Vikan


Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 18

Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 18
„Við erum með bílskírteini en samt eigum við að ganga. Hvers vegna eigum við að fara fótgangandi, Karl?” „Vegna þess að það gengur enginn í þessari álfu ef hann getur komist leiðar sinnar öðruvísi. Við erum með skírteinið ef áætlunin breytist á síðustu stundu. Annars förum við gangandi. Það má ekki leika neinn vafi á komu okkar til Bandarikjanna. Allir verða að taka eftir okkur. Svona smáatriði hjálpar til. Við viljum láta sjá okkur en ekki vekja of mikla athygli. Við getum hins vegar ekki blandað okkur í umferðina yfir brúna.” Von Haaz blés frá sér reykhring. „Við göngum yfir brúna. Þú og ég. Við tvö ein.” „Já, Cathy. Við tvö — alein.” Sergei Nogronsky leit á manninn í stólnum. Útþandir nasavængirnir titr- uðu líkt og á villisvíni sem finnur lykt af bráðinni. Augu hans urðu enn minni þegar hann leit í kringum sig í herberg- inu, sem þefjaði af koníaki. Honum brá. Hvað hafði komið fyrir? Hvað hafði brugðist? Það gekk aldrei neitt úrskeiðis hjá Nogronsky en hann fann, já, allar tilfinningar og eðlishvatir sögðu honum að hér væri hætta á ferðum. Hætta fyrir hann, Nogronsky, því að hann bar ábyrgðina. Hann reiddist. Hann vissi að þetta var honum að kenna. Það hafði verið rétt að gruna þennan blíðmálga mann um græsku. Hann hafði svo sem alltaf vitað að honum var ekki treystandi því að hann var huglaus, þó að hann væri gáfaður og notaði stór orð. Sergei Nogr- onsky viðurkenndi fyrir sjálfum sér að þetta var hans sök. Hann hafði ekki sinnt aðvarandi röddinni i huga sér. Hann hafði alltaf sífrað með sjálfum sér að láta ekki eins og asni. Allt væri þraut- reynt, ekkert gæti brugðist. Betra væri að ganga frá öllu mikilvægu en eyða tímanum í að glápa á mann sem hafði lokið sínu verkefni og var á förum áður en nokkuð gerðist. Hann hafði farið og skilið grenið eftir óvarið. Hvað gerðist? Maðurinn var blindfullur. Hann hafði ekki þolað taugaálagið og byrjað að drekka. Nogr- onsky hrækti á gólfið. Hann leit á grá- gulan hrákann og tróð hann niður með bússunni. Hann langaði mest til að troða þennan aumingja í svaðið líka. Hvernig átti Zurotov að aka til Toronto í snjóbyl og komast tii Royal York í tæka tíð og líta út fyrir að vera maður með mönnum á heimleiðinni? Bíllinn beið við slóðina en hann gat jafnvel verið í fossunum. Ekki gat Zurotov notað hann núna. Nogronsky starði andartak á mann- inn sem dró andann þungt. Ja, það var kominn tími til að það rynni af honum. Nogronsky ætlaði ekki að hætta orðstír sínum og framtíð fyrir einhverja gervi- deild eins og Dezinformatsiya. Hann léti renna fljótlega af sér þegar hann vissi hvað yrði annars um hann, hugsaði Nogronsky. Hann gekk til Zurotovs og reif hann upp úrstólnum. „Vaknaðu!” öskraði hann. „Vaknaðu!” Zurotov galopnaði augun. Hann starði ringlaður á andlitið við nefið á sér. Hann gæti kannski séð hver þetta væri ef maðurinn væri bara kyrr, en hann var hræddur. Hann vissi ekki hvar hann var. Hann reyndi að hugsa en skildi ekki neitt. Nei, hann hugsaði bara eitthvað, sá eitthvað. Skilningarvitin voru víst brengluð. Nogronsky hristi hann eins og hundur hristir rottu. Munnsvipur hans sýndi fyrirlitningu. Það glitti í stórar kanínu- tennurnar. „Ég ætti að berja þig í klessu. Þá kæmistu aldrei héðan! Stattu upp, aum- inginn þinn! Vaknaðu, maður!” Nogronsky sleppti Zurotov. Hann féll volandi til jarðar. Nogronsky sparkaði allfast í magann á honum. Zurotov vein- aði. Hann fór í keng og hélt um magann. Hann leit upp. Yfir honum gnæfði risa- stór maður, afskræmi, en hann var byrjaður að hugsa. „Þú ert blindfullur, Zurotov,” öskraði Nogronsky og var orðinn rauður af reiði. „Augafullur, skilurðu það? Láttu renna af þér! Þú ert ræfill!” Nogronsky leit miskunnarlaust á mennska mykjuhauginn á skítugu gólf- inu. Hann langaði mest til að kremja hausinn í mél með bússuhælnum. Þá fengi hann að sjá heilasletturnar. Kann- ski væru þær meiri en í honum. „Á fætur, fyllibytta!” „Ég er ekki drukkinn,” svaraði Zuro- tov veiklulega. „Skilurðu það ekki, ég er ekki drukkinn?” Hann reyndi að risa á fætur. „Éttu skít!” öskraði Nogronsky. „Á fætur með þig. Farðu út og veltu þér upp úr snjónum meðan rennur af þér. Þú færð fimm mínútur. Ekki meira.” „Fituhlunkur getur ekki kallað mig fyllibyttu,” sagði Zurotov, reis á fætur og staröi blóðhlaupnum augum á Nogr- onsky. „Ég þoli meira vín en þú. Ég er sko ekki fullur.” „Ég sleppi mér við svona lygar,” svaraði Nogronsky og leit á kveikinn í olíulampanum. „Út með þig svo að það renni af þér.” Boris Zurotov ætlaði ekki að láta þennan rudda móðga sig. „Þú værir verri ef þeir hefðu gert þaö við þig sem þeir gerðu við mig. Þú hefur nefnilega enga vitglóru til að berjast með. Heyrirðu það?” Nogronsky snerist á hæli eins og þús- und kúlur hefðu hitt hann í einu. Augu hans minntu á hvítglóandi kolamola. „Hvað segirðu?” spurði hann og rödd hans var hættulega lág. „Hvað segirðu?” spurði hann og gekk til Zurotovs. Zurotov skildist um seinan hvað hann hafði sagt. Hann hörfaði. Hvers vegna var maðurinn að breytast í skjaldböku? Var hann orðinn geðveikur? Hann var skelfdur, já, dauðhræddur. En við hvað? Hann mundi það ekki lengur. „Ég veit ekki hvað ég sagði. Hvað sagði ég? Ég er ekki fullur, ég sagði þér það.” Hann fann að veggurinn nam við bakið. Hann gat ekki hörfað lengra en Nogronsky nálgaðist sífellt. „Hvað gerðu „þeir” við þig, Boris litli? Hverjir eru þessir „þeir”? Hvenær komu þeir? Eru þeir farnir?” Nogronsky leit til dyra en síðan aftur á skjálfandi skriðdýrið, Zurotov, sem lá upp við þilið klætt gamaldags veggfóðri. „Svaraðu mér!” öskraði hann. „Hver kom hingað?” „Enginn! Ég man ekki neitt.” Nogronsky sló hann á munninn. Þetta var sem sleggjuhögg. Zurotov féll til jarðar. Blóðstraum lagði frá vitum hans. Hann lét höfuðið síga niður í bringu. Nogronsky beygði sig. Hann reisti Zurotov við. Hann reisti hann upp við þitið og byrjaði svo að slá hann utan undir, fram og til baka eins og væri hann taktmælir. Það sprakk fyrir á hægri kinn og síðan undir vinstra auga, en höfuð Zurotovs féll sífellt til hliðanna eins og verið væri að berja tuskudúkku. „Talaðu! Talaðu og ég skal hætta,” sagði Nogronsky skipandi. Zurotov var hjálparvana. Hann skildi ekkert nema að hann fann til og hann var hræddur. Ótti, sársauki, skelfing, allt hringsnerist í ringluðum heila hans. Hvað átti hann að segja? „Ég sagði ekki..byrjaði hann og sleikti blóðið af vörunum um leið og Nogronsky sló hann aftur. Það blæddi úr tungu hans. Hann reyndi að þrýsta Nogronsky frá sér. „Ég ... ég sagði... þeim ekkert,” tókst honum loks að segja. Nogronsky hætti að berja hann en hélt honum enn upp við þilið. „Hvað vildu þeir vita? Hugsaðu um það, Zurotov! Reyndu!” Augu Zurotovs voru lokuð. Nogronsky tók um axlir hans og hristi hann en höfuð Zurotovs slóst aðeins við þilið. Hann sleppti honum. „Þeir sögðu að ég gæti ekki vitað hvað ég hefði sagt seinna. Ég veit naum- ast hvað þeir gerðu við mig. Þeir gáfu mér eitthvert lyf. Þeir helltu koníaki um allt. Ég man vel eftir þessu en ég er of ruglaður ennþá.” Zurotov lagði sig allan fram. Hann hrukkaði ennið og innfallnar og skrámaðar kinnarnar voru votar. Hann sveið þegar sölt tárin runnu niður í sárin. „Út með það, maður,” hreytti Nogr- onsky út úr sér. „Talaðu, reyndu að muna eitthvað, auminginn þinn. Segðu allt sem þér dettur I hug, en talaðu! Talaðu!” Falsarinn „Ég get ekki risið upp,” tautaði Zuro- tov og var að falla til jarðar. Nogronsky tók hann upp eins og smá- barn og henti honum í stólinn. „Um hvað spurðu þeir?” endurtók hann. „Nöfn. Hvaða nöfn? Nöfn og aftur nöfn.” Nú sló aftur út í fyrir Zurotov. Nogronsky beið átekta. „Áfram,” sagði hann uppörvandi. „Borgir. Tel Aviv, Moskvu. Nei, það var ég sem sagði það til að villa um fyrir þeim. Eða gerði ég það kannski ekki? Ég veit varla hvað ég sagði.” Nogronsky kreppti hnefann. Þetta var vonlaust. Hann yrði bara verri ef hann væri laminn meira. „Talaðu,” var það eina sem hann gat sagt. „Annar þeirra sagði heilmikið. Hann nefndi mörg nöfn. Þeir vissu af von Haaz. Ég held að þeir hafi sagt von Haaz. En ég veit það ekki með vissu.” Skyndilega kom vitsmunaglóð í augna- ráðið. Nogronsky laut fram. Glampinn slokknaði jafnfljótt og hann hafði kviknað. Nogronsky stóð á fætur og gekk um herbergið. Þetta gat tekið eilífðartíma. Kannski fengi hann aldrei meira að vita en hann vissi núna. Maðurinn var bæði undir áhrifum lyfja og áfengis. Kannski hafði hann sagt þeim allt, kannski ekk- ert. Eitt var þó víst — hann kæmist ekki til Toronto. Maðurinn var honum fjötur um fót. Kannski hafði hann eyðilagt allt fyrir þeim. Nogronsky fannst hann verða að komast að þvi hvort svo var. Hann varð að komast að þvi hvað hinir mennirnir höfðu sagt. Hann varð að vita það því að ella gat hann ekki bætt úr þeim skaða sem orðinn var. Hann hafði verið of reiður til að reyna viðurkenndar leiðir fyrst, leiðir sem kannski hefðu tekist. Hann sótti annan stól. „Ég ætla að spyrja þig um dálítið,” sagði hann og settist. „Reyndu að svara mér ef þú getur, Zurotov.” Hann virtist rólegri. Zurotov opnaði augun. „Ég skal reyna,” sagði hann þreytu- lega. „Nefndu þeir von Haaz á nafn?” „Ég held það. Ég er næstum viss um það.” „Vildu þeir vita hvar hann væri?” 18 Víkan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.