Vikan


Vikan - 19.11.1987, Page 10

Vikan - 19.11.1987, Page 10
Að vera fallega Ijótur Stevie, sem er níu ára gamall drengur, varð fyrir því slysi aðeins átta mánaða gamall að lampi datt ofan í rúmið hans og kveikti í því. Stevie lifði af, en svo illa brunninn að hann htur út eins og ein- hver óhugnanleg vera í hryllingsmynd. Stevie býr í blokk í Harford í Bandaríkjunum ásamt móður sinni. Hún er það illa stæð að hún hefur þurft að reiða sig á hjálp frá því opinbera til að ffamfleyta sér og Stevie. Þar af leiðandi hefur ekki verið fjár- magn til að láta framkvæma kostnaðarsaman skurðaðgerðir í því skyni að bæta útlit drengsins. Hann er grimmur raunveruleikinn í einkasjúkra- húsakerfi. Ef þú átt ekki peninga fyrir aðgerð færðu hana ekki. Stevie lætur bæklun sína þó ekki á sig fá og vinir hans eru búnir að samþykkja hann í hóp- inn þó að ókunnugir forðist að horfa á hann. Eða gera það þá með óduldum viðbjóði. Þessar fallegu myndir Bradley Curant sýna að þó að Stevie sé afmynd- aður eftir slysið getur hann not- ið lífsins rétt eins og önnur börn. Hann þvælist um allt með bróður sínum sem hann segir að sé besti vinur sinn. • Bradley Clift, sem tók þessar myndir, er talinn einn besti fféttaljósmyndari í Bandaríkjun- um í dag. Þar af leiðandi selur hann myndir sínar dýrt og allar greiðslur sem hann fær fyrir myndirnar af Stevie renna beint í sjóð sem ætlaður er til að greiða fýrir fegrunaraðgerð handa Stevie. 10 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.