Vikan


Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 13

Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 13
Menningarlíf .** um. Það er nefnilega ekki nóg að takast vel upp leiklistarlega séð heldur er jafn- mikilvægt að trúa á þann boðskap sem felst í leikritinu. Lífið er ekki bara eintómt grín, þess vegna verða leikrit einnig að hafa gildi fyrir áhorfendur, þjóðfélagslegt gildi. Og þannig hefur það verið í gegnum aldirnar, í flestum leikrit- um fyrirfinnst þjóðfélagsleg ádeila þó mismikil sé. Ég hef verið meira i þungum hlut- verkum en mér finnst afskaplega gaman að absúrd gamanleikjum, til dæmis eftir Ionesco. Ég hef aldrei leikið í leikriti eftir Dario Fo en ég hef haft mjög gaman af þeim sýningum sem ég hef séð á hans verkum. Einu sinni var ég á leið til Þórshafnar að heimsækja vinkonu mína en vegna veðurs urðum við að lenda á Akureyri og það var ekki flogið áfram þann daginn. Ég þekkti ekki neinn á Akureyri og fékk inni á farfuglaheimilinu. Sama kvöld var verið að sýna Við borgum ekki eftir Dario Fo á Akureyri. Ég ákvað að sjá leikritið. Þegar ég ætlaði að fara að borga miðann sá ég að ég átti ekki næga peninga. Ég gerði mig bljúga á svip og sagðist vera leiklistarnemi, hvort ég gæti fengið afslátt? Alþýðuleikhússmenn voru mjög vingjarnlegir og gáfu mér afslátt. Síðan fór ég upp á klósett — og viti menn, hurðin læstist þannig að ég komst ekki út. Óvænt stopp á Akureyri, peningaleysi og nú þetta! Á endanum klifraði ég yfir vegginn inni á klósettinu og komst á sýninguna. Mér fannst Við borgum ekki mjög skemmtilegt og sýningin bjargaði deginum. Samstarf og samspil Ég hef áhuga á allri leiklist, hvort sem er í kvikmyndum, sjónvarpi eða á sviðinu. En sjarminn við leiksviðið er alveg sérstakur. Þar er maður í snertingu við áhorfendur, maður leikur í samspili við þá, áhorfendur eru mismunandi og sýningarnar líka nokkuð mismunandi frá degi til dags. Túlkunin er að sjálf- sögðu sú sama en tímasetningin ræðst að nokkru leyti af viðbrögðum áhorf- enda. Auðvitaö verður þetta rútína hjá atvinnuleikurum sem eins og í West End .leika kannski sama hlutverkið árum saman. En samt er alltaf fyrir hendi þessi spenna — hvernig verða áhorf- endur í kvöld? Þessi spenna hjálpar manni, hún espar mann upp og fyrir bragðið verður endurtekningin ekki leiðinleg. Fjárkúgarinn Krogstad boflar komu sína. Nóra les mifla með orflsendingu frá Krogstad en vinnukona og Rank læknir hlusta felmtri slegin. Meflal margra leikrita og atriða sem Ása lék i var „The great Russian fairy story" eftir Bridget Crowley. Þar lék hún nornina Baba Yaga, sem ferðaðist um skóginn í kofa sem gekk á hænufótum. Ég held að það sé ákaflega erfitt starf að vera leikstjóri. Mér finnst nú nógu erfitt að þurfa að hugsa um mitt eigið hlutverk og geta leikið á móti hinum leikurunum. En að þurfa að hugsa um sýninguna i heild, þannig að allt virki vel og starfi rétt . . . en leikstjórar eru auðvitað misjafnir. Sumir leikstjórar leika sjálfir fyrir mann hvað maður á að gera, aðrir biðja um uppástungur og koma þannig til móts við mann og loks gefa sumir manni lausan tauminn. Atvinnuhorfur Ég hef sótt um vinnu hjá Þjóðleik- húsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og ennfremur ræddi ég lítillega við þá hjá Alþýðuleikhúsinu fyrir áramótin. Allir segjast vilja gefa mér tækifæri en samkeppnin er mikil og þeir hafa ekki séð það sem ég hef gert. Þar stend ég ver að vígi en til dæmis þeir sem hafa lært hjá Nemendaleikhúsinu, forráða- menn leikhúsanna geta með léttu móti fylgst með árangri slikra nemenda. Ef ég fæ ekki neitt að gera hér — og ég vil vera í leiklistinni, ég er leikari og ég œtla að vera í leiklistinni — þá er ég reiðubúin aðflýja land. Ég hef umboðsmann í Bretlandi sem er að reyna að útvega mér vinnu þar og atvinnuleyfi. 1 Bretlandi er erfitt að fá atvinnuleyfi og kemur þá til kasta umboðsmannsins, hvort ég fæ atvinnu- leyfi veltur á dugnaði hans. Ég var mjög heppin með umboðsmann. Hún heitir Elsbeth Cochrane, hefur með rit- höfunda og leikstjóra að gera og er auk þess vel þekkt í hópi leikhúsmanna. Umboðsmenn fá kannski 3-4 bréf á viku frá leiklistarnemum sem vilja fá þá til að vinna fyrir sig. Leiklistarnemarnir bjóða umboðsmönnum á sýningu til að þeir geti kynnt sér gripinn. Ég fékk vin minn til að skrifa fyrir mig kynningar- bréf sem gæti hugsanlega skorið sig úr öllum hinum. Það tókst mjög vel, ég skrifaði 460 bréf og fékk svör frá ótrú- legasta fólki. Af rælni skrifaði ég til Royal Shakespeare Company og National Theatre og ég fékk grínagtug svör. Margir aðrir svöruðu og ég stóð í miklum bréfaskriftum. Þetta þýðir að menn tóku að minnsta kosti eftir bréfinu og muna kannski eftir mér. í Bretlandi hafa leikarar og aðrir flytj- endur með sér félag sem nefnist Equity. Til þess að fá atvinnuleyfi þarf maður að hafa skírteini frá þessu félagi, svonefnt Equity-Card. Vilji ég fá atvinnu í Bretlandi þarf umboðsmaðurinn að finna einhvem sem vill ráða mig í hlut- verk. Síðan fer umboðsmaöurinn til útlendingaeftirlitsins, sækir um atvinnu- leyfi fyrir mig og sú umsókn fer svo fyrir Equity-félagið. Þeir meta hana út frá því hvort ekki séu líkur á að Breti fáist í hlutverkið. Nú gildir það sama um leikhúsmenn í Bretlandi og hér heima, þeir hafa ekki séð neitt til mín. Af þeim sökum fékk umboðsmaður minn þekktan leikstjóra, Lionel Harris að nafni, til að hjálpa mér við að taka upp á myndsegulband tvö leikatriði sem ég hafði æft. Við það hafa batnað horfur á að ég fái. jákvæð svör við umsóknum, en samt er aldrei að vita hve langan tíma ég þarf að bíða. Kannski fæ ég hlutverk á morgun, kannski eftir þrjú ár. Mig langar til að fá vinnu hér heima. En maður verður andlaus ef maður er ekki að gera það sem maður hefur áhuga á. Ég fer því ekki að hanga hér á tslandi bara til að vera á Islandi, ég vil vera í mínu fagi. 33. tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.