Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 8
132 B J A R M 1 Spurt var um veginn, veginn til hæða. Jesús mælti: Jeg er vegurinn. »Jeg er lífið«, mælti hann, og læri- sveinar skildu hann ekki, en er hann reis upp úr kaldri gröf, opnuðust augu þeirra. Aldrei trúðu Gyðingar jafn hættu- legum og örlagaríkum ósannindum eins og þessum: »lærisveinar hans hafa falið hann«. — Enn í dag er það jafn hættuleg trú, að ætla að lærisveinar hans hafi »falið hann« — eða falsað sögu hans. íhuganir Yið bibiíulestur, Eftir sra Björn O. Björnsson. II. Páll postuli. Ekki finst mjer, að jeg geti nóg- samlega dáðst að þeirri Guðs gjöf til mannanna, sem er Páll postuli. Ekki finst mjer jeg geta nógsamlega látið í ljós aðdáun mína á honum, eins og hann birtist víða í brjefum sínum, þar sem hann boðar nýja lífspeki. Hún var ný á hans dögum og flestum er hún að miklu leyti sem ný enn í dag. Og þó var hún ekki frá honum runnin. »Ekki svo, að vjer af sjálfum oss sjeum hæfir til að kveða upp nokkurn úrskurð eins og af sjálfum oss, heldur er hæfileiki vor frá Guði«, segir hann í einu brjefa sinna og er þar að skýra frá sannfæringu sinni um upp- runa boðskapar síns. Hina nýju líf- speki hafði hann ekki fundið upp sjálfur, en hann hafði einna fyrstur manna skilið nokkurn veginn út í æsar boðskap Jesú Krists. Fagnaðar- erindi Jesú hefir Páll postuli skilið einna best og boðað kröftuglegast allra lærisveina Krists. Og er jeg les orð hans ýms þar að lútandi, fyllist jeg óblandinni aðdáun og lifandi þakklátsemi til Guðs, og mjer finst jeg skilja tilveruna betur og gleði mín og hugur til hins góða og fagra og fullkomna magnast. Og er jeg set mjer fyrir sjónir, að svo að segja alt, sem hann boðaði öðrum, reyndi hann sjálfur að raungildi i lifi sínu, þá finn jeg til þess, að þar er einn af hinum allra lotningarverðustu mönnum, sem uppi hafa verið. Les- andil Pú átt kost á einhverjum hin- um mikilhæfasta, raunbesta fjelags- skap, sem fengist hefir með mönnum. t*ú átt kost á sama sem að hafa postulan Pál fyrir daglegan fjelaga. Hvflík hlunnindi! Að sama sem heyra daglega orð einhvers hins mesta anda, sem lifað hefir á jörðinni, um lífið; heyra hann tala um leyndar- dóma tilverunnar; heyra hann tala lifspeki, sem hann, hinn mikli á mannlegan mælikvarða, þó hefir sjaldhast frá sjálfum sjer, heldur frá leiðtoga mannkynsins, sem fyrir sinn heilaga anda talar við hann á ýmsan hátt í sál hans. Bróðir! Hafnnðu ekki slikum fjelaga. Systir! Sittu ekki af þjer kunningskap þess manns. III. Triiarskynsemi. (íhugun við lestur í einu af Pálsbrjefum. Hinn lesni kafli Róm. 12, 1.—8.) y>Svo áminni jeg yður, brœður, að þjer, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram likami yðar að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn, og er það skyn- samleg guðsdýrkum af yðar hendún. Miskunn Guðs höfum vjer, bræður og systur, óteljandi sinnum kannast við í auðmjúkri gleði, en einnig höf- um vjer óteljandi sinnum gleymt því fljótlega, er oss í bili fanst svo þakk-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.