Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 6
130 BJARMI »Da-dá-hvei«, (þ. e. Sveðjufjelagið) heitir gamall fjelagsskapur í Kína, sem nú er farinn að blómgast mjög um alt land. Fjelagsmenn bera miklar sveðjur og spjót, og hafa tíðar æf- ingar, eru ákafir hjáguðadýrkendur og andasæringamenn. Sá jeg þá jafnvel iðulega nota miðla til að segja sjer ókomna hluti. Ekki segja þeir að sig bíti vopn. í raun og veru er almenn- ingur með þessu móti að reyna að verjast yfirgangi bæði ræningja og hermanna. Dæmi eru til, að Da-dá- hvei hafi rekið heila heri á flótta, enda hleypur hjátrúin undir bagga með þeim, og stendur bæði her- mönnum og ræningjum stuggur af þeim. Víða hafa verið blóðugar upp- reistir í Kína af völdum þessa fjelags- skapar, og spá margir að af honum stafi þjóðinni stór hætta. Tvær næstu dagleiðirnar urðu svo 220 bátar samferða niður eftir, voru nokkurir »Da-dá-hvei« menn á flestum þeirra. Því Da-dá-hvei er farið að verða einskonar vátryggingarfjelag. Fyrir sæmilega borgun fylgdu þeir okkur og ábyrgðust að við kæmumst heilu og höldnu til Hankow. Ræn- ingjanna urðum við varir tvisvar sinnum. Lögðu þá allir bátarnir að og bjuggust til varnar. Flúðu þá ræningjarnir sem fætur toguðu, því »enginn má við margnum«. — Til Hankow komum við eftir 14 daga ferðalag, heil á húfi. Og það áttum við að þakka Da-dá-hvei, þeim fje- lagskap, sem myrti flesta útlendingana í Kína um aldamótin. Hankow er höfuðstaður Miðkína, og hefir nú um hríð verið aðsetur- staður miðstjórnar byltingamanna og höfuðstaður Kínaveldis. — Þrír bæir, Wúchang, Haniang og Hankow, hafa myndast þar sem Han áin fellur í Yangtsiðgjang, á oddanum milli ánna og svo beggja megin Yangtsið-fljóts- ins. Heita þeir nú einu nafni Wúhan. Siðau Wúhan varð miðdepill járn- brautakerfisins kinverska, er víst ó- hætt að segja, að enginn verslunar- bær í lieimi mun hafa hlotið ákjós- anlegri legu. — Stórveldin flest eiga þar ítök, sem gefa af sjer mikinn arð og olla þeim tiltölulega mikillar mæðu. Nú höfðu þau yfir þrjátíu herskip þar, til að gæta fengins fjár. Við vorum svo heppin að ná síð- asta farþegaskipinu, sem flulti út- lendinga til Shanghai. En það heföum við ekki gert hefðu ræningjarnir tafið okkur einum degi lengur. — Stál- plötur voru reistar á rönd alt í kringum farþegarýmið. Kom það að góðum notum. Tvisvar var skotið á okkur. Ameríska herskipið, sem fylgdi okkur alla leið, svaraði í bæði skiftin heldur harkalega. Að morgni hins fimta dags vorum við svo í Shanghai. Þangað höfðu margar þúsundir út- lendinga flúið á uudan okkur. Nú er mikill hluti þeirra af landi burt. En þrjátíu þúsundir hermanna stórveld- anna eru hjer í landi svo húsnæðis- skorturinn er tilfinnanlegur og alt heldur dýrt. Hjeðan er aðeins 26 tíma ferðalag með eimskipi til Nagasaki í Japan. En skamt þaðan býr vinur minn Octavíus Thorláksson, íslenski kristni- boðinn, sem þið öll kannist við. Höfum við hvað eftir annað fengið heimboð frá þeim hjónunum. í þeim tilgangi höfðu þau sent okkur sím- skeyti í vor, en fengið það endursent. Við gerum ráð fyrir að verða hjá þeim í sumar. Fegar þið fáið þetta brjef erum við fyrir löngu farin til Japan. Og ef til vill hefi jeg þá líka fengið efni í nýja ferðasögu. Brjef er best að senda til: Danish Consulate General, Shanghai, China.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.