Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 30

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 30
Kathleen Turner segist hafa átt í andlegu ástarsambandi viö Jack Nicholson. Ég er ekki hin nýja Lana Turner „Ég var nærri búin aö venjast því aö vera kölluð hin nýja Lana Turner,” segir Kathleen Turner, en fyrsta kvikmyndahlutverk hennar var í hinni mjög svo kyn- æsandi kvikmynd Body Heat (blóðhiti). I myndinni lék hún siö- laust og tælandi svikakvendi. Hún leikur nú aftur undirförult tál- kvendi í hinni umdeildu en vinsælu kvikmynd Crimes of Passion. Leikstjóri þeirrar myndar er Ken Russel og höfundur kvikmynda- handritsins er hinn litskrúðugi Barry Sandler. Hann skrifaði einnig kvikmyndahandritið fyrir myndina Making Love. Kathleen Turner er ánægð með hlutverkið og segir að það gefi sér tækifæri til að sýna á tjaldinu hvað í henni býr. China Blue, en svo nefnist persónan í kvikmyndinni, er verkakona á daginn en gleðikona á kvöldin. Þá setur hún á sig ljósa hárkollu en lítið meira. Kyntáknið verður að þráhyggju hjá trúarof- stækismanni nokkrum sem Anthony Perkins leikur. Staðreyndin er nefnilega sú að myndin hefur verið gagnrýnd bæði vegna hispursleysis og geð- veikislegs endis sem minnir á kvikmyndina Psycho. Turner segir: „Þetta er kvikmynd sem ætluð er fullorðnum og hún er mjög djörf. Myndin kemur fólki til að hugsa og hún kemur mjög illa við marga vegna þess aö hún fjallar um kynþarfir konu og vekur spurningar um hver konan sé í raun og veru. Ævintýrasteinninn Hvers vegna kaus hún svona áhættuverkefni eftir svo vinsæla mynd sem Romancing the Stone (Ævintýrasteinninn) varð? Hún útskýrir að Barry Sandler hafi talað sig til og útskýrt myndina fyrir sér. „Hann stokkaði upp myndina Making Love tvisvar sinnum, bara fyrir mig. Það er einnig umdeild mynd og líka sýnd frá sjónarhóli misskilinnar sögu- persónu. Svo fannst mér að hlut- verkið myndi reyna á sveigjan- leika minn sem leikkonu. Og eftir að leika heldur formfasta persónu í Stone saknaði ég hálfpartinn kyntáknsins úr myndinni Body Heat. Mest kynæsandi leikkona í Hollywood Eftir kvikmyndina Body Heat var Kathleen Turner hyllt sem mest kynæsandi leikkonan í Holly- wood. Hvji fékk slæma dóma fyrir leik sinn í myndinni The Man with Two Brains en þar lék hún á móti Steve Martin. Sagt var í gamni að ekki hefði veitt af tveimur heilum í þeirri kvikmynd. Myndin snerist um Martin en hlutverk Kathleen var heldur lítilmótlegt. Um mynd- ina hefur hún þetta að segja: „Ég lærði mikiö um gamanleik á því að fylgjast með Steve. Og það kemur sér vel seinna því að ég vil ekki vinna eingöngu að skjótgróða- myndum. Samt mun ég forðast að koma fram í myndum sem snúast einvörðungu um aðra, ekki bara sjálfsálitsins vegna eða neitt í þá áttina heldur vegna þess aö það er vanþakklátt starf og ekki mjög skemmtilegt. Ég kynntist Steve heldur ekkert þvi að allt snerist um hann og hann hafði ekki einu sinni tíma til að vera mannlegur.” Samstarf þeirra Michael Douglas gekk betur en hann var mótleikari hennar í myndinni Ævintýrasteinninn. Hann er mjög aðlaðándi og hefur ríka kímni- gáfu. „En fólk skyldi samt ekki reyna að hindra hann í neinu,” aðvarar hún. „Hann er mjög vilja- sterkur maður. Hann hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast úr hinum heljarstóra skugga fööur síns. En Michael er réttlátur og heiðvirður maður og ég hlakka til að vinna með honum aftur. Samt er ég fegin að hann leikstýrði ekki vegna þess að þá hefði samstarf okkar orðið erfiðara — að fá hann til að hlusta á mig. Ég hélt athygli hans óskertri þegar við vorum saman í leðjunni, lengst inni í frumskógum Mexíkó.” Þau munu leika saman aftur í framhaldsmyndinni. Tökur á henni byrja í Mexíkó næsta vor. „Eftir rigningartímann var satt aö segja eldur í æðum mér í fyrstu myndinni minni. En nú er ég búin að fá nóg af rigningu það sem eftir er ævinnar.” Andlegt ástarsamband I millitíðinni hefur Kathleen lokið samleik með Jack Nichol- son. Hún segir: „Hann er einn af uppáhaldsleikurunum mínum. Þegar ég sá myndirnar Five Easy Pieces og Cuckoo’s Nest (Gauks- hreiðrið) vissi ég að ef ég yrði stjarna yrði ég að vinna einhvern tíma með honum.” Var nokkurt ástarsamband ykkar í milli? „Já, en eingöngu andlegt,” svarar hún og brosir tvíræðu brosi — og bætir svo við að verkefnið hafi verið „fjölskyldumál”. Leikstjóri var hinn gamalkunni John Huston sem er mjög eftir- sóttur síðan hann stjórnaði mynd- inni Under the Volcano. Anjelica Huston, dóttir Johns og gömul vin- kona Jack Nicholson, var alltaf nálæg. „Samband þeirra er yndis- legt — nærri því yfirnáttúrlegt — og Jack er svo tillitssamur með- leikari. Hann deilir senunum með manni þannig að okkur tókst báðum betur upp en ella. Og hann gaf mér líka tækifæri til að sýna getu mína,” heldur hún áfram. Kvikmyndin Prizzi’s Honor (Heiður Prizzis) er „skoplegur harmleikur” og John Huston heldur því fram að þetta sé sín besta mynd í 20 ár. „Að vinna með John Huston var eins og að fá ósk sína uppfyllta, í annað sinn.” Hann kom fram við mig eins og komið var fram við kvikmyndastjörnur í gamla daga. Og hann kallaði mig aldrei Lönu, til allrar guðs lukku,” bætir Kathleen við hlæjandi. Seint á árinu 1984 giftist Kathleen Turner fasteignajöfri frá Manhattan. Hann er einu ári yngri en hún. „Ég stríði honum á því að þetta ár gefi mér þá yfir- burði sem ég þarf. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem verða milljónamæringar af eigin ramm- leik, þeim sem vinna sig upp í sviðsljósið í viðskiptaheiminum. Starf leikarans er allt annars eðlis. Þetta er auðvelt hjá okkur í samanburði við það, að minnsta kosti hvað tímafjölda varðar.” Tiu góð ár eftir Hjónabandið mun ekki standa í vegi fýrir frama hennar. „Ég er 30 ára og þaö þýðir aö ég á tíu góð ár eftir. Hefur þú lesið skáldsöguna The Prime of Miss Jean Brodie? Ég hef ekki séð kvikmyndina ennþá en ég hef heyrt að hún sé frábær. En hvað um það? Miss Brodie sagði að sem kennslukona myndi blómaskeið hennar standa til fimmtugs, að minnsta kosti. Fertugsaldurinn er raunhæfari aldur fyrir leikkonu. Og vegna þess að ég byrjaði á kvikmynda- leik tiltölulega seint finnst mér aö ég eigi mikið óunnið til aö skilja eftir athyglisverðan feril að blómaskeiði mínu loknu.” Kvíðir fegurðardísin því að eld- ast og afstöðu Hollywoodbúa til aldurs? „Ég kvíði því að eldast án fyllingar og það er þess vegna sem ég tek að mér annaðhvort safarík eða mjög umdeilanleg verkefni eins og Crimes of Passion. Stundum þarf maður að taka áhættu, bara til að tekið sé eftir manni. Ég vildi helst hverfa frá kyntákninu í það að verða fjöl- breytileg leikkona, eins og Sophia Loren, en helst án takmarkana.” Hvað um samkeppnina milli Crimes og kvikmyndar Brian de Palma, Body Double, sem sýnir jafnmikla ef ekki enn meiri kyn- misnotkun? „Það er tilbúningur blaðanna,” er álit Kathleen. „Þetta eru mjög ólíkar kvik- myndir. Kynlíf og ofbeldi eru jafn- fjölbreytileg og kringumstæðurn- ar. Báðir leikstjórarnir eru viður- kenndir listamenn en mér finnst okkar mynd betri. Og ég myndi vilja vinna með Ken Russel aftur. Hann er mjög kröfuharöur og hann tekur mjög mikla áhættu. Hann jók hugrekki mitt og hann hjálpaði mér að gera mig ekki að athlægi.” 30 Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.