Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 4
128 B J A R M I í þessum sama kapítula (Gal. 4., 23. 24. og 29. V) notar Páll alt annað grískt orð þar sem ekki er um fæð- ingu Krists að ræða. — Má mikið vera ef það er tilviljun. 7. Pá er loks að minnast á »ágrein- inginn í fornkirkjunni« um þetta mál. Það er meir en satt að nýja guð- fræðin svo nefnda, hefir ekki fundið upp allar villur og heldur ekki þessa. I fyrstu kristni var flokkur Gyð- inga er að vísu höfðu látið skírast en greindi mjög á við aðra kristna menn um margt. Voru þeir kallaðir Ebjóningar, þeir töldu Pál argan villutrúarmann, að hann skyldi ekki skipa öllum að halda Móselög, þvi að hlýðnin við þau væri sáluhjálpar- skilyrði. Þeir játuðu að Jpsús hefði verið hinn fyrirheitni Messías, en neituðu guðlegu eðli hans, og yfirnátt- úrlegri fæðingu. En jeg veit ekki til að nokkur fræðimaður, sem það nafn á skilið, telji kenningar þeirra og með- ferð þeirra á guðspjöllunum mjög vísindalega eða hafa nokkurt sönn- unargildi í nokkru nema að sanna sjervisku sjálfra þeirra. — En ekki er neitt ólíklegt að einhver vinur þeirra hafi gert sýrlensku þýðinguna frá Sinaí-klaustri. Pannig eru allar þessar mótbárur ekkert annað en hismi og hrófatild- ur, ef óhlutdrægt er á þær litið. Enda er það ekkert leyndarmál að aðal- ástæða allra þeirra sem tala eða skrifa gegn yfirnáttúrlegum upprunaJesú er óbeit á kraftaverkatrú og óbeit á því að Jesús sje þeim sjálfum mikið æðri, og þess vegna er leitað og leitað að allra handa átyllum til að róa sjálf- an sig, og sem verst er, verður það til að blekkja aðra. Sra G. B. víkur að ýmsum fleiri ágreiningsatriðum í bækling sínum. En rúmsins vegna sleppi jeg að tala um þau hjer. En gleymum því ekki góðir menn og bræður, sem gramir erum út af afneitun og árásum á kristna trú, að aðalatriðið er þó æfin- lega: lífssamfjelagið við Guð, og það felur í sjer miklu meiri en vara játn- ingu. Pakkið Guði innilega, sem aldrei hafið reynt að vera ungum varpað af örlögum í efasemdastorma, nje heldur verið þannig settir að samviskan knúði yður til að deila á skoðanir þeirra manna, sem yður var vel við fyrir ýmsra hluta sakir. Jeg get dálitið borið um hvað notalegt það er, og veit að hvorirtveggju þurfa fyrirbæna. »Pað er ábyrgðarminst að draga sig í hlje og skifta sjer ekki af neinu« segja sumir. En samviskan segir: »Á frelsarinn það skilið af þjer að þú þegir vegna þæginda þinna, þegar verið er að varpa á hann skugga, verið að gera smælingjum hans erfið- ara fyrir að treysta hjálpræði hans, og verið er að koma inn hjá þeim, sem hann vili frelsa alveg eins og þig, að þeir þurfi ekki neinn frelsara heldur góðan kennara? — Og því verð jeg að tala og taka því rólega, þótt vinsemd fari stundum út um þúfur og andstæðingar leggi alt út á versta veg. Annars er það verulega raunalegt að kristnir menn skuli þykjast þurfa að deila um hver hafi verið faðir Jesú Krists. Mig langar til að spyrja yður, í alvöru og einlægni, sem í þetta sinn valdið slíkri deilu, mörgum til sorgar og engum til gagns: Hafið þjer aldrei hugsað um að þjer kynnuð að eiga eftir að mæta móður Krists? Finst yður þá ekki að þjer mættuð roðna af blygðun að vera að reyna, þótt af veikum mætti sje, að varpa skarni á minningu henn- ar? — Hvað hefir hún gert yður, eða sonur hennar, að þau eigi það skilið? Jeg er ekki að kveða upp neinn dóm, en jeg vildi ekki vera í yðar sporum þá.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.