Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1930, Blaðsíða 4

Æskan - 01.07.1930, Blaðsíða 4
52 ÆSKAN V0ooa°0ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooöooooooooooooooooooooooooooo0°0°ooy' o°, * o o o o °OQi u ALÞINGISHÁTÍÐIN ÞÚSUND ÁRA AFMÆLI ALÞINGIS 9 3 0-1930 > ° o* 30000<o9 Ö° o o o o I. »Æskan« sá sér ekki fært að gefa út sérstakt hátíðablað, í sambandi við þúsund ára afmæli Alþingis, eins og flest íslenzk blöð hafa gert. En í þessa blaði vill hún verja miklu af rúmi sínu til þess að segja lesendum sínum frá Þjóðhátíðinni á t’ingvöllum ogflytja það- an nokkrar myndir. Ýmsir les- endurblaðs- ins munu hafa farið til Þingvalla meðforeldr- um sínum tða öðrum ættingjum, tekið þátt i hátíðahöld- unum og séð margt, er þar fór fram. Við vonum að þeir hafi gaman af að rifja upp ferða- söguna og festa sér atburðina í minni. En einkum er þetta þó gert fyrir hina fjölda mörgu, sem heima sátu. Þið, sem farin eruð að læra Islandssögu, hafið lesið um stofnun Alþingis. Eandsmenn höfðu fengið Úlfljót, hinn vitrasta mann, ættaðan austan úr Lóni, til þess að fara til Noregs og nema þar lög þau, er giltu i þeim héruðum, sem flestir landnáms- menn vóru ættaðir úr. Áður höfðu verið hér á landi tvö héraðsþing: Þórsnesþing, er setti Þór- ólfur Mostrarsk.egg, — hann nam land á Snæfells- nesi, — og Kjalarnesþing, er Þorsteinn Ingólfsson setti og aðrir niðjar Ingólfs Arnarsonar, hins fyrsta landnámsmanns. Meðan Úlfljótur var utan, hafði fóstbróðir hans, Grímur geitskór, kannað landið, til þess að sjá út allsherjar-þingstað. Var sá slaður kosinn á völl- unum við Öxará, i héraði því, er þá nefndist Blá- skógar. Fékk staðurinn nafnið Þingvöllur, eða Þingvellir, eins og hann heitir enn í dag. Hefir það jafnan verið rómað, hve vel hafi tekizt að kjósa þingstaðinn. Maður einn hafði orðið sekur um morð, er land átti þar um slóðir, og var það allsherjar fé, en landsmenn lögðu það til Alþingis- neyzlu. Þar var síðan Alþingi sett, og allsherjar- ríki stofnað á Islandi árið 930. Var síðan kosinn lög- sögumaður, Hrafn Hængsson. Átti hann að segja upp lögin og hafa lokið því á þrem- ur þingum. En sjálfsagt hefir Úlfljót- ur sagt þau upp fyrstur og kennt þau Hrafni. Lögin urðu menn að kunna utanbók- ar, því að ekki var farið að skrá þau fyrr en löngu siðar. Alþingi var síðan haldið á Þingvelli í mörg hundruð ár, eða alla tíð, þar til það var lagt niður árið 1800. Og Alþingi var ekki aðeins samkoma, þar sem lög voru sett og dómar dæmdir. Það var einnig um langan aldur aðal-skóli Islendinga. Þangað komu menn og konur úr öllum lands- hlutum. Þar sýndu menn íþróttir sínar, og þar var grundvöllurinn lagður undir þá þjóðariþrótt ís- lendinga, sem mest og bezt hefir haldið nafni þeirra á lofti, og mun eiga eftir að halda því á lofti, meðan vestræn menning er við líði. Eg á hér við sagnaritunina. Á Alþingi voru sögur sagðar og lærðar, og geymdust svo í manna minnum, þar til þær voru skráðar. Alþingi var endurreist árið 1845, en þá í Reykja- vik, og hefir verið haldið þar síðan. Islandssagan segir ykkur frá öllu þessu. Hún segir ykkur frá þvi, hvernig óáran og erlend kúgun Tjaldbúðiv á Pingvöllum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.