Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 33

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 33
halda aó ég leiti eftir einhverju oröi í Biblí- unni og búi síðan til mynd, en það er ekki sköpun fyrir mér. Sköpunin felst í því að sjá myndina meó heilögum anda og síðan að fá fýllinguna með orði Guós. Þannig sé ég það. Guð hefur gefið mér myndirn- ar og orðið með myndunum þannig að ég hef skynjað að heil- agur andi er að tala. Ég vinn meó „abstrakt" myndmál Ef ég væri t.d. að mála Jesú að ganga á vatninu, þá mála ég ekki mann sem gengur um heldur frekar það Ijós og þann kraft sem fýlgir honum. I stjörnu- myndunum vinn ég með sköpunarkraftinn. Guð er skaparinn, hann er fyrir ofan myndina og kemur inn í myndina utan frá. Guð er fyrir utan. Ef ég væri að gera mynd af því þegarjesús reisti Lasarus upp frá dauóum, þá myndi ég mála Ijósió sem kæmi meó snertingu Guðs eða eitthvað álíka. Ég er eiginlega að lýsa því sem er aó gerast í heilögum anda. Þegar ég er að vinna myndirnar mínar þá er ég alltaf að tala við heilagan anda. Ég segi t.d.: „Sýndu mér hvort myndin er búin.“ Ég er tala við Guð í öllu ferlinu. Einhvern tíma þegar ég var að vinna að sýningunni og var ekki komin með sýning- arhúsnæði fannst mér Guó tala til mín og segja aö sýningin eigi að heita: „Sköpun Ferill Jennýjar Lauk námi úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1977. Dvaldi í Finnlandi og kynnti sér finnska myndlist 1977—78. Fram- haldsnám í grafík við Konsthögskol- an í Stokkhólmi 1978—81. Stóð aó rekstri Gallerís Gangskarar ásamt öðrum listamönnum 1986 — 89. Starfslaun myndlistarmanna til 6 mánaða 1988. Frá 1990 hefur hún jafnframt því að vinna að myndlist tekið þátt í ýmsum tilraunum á sviói leiklistar, þar á meðal finnsk-íslenska samstarfsverkefninu Huimaus — Vrsel — Órar sem var sýnt í Finnlandi og í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík í júní 1995. (Úr sýningarskrá). heimsins, í nafni Guðs, föður, sonar og heilags anda.“ Mér brá og ég sagði við Guð að það væri of mikið, ég væri svo ný í trúnni og ég gæti því ekki farið af stað með þessa yfirskrift. Það var þá sem Guó sýndi mér krossinn inni í stjörnunni. Það var svo sterkt. Eitt sem vakti athygli við sýninguna var að öll verkin voru innrömmuð í stjörnulaga ramma. Hvernig er það tilkomið? — Guð gaf mér þetta form í upphafi þegar ég var aó skissa. Þetta er Davíðs- stjarnan. Hún samanstendur af tveimur þríhyrningum. Þríhyrningurinn er tákn heilagrar þrenningar. Annar þríhyrningur- inn vísar nióur, hinn vísar upp. Fæðing frelsarans eóa koma hans á jörðina snýr niður en faðir og heilagur andi eru uppi. Sá þríhyrningur sem vísar upp táknar upp- risuna og þá koma Guð og heilagur andi niður. Guð hefur sýnt mér hvernig kross- inn er inni í stjörnunni, hvernig hlutföll krossins passa inn í Davíðsstjörnuna. Jesús Kristur segir sjálfur: „Ég, Jesús, hef sent engil minn til aó votta fýrir yður þessa hluti ... Ég er rótarkvistur af kyni Davíðs, stjarnan skínandi, morgunstjarnan.“ Rót- arkvistur er tré. Hann er stjarnan skínandi en einnig rótarkvisturinn inni í stjörnunni. Og annað með stjörnuna. Hún er til vitnis um aó Jesús sé fæddur. Þegar vitringarnir sáu stjörnuna glöddust þeir mjög. Ég von- aðist til þess með sýningunni að fólk yrði Allar myndirnar á sýningunni voru tengdar ákveðnum ritn- ingarstað. Samtals voru 32 myndir á sýningunni sem skiptust í níu myndaraðir. Myndin hér til hliðar var í myndaröð með yfirskriftinni: ...,,Ég er vegurinn, sannleik- urinn og lífið" (Jóh. 14:6). En texti myndarinnar er: „ Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er hreint, skjöldur er hann öllum þeim sem leita hælis hjá honum" (Sálm. 91:11). Á myndinni sést hvernig vegur Guðs, sem er frá upphafi, er varinn af skildi hans. Fyrir utan má skynja storminn en allir sem leita hælis hjá Guði eru í skjóli hans. glatt. Það er litagleði í henni, lofsöngur. Sýningin er lofsöngur til Drottins. Hvemig voru viðbrögð fólks? — Það kom fólk á sýninguna og þegar þaó var búið að skoða myndirnar var eins og ákveónar myndir færu að vaxa fram. Ég skynjaói hvernig heilagur andi lauk mynd- inni upp fýrir manneskjunni. Heilagur andi var að tala í gegnum myndina til hennar. Mér fannst það mjög skemmtilegt. Ég er setja upp þessa sýningu eins og heilagur andi talaói til mín. Öll sköpun tilheyrir Guði og hann gaf okkur sköpunarkraft. Guð er stöðugt aó skapa. Ég trúi að öll sköpun sé frá Guði. Hvernig hió illa blekkir og platar er allt annað mál. Hið illa getur ekki skapað neitt, sköpunarkrafturinn tilheyrir Guói, hann tilheyrir ekki djöflinum. Hvað verður um myndimar? — Ég hef áhuga á að sem flestir fái tæki- færi til að sjá myndverkin. Ég er tilbúin aó sýna þau á fleiri stöðum og segja ffá sam- starfinu við heilagan anda. Nokkrar mynd- ir eru þegar seldar. Það veitir mér mikla gleói þegar myndirnar eru blessun og þjóna inn í líf þeirra sem eignast þær, hvort sem það er inni á heimili, í kirkju, safnaðarheimili eða opinberri stofnun. 33

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.