurinn er stelpa eða strákur, og það bera foreldrar yfir til barna sinna. Mismunandi viðbrögð stráka og stelpna Margir foreldrar — sérstaklega ungir foreldrar — hugsa meira um það í dag en áður að reyna að ala börn upp óháð kyni. Þetta hefur m.a. haft i för með sér að margir eru jákvæðari en áður gagn- vart litlum stelpum sem eru athafna- samar, virkar og jafnvel árásargjarnar og reyna heldur ekki að eyða ýmiss konar tilfinningasemi i strákum, sem hingað til hefur aðallega verið álitin einkenni stelpna. Oft hefur verið bent á að það væri í rauninni eðlilegt ef stúlkur yrðu árásar- gjarnari en strákar þar sem miklu meira er reynt að berja árásargirni þeirra niður en í strákum og þar sem þær lenda því óhjákvæmilega í ýmsum ósigrum gagn- vart umhverfinu, þegar reynt er að gera þær að litlum sætum stelpum. Ameríski visindamaðurinn Phyllis Chesler hefur rannsakað mismuninn á viðbrögðum drengja og stúlkna gagnvart umhverfinu. Hann segir að drengir bregðist við árekstrum við umhverfið með þvi að verða andfélagslegir, árásar- gjarnir og haldnir eyðileggingarþörf en stúlkur bregðist við með óeðlilegri feimni. hræðslu og minnimáttarkennd. Þegar eðlileg reiði er barin niður hjá börnum getur hún beinst gegn einstaklingnum sjálfum og komið fram i sálrænum einkennum eins og maga- verk, höfuðverk, og því um líku. Það er einnig vel þekkt að konur bæla árásar- hneigð og reiði inni í sér og að það getur haft afleiðingar fyrir geðheilsu þeirra. Geðrænir sjúkdómar eru algengari hjá konum en körlum og koma oft fram í öðrum einkennum en hjá körlum. Konur þjást t.d. oftar af ýmiss konar kviðaeinkennum og þunglyndi en karlar. eða einkennum sem beinast meira inn á við. Kalmenn fá hins vegar oftar en konur útrás i drykkju og ýmiss konar ofbeldishneigð eða í einkennum sem beinast meira út á við. Mismunur á börnum eftir uppeldisskilyrðum Margar rannsóknir vitna um að börn á dagheimilum séu ekki eins háð hefð- bundnum kynjahlutverkum og börn sem alast upp heima hjá sér. Þetta getur m.a. verið háð því að börn á dagheimilum hafa miklu fleiri félagsleg tengsl en börn sem eru heima. Ef barn á þess kost að umgangast marga verður það eðlilega Að eignast strák eða stelpu SOVikan 2I.tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.