Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 24

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 24
Ekki verða allar poppstjörnur afar eða ömmur Það verður spilað á svörtu nótunum með sorgarbönd í poppþættinum þessa vikuna. Ég ætla að segja ykkur frá nokkrum látnum poppstjörnum og fólki sem á einhvern hátt tengdist þeim. Það hefur verið mál manna að í þessum bransa deyi óvenjumargir á unga aldri og þá ekki við eðli- legar aðstæður, oft af völdum eiturlyfja, fremji sjálfsmorð og þar fram eftir götunum. Það er nú einu sinni svo að frá byrjun hefur því verið haldið á lofti að rokkið sé aðeins fyrir unga fólkið og það sé nánast hallæris- legt að sjá fullorðið fólk dilla sér uppi á sviði, kalla eins og til dæmis Mick Jagger. (Hann sagði eftir að hann varð frægur, rétt um tvítugt, að hann sæi ekki sjálfan sig vera aö syngja lögin sín uppi á sviði þegar hann væri fertugur. Hann er 42 í dag.) Samkvæmt þessu eiga popparar líklega ekki að verða mikið eldri en svona 25— 30 ára, sumir hafa ekki einu sinni náð því. Þetta yfirlit er engan veginn tæmandi, það vantar örugglega einhverja en ég reyni að hafa meö þá sem fólk kann einhver skil á, þó svo verði nú ekki um alla því að sjálfsögðu var þetta fólk misjafn- lega frægt á sínum tíma. En hvað um það, öll eru þau skráð á spjöld poppsögunnar og þetta er tilraun til að viðhalda minningunni. 1958 Gladys Presley, móöir hins eina sanna Elvis Arons Presley, kon- ungs rokksins, lést af hjartabilun. 1959 Buddy Holly, Richi Valens og The Big Boober farast í flugslysi í Iowafylki í Bandaríkjunum. Goð- sögnin Buddy Holly fæðist. 1960 Breski rokkarinn Eddie Cochran ferst í bílslysi ásamt vinkonu sinni. Gene Vincent var sömu- leiðis farþegi í bílnum. Hann slapp lifandi en skrámaður. 1962 Stuart Suthcliff, sem var meðlim- ur The Beatles en var hættur er hér var komið, deyr af heilablóð- falli. 1965 Nat King Cole reykti heilmikiö alla tíð, deyr úr krabba. 1967 Brian Epstein, umboösmaður Bítlanna, slekkur eigiö ljós með því að klára úr fullu pilluglasi eða þar um bil. Otis Redding var af mörg- um talinn besti soulsöngvari síns tíma. Hann ferst í flugslysi aðeins 27 ára gamall. 1968 Frankie Lymon, sem varð frægur fyrir lagiö Why Do Fools Fall in Love, deyr af of stórum skammti eiturlyfja. Tammi Terrel varð fræg fyrir dúetta sína meö Marvin Gaye, Hún fékk heilaæxli og dó. 1969 Brian Jones, gítarleiKari og stofn- andi Rolling Stones drukknar í sundlauginni við sveitasetur sitt í júlí. Allar kringumstæður þykja hinar grunsamlegustu. Hann varð 27 ára. Brian var hættur í Stones. I desember halda Rolling Stones hljómleika við Altamont-hrað- brautina í San Francisco. Fjórar manneskjur láta lífið á einn eða annan hátt, þeirra á meðal ungur svertingi, Meredith Hunter, sem Hells Angles meðlimur stingur á hol. Englarnir voru fengnir til að sjá um gæslu, atburöurinn var kvikmyndaður og þar sést Hunter greinilega veifa byssu og ryöjast í átt að sviöinu. Byssan reyndist óhlaðin. 1970 Hinn stórkostlegi gítarleikari Jimi Hendrix sofnar dauðadrukkinn og kafnar í eigin ælu, 27 ára gamall. Hin frábæra söngkona Janis Joplin deyr af stórum skammti af heróíni, 27 ára. 1971 Jim Morrison, söngvari hljóm- sveitarinar Doors, fær hjartaslag í baði á hóteli í París. Það fór engin krufning fram, hann var jarðaður í miklum flýti og það fengu engir ættingjar eða vinir að sjá líkið. Síðan hafa gengið sögusagnir um að Morrison hafi sett dauða sinn á svið til að komast út úr þeim víta- hring sem eiturlyf og annar ólifn- aður hafði komið honum í. Hann varð 27 ára. Duane Allman, gítarleikari Allman Brother Band og sá hinn sami og á heiöurinn af frábærum gítarleik í hinu sígilda lagi Layla sem Derek and the Dominos Jim Morrison. John Lennon. Umsjón: Halldór R. Lárusson Janis Joplin. fluttu, missti stjórn á mótorhjóli sínu. Gene Vincent, sem áður var getið, var frægur á upphafsdögum rokksins og átti lög eins og Be Boba Lula (She’s My Baby). Þaö var hjartað sem gaf sig. Hann var flestum gleymdur. 1972 Les Harvey, gítarleikari skosku hljómsveitarinnar Stone the Crowds, fær rafstraum í sig er hann stingur gítarnum sínum í samband á einni æfingunni. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum. Bill Murcia, trommari New York Dolls, dó af stórum skammti af eitri. Berry Oakley, bassaleikari Allman Brothers Band, náði sér aldrei eftir dauða Duane Allman. Hann ók framan á trukk á mótor- hjóli sínu skammt frá þeim staö þar sem gítarleikarinn lést. Skömmu síðar sló Allman Brothers í gegn meö sinni bestu plötu, Brothers and Sisters. 1973 Jim „I got a name” Croce ferst í flugslysi um það leyti sem hann er að slá í gegn. Þetta flýtir aðeins fyrir því. Max Yasgur var bóndi alla tíð og varð frægur fyrir að lána land sitt undir frægustu útirokkhátíð sem haldin hefur veriö, nefnilega Woodstock. Clarence White, trommari The Byrds, ferst í bílslysi. Gram Parsons, einn fremsti kántrírokkari Bandaríkjanna, blandar saman alkóhóli og eitur- lyfjum og tekst frekar illa upp. Áður en tekst að jarða hann rænir einn af róturum hans líkinu, fer með það út í eyðimörk og kveikir í því. 1974 Mama Cass Elliot kafnar þegar hún reynir aö borða samloku í einu lagi. Hún söng lengi með Mamas and Papas, meöal annars Monday, Monday, en var að hefja sólóferil. Graham Bond, einn af forsprökk- um bresku rythm and blues hreyf- ingarinnar, hoppar fyrir járn- brautarlest í London. 24 Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.