Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 18
Spjallaó vió Vilborgu Jóhannesdóttur Það var ævintyri lífs míns Tvö lítil grasker frá Afríku og mynd af svertingja, máluð á skinn, blasa við augum þegar komið er inn á heimili Vil- borgar Jóhannesdóttur þar sem hún býr með Kristínu systur sinni á Þórsgötu 12 í Reykjavík. Tíðindaður Bjarma hefur knú- ió dyra og er boðið til sætis í einkar rúm- góðri stofu. Já, ég féll fýrir íbúðinni þeg- ar ég sá hvað stofan er stór,“ segir Vil- borg og brosir. „Það kemur sér vel þegar ég fæ öll börnin mín í heimsókn." Þær systur fluttu sig ofar í götuna þegar Cuð- laugur sonur Vilborgar settist að með fjölskyldu sinni á Þórsgötu 4 þar sem Vil- borg hafði átt heima frá því hún giftist. Segja má aó Vilborg og þær systur báðar hafi lifað og hrærst í trúnni á frelsarann Jesú Krist frá blautu barns- beini. Foreldrar þeirra voru hjónin Ragn- hildur Sigurðardóttir frá Vallá á Kjalarnesi og Vilborg og Svanlcwg Sigurjónsdóttir þvo þvott á Þórsgötu 4. Jóhannes Sigurðsson sonur vitavaröarins í Reykjanesvita, en þar fæddist Jóhannes. Þau áttu lifandi trú á frelsarann og voru einlægir kristniboðsvinir. Jóhannes gerð- ist prentari en vann jafnframt mikið í kristilegu starfi. „Pabbi og mamma voru félagar í KFUM og KFUK og þar kynntust þau,“ segir Vilborg. „Séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur gifti þau í sam- komusalnum á Amtmannsstíg." Meóal norölenskra kristniboðskvenna Ragnhildur ogjóhannes eignuðust þrjár dætur, Ingileifi, sem á heima á Akureyri, og Kristínu og Vilborgu. „Eg var trú- hneigt barn,“ segir Vilborg. „Mamma sat hjá okkur á kvöldin og fór með bænirnar meó okkur. Hún kenndi okkur líka að biðja frá eigin brjósti. Svo lá leið okkar snemma í KFUK.“ Þegar Vilborg var níu ára gömul flutt- ist fjölskyldan með alla búslóðina til Ak- ureyrar. Kristniboósfélag kvenna þar nyrðra stóð í stórræðum, var að reisa samkomuhús, og nú ráóa konurnarjó- hannes til starfa meðal barna og fullorðinna og ætla aó greiða honum laun í eitt ár. „Vió fór- um á skipi noróur vorið 1 933 en húsió, Zíon, var vígt skömmu fyrir árslok, 10. desember. Akureyri var líka fjölmennt kristni- boðsfélag fyrir telp- ur. Það hét Frækornið og höfðu fundirnir verið haldnir í heimahúsum. Nú fluttust þeir í Zíon. Og þar var líka farið af stað meó sunnudagaskóla. Þá voru börnin stundum svo mörg að þau urðu jafnvel að sitja í gluggakistunum.“ Fjölskyldan var á Akureyri í sex ár. Jó- hannes vann þar um tíma í prentsmiðju en ferðaðist líka á vegum Kristniboðs- sambandsins og fór víða. Hann dvaldist á Siglufirði á sumrin og lét til sín taka í Viótal: Benedikt Arnkelsson sjómannastarfi með Færeyingum og Norðmönnum. Aður hafði hann veitt forstöóu kristilegri sjómannastofu á veg- um safnaðanna í Reykjavík. „Pabbi var listfengur og hafði málað mynd afjesú í grasgarðinum áður en við héldum norður. Þessi mynd var sett upp á vegg á bak við ræðustólinn í Zíon. Þeg- ar húsið var selt löngu seinna lagði nýi eigandinn áherslu á aó myndin fylgdi með í kaupunum. Hann hengdi hana upp í litlu herbergi uppi á lofti í húsinu. Þar höfðu margir átt bænastundir og stundum gistu menn þar.“ Þegar Vilborg kom aftur suður hóf hún að sækja fundi í unglingadeildinni í KFUK. í umbreytingum æskuáranna veróa börn oft óróleg og vilja stundum varpa frá sérýmsu því sem þeim hefurverið innrætt, jafnvel trúnni á Guð. Vilborg segir að aldrei hafi hvarflað að sér að snúa baki við Drottni. Þvert á móti efldist hún í þeirri löngun að ganga meó Guði. Frá þessum árum minnist hún ekki síst móts í Straumi sunnan Hafnarljaróar. Það var haldið á vegum unglingadeildar KFUK. „Þar varð ég fýrir sterkum áhrifum og tók þá ákvörð- un að helga líf mitt Drottni.“ Hún baó, hann prédikaói Vilborg var í hópi fólks í KFUM og K sem kom saman á laugardagskvöldum á vet- urna á heimili hjónanna Guðlaugar Arnadóttur og Sigurjóns Jónssonar bók- sala á Þórsgötu 4 og átti þar uppbyggi- legar samverustundir undir stjórn Bjarna Eyjólfssonar sem bjó á heimili hjónanna. Þessi hópur hélt mót tvö sumur vió Vatnsenda og uröu þau upphaf „al- mennu mótanna" sem seinna voru hald- in í Hraungerði og á Akranesi en lengst af í Vatnaskógi. Guólaug og Sigurjón voru virkir þátt- takendur í kristilega leikmannastarfinu. Þau áttu fimm börn, þrjár dætur og tvo 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.