Vikan


Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 6. 1943 Lissie fékk einu myndina, sem til var af hinum fræga prófessor, og það hafði mikil áhrif á framtíð hennar ... SmÁsag.a &Qtbi i/K clx. odío.X(mcLe.h. LISSIE WENCH hafði að eigin áliti ekki framkvæmt ýkjalítið í lífinu, þótt hún væri ekki eldri en tuttugu og eins árs. En hún var ekki eins hreykin af neinu og því, að henni skyldi hafa tek- izt að fá mynd af prófessor Korsholm. Hún var búin að ákveða það, að hún Skyldi eignast mynd af honum. Veggirnir og allir aðrir staðir í litla herberginu henn- ar voru þaktir myndum, og voru þar myndir af öllum meira og minna þekktum kunningjum hennar. En hinir frægustu voru óneitanlega á mest ábérandi stöðum. Og Lissie var hreykin af því að geta sagt við vinkonur sínar: „Þessi þarna á píanóinu er Hauschultz hershöfðingi og á hillunni er Sölling pró- fastur.“ Nú hafði hún nokkrum sinnum hitt prófessor Korsholm á heimili frænda síns, en enn hafði hún ekki haft kjark til þess að biðja um mynd af honum. Því að hún vissi, að þessi frægi fornmenjafræðingur hafði ímugust á myndatökum og það var víst varla til mynd af honum. En svo vildi það til, að í nýársboði hjá frændanum var hún svo heppin, að í pant- leik lenti hún í því, að prófessorinn var dæmdur til þess að gefa henni einhverja smágjöf. ,,Ja, hvað á ég nú að gefa yður?“ spurði hann. ,,Á það að vera konfektaskja eða aðgöngumiði í leikhúsið?" ,,Nei,“ sagði Lissie og varð allt í einu alvarleg á svipinn, „það er miklu meira, sem ég ætla að biðja yður um. — Mig Iangar svo til þess að eiga mynd af yður.“ Prófessorinn reyndi að færast undan, honum var ekki vel við það. En hann gat ekki neitað því, að hann varð dálítið upp með sér af því, að lagleg, ung stúlka skyldi vilja eiga mynd af honum. Og auk þess átti hann að gefa henni gjöf. Endirinn varð sá, að prófessorinn fór til ljósmyndara og lét taka mynd af sér. En búin var til aðeins ein mynd, og hana fékk Lissie. Hún var strax sett á heiðurs- staðinn á skrifborði hennar, og næsta skipti, er vinkonur hennar komu til henn- ar, sagði hún með illa duldri hreykni: „Ég er búin að fá mynd af prófessor Korsholm .— það er eina myndin, sem til er af hön- um.“ Síðan Lissie varð stúdent, hafði það ver- ið draumur hennar að verða blaðamaður. En allir, sem hún hafði talað við, sögðu henni aftur og aftur, hve hræðilega erfitt það væri að komast að hjá blöðunum, svo að hún hafði gefizt upp. Af og til sendi hún að vísu sögu eða grein til ýmissa blaða, en þar sem hún fékk það alltaf endursent ásamt prentuðum miða, sem á stóð, að blaðið „hefði því miður svo mikið auka- efni fyrirliggjandi", hafði hún alveg hætt því. En nú varð hún að herða sig, ef hún ætlaði ekki að hafna sem kennslukona í einhverjum smábæ eða í einhverju öðru eins hræðilegu. Frændi hennar, sem hingað til hafði hjálpað henni, var nú dáinn, svo að hún varð að reyna að sjá fyrir sér sjálf. Hún hafði sent það, sem hún átti til af greinum og smásögum til blaðsins „Hrað- boðinn“, stærsta og útbreiddasta blaðsins í bænum og beið nú með eftirvæntingu eftir svari. En er það kom ekki, fór hún sjálf til aðalritstjórans. Hún var með ákafan hjartslátt, er henni loks var fylgt inn á einkaskrifstofuna, þar sem hinn mikli maður sat við stórt skrif- borð og leit óþolinmóður á hana. Og henni fannst hún aldrei hafa verið eins kjána- leg og vandræðaleg. „Já, kæra ungfrú," sagði ritstjórinn og brosti þreytulega, „það vilja allir skrifa, — allir, segi ég yður. En við höfum fasta samverkamenn, sem verða fyrst og fremst að fá laun sín. Ef þér viljið komast að við blað, þá verðið þér að koma með eitt- hvað sérstakt, eitthvað, sem alveg nauð- synlegt er að fá, og enginn annar getur gert eins. Ef þér getið það, þá komizt þér alls staðar að.“ Lissie gekk.hægt niður stigann. Henni hafði aldrei fundizt hún vera eins lítilmót- leg og einmitt núna. Hún hélt á handritum sínum; hún var viss um, að ritstjórinn hafði ekki einu sinni lesið þau. Og þetta var síðasta vonin hennar. Daginn eftir frétti Lissie hjá vinkonu sinni, að prófessor Korsholm hefði gert mikilvægar uppgötvanir í Egyptalandi, þar Vitið þér það? 1. Fyrir hvaða bók hlaut Sigrid Undset Nóbelsverðlaun ? 2. Hvenær kom Friðrik konungur VIII. til Islands ? 3. Hver orti þjóðsöng Frakka, „La Marseillaise" ? 4. Hver var síðasti keisar Aztekanna í Mexico ? 5. Hvað var Ástraiía kölluð áður fyrr? 6. Hvenær dó Ari Þorgilsson hinn fróði? 7. Hveriær og hvar er Adolf Hitler fæddur? 8. Hver dró lík Hektors þrisvar sinnum í kringum veggi Trjóuborgar? 9. Hve hátt er fjallið Strútur? 10. Hver orti sjómannasönginn: „Islands Hrafnistumenn" ? Sjá svör á bls. 14. sem hann nú var. Hann hafði sent sím- skeyti til f jölskyldu sinnar, og þótt sím- skeytið væri stutt, mátti þó skilja, að þær gömlu áletranir, sem hann hefði ráðið, mundu gera hann að heimsfrægum manni. Þrátt fyrir eymd sína var Lissie mjög hreykin af því að þekkja þennan fræga mann og eiga meira að segja einu mynd- ina, sem til var af honum. Hún settist við skrifborð sitt og virts myndina fyrir sér. Og er hún horfði á hana, datt henni allt í einu í hug, að nú mundi blaðið auðvitað þurfa á grein um prófessor Korsholm að halda. Hún fór strax að skrifa, og henni fannst sér ganga óvenju vel með greinina. Hún lýsti prófessornum fjörlega og lifandi, og er hún las yfir, það sem hún hafði skrifað, fannst henni, að sér hefði ágætlega- heppn- azt að lýsa honum og að hún hefði aldrei áður skrifað svona vel. Hún lét handritið í skyndi í umslag og ætlaði að fara af stað til ritstjórans, er henni datt myndin í hug. Það gat verið, að hægt væri að nota hana. Hún tók hana því úr rammanum og stakk henni á sig. Hún virtist ekki koma á heppilegum tíma á ritstjórnarskrifstofuna. Starfs- mennimir hlupu fram og aftur eins og flugur í flösku, og síminn frá skrifstofu ritstjórans hringdi í sífellu. Sem stóð var einn fréttaritaranna inni hjá honum. „Það er ógerlegt — alveg ógerlegt! Eg er búinn að tala við fjölskyldu hans og alla hugsanlega ljósmyndara, en þeir halda allir, að það hafi aldrei verið tekin mynd af prófessomum. Honum er illa við það. En er nauðsynlegt að birta mynd af hon- um? Ekkert hinna blaðanna gerir það,“ „Þess vegna eigum við einmitt að gera það. Við eigum að vera fyrstir í röðinni, eins og þér vitið. Við verðum að fá mynd- ina. Kallið á teiknarann.“ Blaðamaðurinn fór, honum létti sýnilega, og teiknarinn kom inn. „Við verðum að hafa mynd af prófessor Korsholm í blaðinu á morgun.“ „Prófessor Korsholm — ég hefi aldrei séð hann, það get ég ekki.“ Nú varð ritstjórinn alvarlega reiður; það kom fram í því, að rödd hans var ró- leg, en nístandi köld. „Ég hefði gaman af því að vita, tll hves þér eruð hér hjá okkur. Ætli það sé ekki til þess, að þér notið augun og vitið, hvernig frægustu menn þjóðarinnar líta út?“ „En —“ „Það stoðar ekkert að segja en, ef. þér Framhald á bls. 14 i!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.