Vikan


Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 39

Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 39
Ljósmyndaskólð Vðkunnar ólíkt portraitmeistaranum þarf lands- lagsmyndarinn ekki að taka saman föggur sínar og hverfa heim uns líða tekur á daginn og lýsingin verður aftur hagstæðari. Líttu þér nœr Nú kann að vera rétti tíminn til að líta sér nær. Allt sem nöfnum tjáir að nefna, steinar, sandur, blóm, rekaviður og fót- soor geta orðið að fyrirtaksmyndefni ef svolítilli listrænni smekkvísi og hugkvæmni er fyrir að fara. Það er um að gera að prófa og það sakar ekki heldur að vera svolítið frumlegur. Góðar landslagsmyndir eru ekki fremur en góðar mannamyndir allar teknar á björtum og sólríkum sumar- dögum. Skýjaður himinn getur sett mikla stemmningu i myndir (polariser og hálf-filtrar geta komið sér vel). Þegar sólin nær hvergi að brjótast í gegnum skýin verður lýsingin á jörðu niðri mjög flöt og mjúk og þá yfirleitt rétt að hafa sjóndeildarhringinn neðarlega í mynd- inni ef skýjamyndanir leyfa að þeim sé gert hátt undir höfði. Þegar sólin nær hins vegar að skína gegnum „skýjavök” á himni verður landið fyrir neðan mjög mislýst og slíkt má nota sér i dramatiskum tilgangi. Oft má ná stórkostlegum myndum í kjölfar rigningarskúra þegar sólin er að brjótast fram á nýjan leik og raunar er vart hægt að hugsa sér það veður að þaö bjóði ekki upp á einhverja möguleika til myndatöku. Við getum að sjálfsögðu ekki náð myndum af fyrirbærum eins og árniði, ýlfri vindsins eða öðrum náttúru- hljóðum. En segir ekki máltækið: Aldrei að gefast upp. Við getum beðið uns áin er i vexti eftir rigningar eða vindurinn sveigir trjágreinamar og notað tiltölu- lega lítinn lokhraða?- (1/30 til 1 sek.) til að ná þeirri tilfinningu sem segir meira en þúsund orð. Margt 1 íslenskri náttúru er miklu fremur gróft og hrikalegt en smáfrítt og þá getur átt betur við að nota hraða svarthvíta filmu en hæga litfilmu. Útkoman verður dramatísk mynd, fremur grófkornuð, og sé vel að verki staðið getur hún auðveldlega miðlað þeim áhrifum sem maður sjálfur verður fyrir í slíku landslagi. 11 matar-og kaffistell frá Rospnthal 11)11,8 1 1 VA A 1 U IVAA Lotus: Frábært matar- og kaffi Suomi Suomi postulínið frá Rosenthal á sér fáa líka, enda er lögð ótrúleg vinna í framleiðslu þess. Suomi er hannað af Timo Sarpaneva. í raun og veru er ekkert postulín fullkomið. En Suomi er það postulín, sem listamenn Rosen- thal telja einna fullkomnast. Suomi er gljáð í handavinnu. Vélar skila ekki nægilega fínlegri vinnu. Hluti af framleiðslu Suomi er valinn til skreytingar með gulli og hvítagulli af heimsfrægum listamönnum. Komið og skoðið Suomi í Ros- enthalverzluninni. Lotus: Frábært matar- og kaffistell hannað af Björn Wiinblad. Glasasett og hnífapör í sama stíl. Lítið á gjafavöruúrvalið í Rosenthal verzl- uninni, — skoðið jólaplatta, mánaðardiska og postulín. Rosenthal vörur. Gullfallegar — gulltryggðar. Romanze Romanze — dýrindisstell frá Ros- enthal. Fágað form. Því sem næst gegnsætt postulín. Romanze er árangur margra ára þróunar í efn- isblöndun og' framleiðsluaðferð- urrí. Þess vegna hefur Wiinblad og Wohlrab tekist að hanna svokallað meistaraverk: Romanze — dýr- indisstell frá Rosenthal. studio-line Á. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85 SÍMI:18400 33. tbl.Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.