Vikan


Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 34

Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 34
 Fimm mínútur meö Willy Breinholst Þýö.: Anna MÆ _ ■ Jtr ■ ■ Jtt m W Komum við nokkuð of snemma? Ef ykkur er boðið í kvöldverð til einhvers fólks klukkan hálfsjö, klukkan hvað komið þið þá? Klukkan hálfsjö? Eða kannski tuttugu mínútur yfir sex? Nei, ekki það. Þið komið klukkan fimmtán mínútur í sjö. Þið leyfið gestgjöfunum að eiga stundarfjórðung til góða, til að bjarga því sem bjargað verður, og þar að auki er ykkur bölvanlega við að vera fyrst gestanna. Þegar við bjóðum gestum í mat klukkan hálfsjö þá treystum við því alltaf að gestirnir fari ekki að láta sjá sig fyrr en klukkan er kortér í sjö. Ef þeir kæmu á mínút- unni hálfsjö kæmu þeir að Maríönnu á undirkjólnum í eldhúsinu, með púðurdósina í armarri hendinni og matskeið í hinni, önnum kafinni við að smakka majónesið með rækju- kokkteilnum hjá matreiðslu- meistaranum. Og gestgjafinn myndi mæta á sokkaleistunum, með skyrtubrjóstið flaksandi, axlaböndin lafandi og eldrauður í andliti eftir óvana- lega áreynslu við að hrista kokkteilinn almennilega. Og hann lokaði gestina umsvifa- laust inni. Meðal fyrrverandi vina okkar voru nákvæmnis- manneskjurnar Lindbergs- hjónin. Þegar við buðum þeim klukkan hálfsjö þá mættu þau klukkan hálfsjö. Þegar það hafði endurtekið sig nokkrum sinnum hættum við að bjóða þeim heim. Við gátum ekki staðið í því að hafa þau hang- andi inni í stofu meðan ég hljóp um allt með axlaböndin á hælunum og ruddi því sem ryðja þurfti í karlastofunni, raðaði skónum mínum, fann flöskurnar og vindlana. Við gátum ekki verið með gesti þegar Maríanna æddi í ráðaleysi milli eldhússins og baðherbergisins, á nábleikum undirkjól og útdeildi ruglings- legum skipunum milli fjöl- skyldumeðlima. Hvaða gagn er að því að vera fullkomin nákvæmnismanneskja ef mann skortir lágmarkskurteisi í mannlegum samskiptum. Og það er lágmarkskurteisi að mæta ekki á þeim tíma sem manni er boðið í matarboð. Við erum alltaf meðal þeirra síðustu sem mæta þegar okkur er boðið út. Það hefur marga kosti. Gestgjafarnir hafa tíma til að marka stöðu manns innan gestahópsins þegar þeir tala við hina gestina: — Nú eru rithöfundurinn og konan hans ein ókomin . . . þannig að enginn þarf að vera í vafa um hver maður er þegar maður loks kemur. Auk þess fær Maríanna tækifæri til að koma inn í stofuna eins og sýninga- stúlka og heilsa virðulega. Svo getur maður líka farið beint að silfurbakkanum þar sem hana- stélið bíður, hvolft því í sig og sagt síðan glaðlega: Jæja, þá ættum við að geta sest að borðum mín vegna! Maður sleppur við þreytandi og innihaldslausar samræður í hálftíma. En auðvitað er hægt að ganga of langt í því að taka sér þetta akademiska kortér. Það gerðist til dæmis nýlega þegar Stjörnuspá llnilurinn 2l.m;ir> 20.;i iril Þér finnst sem þú hafir vel efni á að segja annarri manneskju til syndanna en heillavæn- legast er fyrir alla aðila að fara varlega og reyna að halda friðinn. Þegar liður á vikuna ætti að slakna á spennunni. Lengi hefur þú glímt við erfitt verkefni en nú fer senn að hilla undir lausn þess. Hafir þú lagt þig alla(n) fram skaltu vera þess fullviss að þú uppskerð ríkulega. N;iulirt 21. ipril 2l.m;ii Þó allt virðist ganga á afturfótunum er ekki ástæða til þess að láta það bitna á öllum i kringum þig. Littu raun- sæjum augum á málin og reyndu að ráða fram úr eigin vandræðum án þess að allur heimur- inn fari á annan endann. SporAdrckinn 24.okl. '’.Vnói. Þetta verður í alla staði hin fjörugasta vika bæði hvað snertir starf og frí- tíma. Þú hefur i mörgu að snúast en nýtur þess vel og skemmtir þér ágætlega um helgina með góðu fólki. T\ihurarnir 22.m;ii 21. júní Óvæntar fréttir berast, ef til vill langt að, og þá lyftist eitthvað á þér brúnin. Peningamálin fara brátt að komast í rétt lag eftir að hafa angrað þig mikið og lengi. lioijniaóiirinn 24.nó\. 2l.dc\ Þú ert upptekinn af ein- hverju viðfangsefni og það kann að fara í taugarnar á þínum nánustu. Sinntu þeim því eftir bestu getu og láttu allt samkvæmislíf lönd og leið um helgina. ki. iihinn 22.júni 2.Vjúli Það er ákaflega mikil- vægt að þú standir við öll loforð sem þú hefur gefið upp á siðkastið. Helginni væri rétt að verja til einhverra athafna sem veita vinnugleði þinni útrás án jjess að þreyta þig um of. Forðastu allt óþarfa vafstur þessa dagana og taktu lífinu með ró eftir bestu getu þvi ekki veitir þér af hvíldinni. Reyndu að fara eitthvað út i náttúruna um helgina og njóta kyrrðar og friðar. I jonió 24. julí 24. :ii*ú'I Nú er rétt að hyggja eilítið að framtíðinni og gera áætlanir þar að lút andi. Reyndu að koma einkamálum þínum og þá sérstaklega fjár- málum í sem best horf áður en lagt er út i frekari breytingar á högum þínum. \alnshcrinn 2l.jan. I*>.fchr. Gerðu ekki meiri kröfur til þinna nánustu en þú gerir til sjálfs þíns. Vikan verður mjög annasöm fyrir margra hluta sakir, en ekki verður allt jafn- skemmtilegt sem þú kannt að þurfa að leysa af hendi. Framkoma þín undan- farið stafar fremur af hugsunarleysi en eigin- girni og er rétt að athuga sinn gang og bæta fyrir misgjörðir áður en það verður um seinan. Taktu allajafna meira tillit til annarra en þú gerir nú. Fiskarnir 20.fchr. 20.mars Óvenju mikil athafna- gleði einkennir þig þessa dagana og Þér hættir til að æða úr einu í annað. Með smávegis skipu- lagningu á tímanum ættir þú að geta virkjað þessa miklu starfsorku til að koma ýmsu af sem lengi hefur mátt bíða. 34 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.