Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 19

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 19
„Ég er mikill barnakarl, á sjálfur twö og wildi eiga sjö." inn þráður gegnum það. Sá þráður er einn og óslitinn en kannski lit- irnir taki einhverium breytingum. — Getur forseti íslands átt sér eitthwert einkalíf? „Einkalíf, segirðu. Embætti for- seta íslands er náttúrlega svo al- tækt að sá sem gegnir því hlýtur ávallt að vera opinber persóna, nema þá innan fjögurra veggja heimilis síns. Kvaðirnar, sem fylgja embættinu, geta líklega allir gert sér í hugarlund. En ef þarna er um eitthvert ok að ræða veit ég ekki til þess að þeir sem hafa gegnt embættinu hafi kveinkað sér að ráði. Það á kannski við eins og segir í bókinni góðu: „Mitt ok er indælt og byrði mín létt.”” — Hwað með þitt starf? Eru á þér einhwerjar hömlur? „Mitt starf er náttúrlega alls ekki sambærilegt. En öllum störf- um fylgir ákveðin ábyrgð og mað- ur verður að gæta að viröingu þess embættis sem maður starfar hjá. Það væri kannski helst að þeir sem starfa við embætti forseta ís- lands, sem reyndar flestir emb- ættismenn í opinberri stjórnsýslu, hafi á vissan hátt minna tjáning- arfrelsi en flestir aðrir. Það væri til að mynda ekki vel séð, held ég, ef ég færi að úttala mig mikið um pólitík enda á embætti forseta að vera algerlega laust við viðjar flokkspólitíkur. En mér finnst þetta starf ekki þvingandi á neinn hátt.” — Hvaða eiginleika þarf maður að hafa til að geta verið forsetarit- ari — fyrir utan að eiga sjakkett? „Ég vil nú taka fram að sjakkett er ekki notaður hér á landi, ekki síðan ’75 eða ’76. En hvaða per- sónulegu eiginleika, já? Menn verða náttúrlega að kunna að skipuleggja sín vinnubrögð og vera liprir í samstarfi, fylgjast vel með því sem er að gerast í þjóðlíf- inu og svo framvegis. Ætli gildi ekki í þessu starfi fyrst og fremst þau almennu mannlegu lögmál sem felast í því að kunna að um- gangast annað fólk.” — Litur þú á þig sem starfsmann Vigdísar Finnbogadóttur eða vær- irðu reiðubúinn til að gegna emb- ættinu áfram undir öðrum forseta? „Ja, ég kem náttúrlega inn í þetta að hennar ósk. . .” Halldór hugsar sig um. „Við skulum orða þetta þannig að mér finnst rétt að hver nýr forseti fái tækifæri til aö velja sér aðstoðarmann að eigin vild. Hvort hann gerir það er svo annað mál.” — Hvað ætlarðu að taka þér fyrir hendur þegar störfum þinum hér lýkur? Seturðu þá bara upp krag- ann? „Og helgisvipinn?” Halldór hlær. „Já, ég reikna með að fara út í prestsskap. Það má líta á störf mín hingað til, bæði hér og í blaða- mennskunni, sem nokkurs konar undirbúning að prestsskapnum. Ætli ég endi ekki sem prestur ein- hvers staðar úti í sveit? ” — Blöskrar þér ekkert sú tilhugs- un að þurfa alltaf að hafa eitthvað fallegt að segja á hverjum sunnu- degi? „Þú segir nokkuð! En ég held reyndar að boðskapur prestsins þurfi ekki og eigi ekki endilega að vera eitthvað „fallegt”. Það er eðli þess starfs að vekja viöbrögð. Ég skil boðskap kirkjunnar þann- ig að menn eigi ekki að sofa á sínu eyra allan daginn; þeir eru þvert á móti hvattir til ábyrgðar og þátt- töku. Ég lít svo á að ef kristinn maður er heiðarlegur gagnvart sjálfum sér geti hann ekki horft upp á rangindi og örbirgð og ar- mæðu annarra án þess að hafast eitthvað að. Prestar þurfa að minna fólk á ábyrgðina sem það ber á meðbræðrum sínum. Við getum til dæmis ekki haldið aö okkur höndum meðan fólk hrynur niður úr hungri. Fólkið í Súdan og Eþíópíu hefur nákvæmlega sama rétt til lífsins og við; þetta eru menn eins og við og okkur ber skylda til að leggja því það lið sem við getum.” — Nú siturðu i starfi forsetarit- ara og ætlar i prestsskap. Bæði þessi störf krefjast — er það ekki — mikillar sjálfsstjórnar og ögunar? Ert þú mjög skipulagður maður og agaður? „Prestar eru nú tiltölulega frjálsir. Ég nefndi áðan takmörk- un á tjáningarfrelsi en það er bein- línis ætlast til þess að prestarnir tali út um hlutina. En hvort ég er mjög agaður maður? Það er alltaf erfitt að leggja mat á sjálfan sig. Agaður — miðað við hvaö? Viss ögun er nauðsynleg í hverju starfi, ekki síst í blaðamennsku! Á hinn bóginn hafa allir þörf fyrir frelsi; frelsið er svona ídeal sem við hljótum alltaf að sækjast eftir en náum náttúrlega aldrei algerlega. Og hvað er átt við með hugtakinu frelsi? Er það frelsi til að detta í’ða, eins og sagt er, eða frelsi til þess að þroska sjálfan sig og láta gott af sér leiða? Þetta er erfitt hugtak, frelsið. Ég held að það takist á í hverjum manni löngun í frelsi til að gera það sem honum sýnist og svo ábyrgðin á því fólki sem hann umgengst og ann. Svo verður hver maður að leysa þetta á sinn hátt. Maöur verður alltaf að fórna einhverju af sínu frelsi og spurningin er bara hvort maður gerir það af fúsum og frjálsum vilja ellegar nauðbeygður.” Halldór er farinn að ganga um gólf og tekur nú upp innrammaða ljósmynd á skrifborði sínu. Mynd- in er af konu hans og börnum. Hann handleikur myndina var- lega og af greinilegri væntum- þykju. — Svona i lokin. Hvað gerirðu þegar þú kemur heim á kvöldin? „Þá eru það börnin! Ég er mik- 01 barnakarl, á sjálfur tvö og vildi eiga sjö! Þau eru ung ennþá og mestallur tíminn fer í þau. Börnin þurfa alltaf sitt. Já, þetta með börnin. Þau eru svo óríginal, svo hrein og bein. Kannski eru þau frjálsari en við; þau gera bara það sem þeim sýnist þangað til þau eru öguð og alin upp. Ég held reyndar að íslendingar séu al- mennt mikil barnaþjóð. Ef börn koma undir er viðkvæðið oftast- nær: „Þetta bjargast.” Við eign- umst líka fleiri börn en flestar aðr- ar þjóðir á vesturhveli jarðar. Börn eru réttlát í þeim skilningi að þau eru sjálfum sér samkvæm; þau hegða sér í samræmi við sitt eðli. Mér finnst börn reyndar mjög intressant þema í guðfræði- legum skilningi. Einn ágætur sænskur guðfræðingur hefur skrif- aö: „Eilífa lífið er glaður leikur lítilla barna,” og mér finnst þetta skemmtileg kenning.” Halldór þagnar. Bætir svo við: „En þetta er kannski heldur heimspekileg útlistun á því að hafa hreinlega gaman af börn- um. . .” 47. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.