Menntamál - 01.08.1967, Side 91

Menntamál - 01.08.1967, Side 91
MENNTAMÁL 185 Lýsir þingið alvarlegri áhyggju sinni af því, að góður undirbúningur að starfsfræðslu í íslenzkum skólum verði að takmörkuðu gagni, ef námsstjórn er nú felld niður í þess- ari grein. III 14. uppeldismálaþing S.Í.B. og L.S.F.K. óskar Ríkisút- gáfu námsbóka til hamingju með 30 ára starfsferil og þakk- ar forstjóra og öðru starfsfólki gott starf. Jafnframt skorar þingið á yfirstjórn fræðslu- og fjármála að skapa Ríkisútgáfunni á hverjum tíma viðunandi starfs- grundvöll. IV 14. uppeldismálaþing S.Í.B. og I..S.F.K. 1967 fagnar þeirri ákvörðun hæstvirts menntamálaráðherra að láta hefja smíði Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskóla íslands á þessu sumri. Jafnframt treystir þingið því, að fjárveitingum og framkvæmdum við fyrsta áfanga skólans verði þannig hag- að, að hann fullnægi öllum lögboðnum og eðlilegum kröf- um, sem gera verður til nútíma barnaskóla um starfsaðstöðu alla auk hins sérstæða hlutverks æfinga- og tilraunaskóla. Uppeldismálaþing 1967 fagnar því, að fyrsta áfanga kenn- araskólahússins við Stakkahlíð er nú lokið að kalla og leyfir sér að beina þeirri eindregnu áskorun til hæstvirts mennta- málaráðherra, að hann stuðli að því, að bygging næsta áfanga verði hafin eigi síðar en á næsta vori, þar eð þrengsli í hinu nýja húsi Kennaraskólans eru nú þegar orðin fjötur um fót allri starfsemi þar, sem þó er gert ráð fyrir að vaxi stór- lega í nánustu framtíð. Uppeldismálaþing 1967 beinir þeirri eindregnu áskorun til hæstvirts menntamálaráðherra, að hann stuðli að því, að Kennaraskóli íslands verði nú þegar búinn svo sérhæfðu

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.