Vikan


Vikan - 06.02.1992, Page 32

Vikan - 06.02.1992, Page 32
TEXTI: ÞORGEIR ÁSTVALDSSON / LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON Dengsi er aö eigin sögn einhver allra liprasti dansherra sem þjööin hefur átt og fer létt meö að dansa viö þrjár í einu. Sveitaballa- piurnar úr söngleiknum Tjutt og tregi kitla hér kallinn svolítið. Þær eru f.v.: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þórdís Arnljóts- dóttir og Ingrid Jónsdóttir. MÉR FINNST LANGBEST AD VERA FRÆGUR í FRIÐI Dengsi er maður sem þjóðin hefur kynnst í þáttum Hemma Gunn, Á tali, í Sjónvarpinu. Hann er nú þegar orðinn heimilisvinur fjölskyldna um land allt og krakkarnir herma eftir honum i tilsvörum og töktum - „jaaaaá, Hemmi minn“. Fólk brosir góðlátlega að minnsta kosti út í annað þegar ýkjurnar og sjálfshólið rennur upp úr kallinum. Það er eins og við höfum kynnst þessari persónu einhvers staðar áður, einhverjum sem líkist honum í framkomu og hegðan. Kannski er hann settur saman úr mörgum manneskjum sem við munum eftir, án þess að koma þeim fyrir okkur svona í fljótu bragði. Höfundurinn er að sjálfsögðu Laddi sem oft áður hefur „smíðað“ eftirminnilegar manneskjur eða f ígurur sem okkur finnast gamalkunnugar, spaugilegar og broslega hallærislegar. Laddi er snillingur í þessum smíðum. Hann er afar næmur fyrir því sem einkennandi er í fari og framkomu fólks og hefur frá unga aldri hermt eftir mönnum. Meðfæddir leikhæfileikar, þjálfaðar hreyfingar, ótrúlegar geiflur og tilburðir í framkomu gera hann að vinsælast grínara landsins. Dengsi er þessi sællegi ein- feldningur sem hefur lært að gera alla hluti að sínum og stærir sig óspart af þeim. Hann er góðhjartaður, hjálp- samur og feiminn en yfirvinnur feimnina með því að vita alltaf betur en viðmælandinn og upphefja sjálfan sig og ýkja óspart. VIKAN hitti Dengsa baksviðs eftir þátt í Sjónvarp- inu. Eftir langar og miklar for- tölur féllst hann á að segja af högum sínum - „bara svona pínulítið fyrst þú endilega vilt. Ég hef nefnilega svo mikið að gera en þú verður að hafa ◄ „Það er ekki spurning hvor okkar er frægari," segir Dengsi. „Hemmi er einhver allra besti aöstoðarmaður sem ég hef nokkurn tíma haft í sjónvarpi. Við erum feikilega góöir saman.“ 32 VIKAN 3. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.