Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 12

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 12
136 B .1 A R M I Jeg ætla ekki að deila um þær at- hugasemdir hjer, en af því jeg hefi með köfium mætt heilsuleysi, stund- um harla iskyggilegu, þá get jeg borið um, að lífskrafturinn til að gróa og sálarþrekið til þess að halda áfram að lifa, þarf að koma frá Guði sjálfum. Vildi jeg því ráðleggja öllum taugaveikluðum konum og körlum að gleyma ekki að leita Guðs, þótt mannlegrar læknishjálpar sje leitað. — Lestu í bibliunni daglega og vertu bænrækinn, þá mun þjer vel farnast. Jeg get bent á mörg dæmi þess, að það eru fleiri en ólærða alþýðu- fólkið, sem vitna um kraft trúarinnar. T. d. get jeg nefnt vitnisburð eftir dr. Howard Kelly í Baltimore. Les- endurnir kannast líklega ekki allir við hann, en hann er frægur víða um heim fyrir rit sín um skurð- lækningar. 4 háskólar: í Pennsyl- vaníu, Washington, Edinborg og Aberdeen, hafa veitt honum doktors- nafnbót og 12 visindafjelög meistara- nafnbót. Pau eru »beggja megin hafs«, í Bandarikjum, Stórbretalandi, Pýska- landi, ltalíu, Austurríki og Frakk- landi. Peir, sem imynda sjer að visindi og trú rekist á, ættu að ihuga orð hans. Hann segir: »Um síðustu 20 ár æfi minnar hefi jeg haft skifti á óvissu og efasemd- um, og trúarvissu, sem er fullkomin sannfæring um sannleikann, sem jeg er ekki í neinum minsta vafa um. Jeg hefi verið í nánu sambandi við fræga vísindamenn; hefi heyrt þá ræða um hin dýpstu leyndarmál vís- indanna sin á milli; hefi sjálfur tekið þátt í vísindalegum störfum, og veit þar af leiðandi, hvernig á að meta skoðanir þeirra. Barnatrú minni var einu sinni nær því kollvarpað, vegna meðferðar biblíu-gagnrýnenda á 1. Mósebók. Jeg gat ekki mótmælt þeim, þar sem jeg var ekki heima í hebresku, nje heldur í fornfræði, og mjer virt- ist, eins og mörgum, að allur grund- völlurinn væri óviss, þegar ein styrk stoð væri fallin burt. í nokkur ár reyndi jeg, eins og ýmsir biblíu- gagnrýnendur reyna enn, að nota biblíuna mjer til uppbyggingar, og fallast þó á skoðanir þeirra um sam- setning hinna ýmsu rita. En þetta var hættuleg tiiraun og ósamkvæm rjettri hugsun. Jeg vildi brúa gjána, sem liggur milli þeirrar kynslóða, sem elska biblíuna, og þeirra, sem vilja losna við hana. En þótt jeg sæi í biblíunni mikið ljós og roða af hita, var jeg sjálfur skjálf- andi af kulda. Einn dag kom mjer í hug að vita hvað biblian segði sjálf um þetta mál. Jeg rannsakaði hana með biblíu- orðabók, og fann, að það var tekið fram víðast hvar, að hjer væri um að ræða hið fullgilda orð Guðs til vor mannanna. Þá reyndi jeg þá að- ferð, að nota biblíuna sem kenslu- bók í vísindum, og prófaði hana með mörgum tilraunum í trúarreynslu minni. Jeg rak mig á það, að Kristur sjálfur býður mönnum að gera þetta. (»Ef sá er nokkur, sem vill gera vilja hans, hann mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði«. Jóh. 7, 17). Nú er jeg sannfærður um, að biblían er hið innblásna Guðs orð, innblásin i þeirri merkingu, sem engin önnur bók er innblásin. Jeg trúi því, að Jesús Kristur sje sonur Guðs, án mannlegs föður, getinn af heilögum anda, fæddur af Maríu mey. Jeg trúi því, að allir menn, undan- tekningarlaust, sjeu syndarar að eðlis- fari, fjarlægir Guði. — Og þá er allur heimurinn var þannig glataður, vegna

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.