Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 2
126 B J A R M 1 láta sem mest gott af sjer leiða. Þá er þess er gætt, að hann byrjaði með tvær hendur tómar, og hve hagur háns hefur verið erfiður, er það að- dáanlegt, hve miklu góðu hann hel'ur komið til vegar. Jón Helgason er dæmi upp á það, hve miklu góður og sterkur vilji, með einlægum áhuga á velferð þjóðarinnar, getur áorkað. Hann hefur verið þjóðinni þarfur maður. í byrjun ársins 1912 tók Jón prentari Helgason aö gefa út »Heim- ilisblaðið«, í þeim fagra tilgangi, að bæta hugsunarhátt landsmanna og heimilislíf þeirra. þessu blaði hefur hann nú haldið áfram fram til þessa dags. Sumarið 1924 hóf hann að gefa út hið ágæta barnablað »Ljósberann«, eitt hið fegursta og besta barnarit, sem komið hefur út á íslensku. Nú eftir áramótin hefur hann stækkað það við byrjun 7. árgangsins um helming, án þess að hœkka verð þess. Slíkt er einsdæmi í sögu íslenskra blaða nú á tímum. Blað þetta ætti að komast inn á hvert einasta heim-1 ili á íslandi, og menu ættu að muna að borga það. Ekkert gerir útgáfu blaða og íslenskra bóka eins erfiða og óskilvísi kaupenda, útsölumanna og bóksala. Það get jeg sem bóka- útgefandi og formaður Fræðafjelags- ins borið vitni um. Jeg sagði, að »Ljósberinn« ætli að komast inn á hvert einasta heimili á íslandi. Þetta getur að eins orðið á þann hátt, að þeir, sem efnaðir eru, kaupi tvö eða þrjú eða fleiri einlök af blaðinu, og gefi það fátækustu heimilum í kringum sig, er eigi hafa framkvæmd nje ráð til þess að kaupa það. íslensku þjóðinni ríður ekki á neinu nú sem stendur eins mikið, eins og að vanda sem best uppeldi barna og æskulýðsins. Hin uppvaxandi kynslóð þarf að verða miklu betri, rjettlátari, samviskusamari og vandaðri í orðum og verkum, en hin núverandi kyn- slóð er alment. Að þessu getur »Ljós- berinn« stutt betur en nokkurt annað rit, sem kemur um þessar mundir árlega út á íslandi. Jón Helgason hefur einnig gefið út hinar ágætu bækur: Sögu Abraham’s Lincoln, forseta Bandaríkjanna, og Vormenn íslands. Slikar bækur er gagn og gaman að lesa. Jeg vona að Reykvíkingar veiti þessum ágæta og þarfa íslands syni viðurkenningu. Allir vita að hann er fátækur, og nú er hann farinn að þreytast, þótt hann sje ekki nema fimmtugur. Hann hefur slitið sjer út í þarfir þjóðarinnar, og hver vinnu- dagur hans hefur verið afarlangur. Ef svo kynni að hafa viljað til, að Jóni Helgasyni hafi eigi verið færð gjöf frá lesendum »Ljósberans«, sem næmi a. m. k. andvirði pappírsins i einn árgang, þá er enn tími að gera það. Kaupmannahöfn, 24. maí 1927. Bogi Th. Melsteð. Sonur hins blessaða heitir nýtt rit og ódýrt, 64 hls, verð 60 aura, sem Bjarmi gefur úl. Eru þar sjerprentaðar trúvarnargreinarnar tvær úr Bjarma, svo að betur geymist og víðar fari. — Stöku maður kærir sig ekki um rólegar rök- semdir, pykir pær »of pungar«, en gleypir við stóryrðum og »slagorðum«. — Flestir sjá pó að fróðleikur og pekking er vinum trúarinnar mikils verð, svo að peir sjálfir sjái og geti bent öðrum á, hvað visinda- menskan er oft lítil hjá efasemdafólkinu. — Pvi er vonandi að vinir málefnisins geri sjer far um að útbreiða petta rit. Sölulaun eru há.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.