Menntamál - 01.08.1967, Side 28

Menntamál - 01.08.1967, Side 28
122 MENNTAMÁL eyðingar, e£ foreldrar óskuðu þess og sannanlegt var, að móðirin hafði veikzt af rauðurn hundum snemma á með- göngutímanum. Síðasti faraldur rauðra hunda var hér á landi fyrir tveimur til þrernur árum, og nú telur Heyrnar- lijálparstöðin að þar hafi verið heyrnarmæld 27 börn á aldr- inum 2—3 ára, sem þurfi á skólavist í Heyrnleysingjaskólan- um að halda, þrátt fyrir það að fóstureyðingar hafi verið leyfðar eins og 1954—55. Það er að vísu ekki hægt með óhrekjandi rökUm að rekja öll þessi 40 tilfelli a£ heyrnar- deyfu beint til rauðu hundanna. En um mörg af börnun- um, sem fæddust 1954—57, og þeim, sem fæddust 1963—64, er vitað með vissu, að mæðurnar fengu rauða hunda snemma á meðgöngutíma, en um börnin, sem fæddust 1941, er ekk- ert vitað annað en rauðir hundar gengu hér mikið árið áður. Það er líka óvíst, að nokkur hér á landi hafi vitað um sambandið milli þessa sjúkdóms og heyrnardeyfu, og áreið- anlega ekki mæðurnar, sem börnin ólu. Ýmsir sjúkdómar geta skaðað heyrnina eftir fæðingu, og er heilahimnubólga hættulegust. Áður en sulfa- og penicillin lyfin komu til sögunnar var talið að um helmingur allra þeirra, sem misstu heyrn eftir fæðingu, misstu hana úr heila- himnubólgu. Prófessor Myklebust í Chicago bendir á, að það sé óvíst, hvort heyrnardeyfutilfelli a£ völdum heila- himnubólgu séu nú færri en þau voru, meðan áðurnefnd lyf voru ekki komin til sögunnar, því nú muni að vísu íleiri lifa af þessa veiki, en óvíst sé, hvort lyfin bjargi þeim sjúklingum, sem lendi í bráðri lífshættu og hefðu áður átt dauðann vísan, frá því að missa heyrnina, þótt þau kunni að bjarga lífi þeirra. Þá virðist einnig sjúkdómsgreining á heila- himnubólgu vera erfið og af þeim sökuin e. t. v. ekki gripið til hinna réttu lyfja fyrr en um seinan. Ýmsir fleiri sjúkdómar og afleiðingar þeirra geta valdið heyrnardeyfu eftir fæðingu, svo sem mislingar, skarlatsótt, influenza, kíghósti o. fl. Loks verður að geta þess, að sérstök heilabilun getur vald-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.