Vorið - 01.07.1934, Side 12

Vorið - 01.07.1934, Side 12
52 VORIÐ Landið mitt. Margir merkir menn halda því fram, að ísland sé eitt hið feg- ursta land í heimi. Við vitum ekki fyrir víst hvort svo er, en hitt vitum við öll, að fsland er fagurt land. í fornöld var það svo, að sá þótti varla vera mað- ur með mönnum sem ekki »fór utan«, og enn er það svo, að fjöldi fólks tekur sér ferð á hend- ur til annara landa, annaðhvort til skemmtunar, eða í öðrum er- indum. Af þessum ferðum má mikið læra, en stundum er það svo, að þeir sem fara utan til að sjá fagra staði, eru svo ókunn- ugir í sínu eigin landi, að þeir hafa varla komið út fyrir sveit- ina sína, hvað þá séð alla hina óteljandi fögru staði, sem land okkar á, bæði í byggðum og ó- byggðum. Þetta má ekki svo til ganga. Það er ekki nóg að þið, ungu vinir, lærið um landið ykk- ar í landafræðinni ykkar. Þið verðiö að sjá það og skoða eins og ykkur er mögulegt. Og einmitt nú er að verða sú gleðilega breyt- ing' á þessu, að börnin eru nú farin, meira en nokkru sinni áð- ur, að skoða landið með eigin augum, og það gera þau á hinum svonefndu námsferðum, sem nú eru að verða svo algengar meðal íslenzkra sliólabarna. Fyrir fáum árum þekktust ekki þessi ferða- lög, en nú hafa flestir eða allir kaupstaðaskólarnir tekið þau upp og einnig margir kauptúna- og sveitaskólar, og líklega hafa aldrei verið farnar eins margar og langar námsferðir og í vor. Einn bekkur úr Reykjavík fór t. d. alla leið norður í Mývatnssveit. Börn úr Hafnarfirði norður í Vaglaskóg og austur í Skafta- fellssýslu. Börn af Akureyri aust- ur í Mývatnssveit og Axarfjörð. Börn af ísafirði austur í Rangár- vallasýslu. Börn af Siglufirði vestur í Húnavatnssýslu. Börn af Blönduósi heim að Hólum í Hjaltadal o. s. frv. Þð að þið eig- ið öll góða skóla og góða kennara, sem ég efast ekki um, er ég alveg viss um, aö þessar ferðir eru ykk- ur lær^ómsríkari og minnisstæð- ari en langt nám inni í skóla- stofu, og einmitt þess vegna eigið þiö að vinna að því aö þessar námsferðir verði farnar frá hverjum einasta skóla á hverju sumri. Þið eigið að vinna að því á vet- urna, samhliða náminu, að safna fé í ferðasjóði, er greiði svo kostnaðinn við námsferðirnar. Þið getið haldið smáskemmtanir, fengið að selja merki, haldið hlutaveltu o. fl. til að safna í sjóðinn, og þegar flestir skólar hafa tekið þessi ferðalög upp, getið þið gert ferðirnar ódýrari með því að hjálpa hvert öðru, t. d. að börn úr Reykjavík þurfi ekki að kosta sig á Akureyri, ísa- firði, Sauðárkróki o. s. frv. og

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.