Menntamál - 01.08.1967, Side 82

Menntamál - 01.08.1967, Side 82
176 MENNTAMÁL málastjórn forgöngu um námskeið íyrir starfandi kennara. Sérstaklega bæri að fagna því, að starfsfræðsla væri nú hafin í mörgum skólum landsins. Náin samskipti við aðrar þjóðir leggja okkur meiri ábyrgð á herðar. Framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar hlýtur að fara eftir því, hvernig okkur tekst að varðveita sérkenni þjóðarinnar, tungu, þjóðerni og andlega reisn, sem verið hafa hornsteinar sjálfstæðisbaráttu okkar. Þjóðin verður að halda vöku sinni og þroska með sér glögga dómgreind til þess að velja og hafna, sagði formaður að lokum. Við þingsetningu ávarpaði dr. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra þingið. Hann ræddi lesturinn í skólum lands- ins og þýðingu bókarinnar. Ráðherrann þakkaði samstarf undanfarinna ára og árnaði þinginu heilla. Síðan var tekið í'yrir aðalmál þingsins: Þjóðernið, skólinn og uppeldið. Þórhallur Vilmundarson prófessor flutti athyglisvert er- indi um þetta mál og sagði frá könnun, sem gerð var á veg- um kennarasamtakanna. Erindi Þórhalls verður ekki rakið hér, þar sem það verður væntanlega birt í heild í næsta hefti Menntamála. Miklar umræður urðu um málið og gerði þingheimur góðan róm að erindi Þórhalls. Erindi um Ríkisútgáfu námsbóka flutti Jón Emil Guð- jónsson framkvæmdastjóri. Hann sagði, að fjárhagsaðstaðan hefði verið erfið fyrstu 20 árin, þar til tekjur útgáfunnar komust á fastari grundvöll fyrir 10 árum. 114 bækur (bókatitlar) hafa verið gefnar út fyrir skólana. Endurnýjun á bókakosti er í undirbúningi og athugun á flokkaskipan lestrarbóka. Ræðumaður talaði um húsnæðis- kaup ríkisútgáfunnar til að tryggja henni viðunandi að- stöðu, svo hægt sé að hafa upplögin stærri og þjónustuna betri. Einnig ræddi Jón Emil um yfirstandandi kennslutækja-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.