Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1930, Blaðsíða 13

Æskan - 01.07.1930, Blaðsíða 13
Æ S K A N 61 ekki, hvernig hún átti að þakka henni, Síðan fóru þær að leika sér, og léku sér þangað til frú Guðlaug sagði þeim að fara að hátta. Liðu nú dagarnir fram að prófinu. Prófdaginn vöknuðu þær snemma og fóru i beztu tötin sín. En það voru ekki rauðir kjólar, heldur voru það bláir kjólar og brúnar kápur. Nú var Anna ekki lengur föl og veikluleg, nú var hún orðin rjóð í kinnum og glaðleg. Þegar þær komu i skólann, heilsuðu þær kennslukonunni með blíðu brosi. Prófið var búið. Tvær glaðar telpur gengu heim til sín. Það voru þær Anna og Dísa. Pær voru með brúður í höndunum, það voru verðlaunin þeirra. Tíminn leið. Telpurnar voru orðnar fjórtán ára. Pær stóðu nú hlið við hlið í kirkjunni, í hvítu kjólunum sínum. Pær voru eins búnar að öllu leyti, en önnur var Ijóshærð, en hin dökkhærð. Þegar fermingunni var lokið, var veizla heima hjá þeim. Þá kallaði pabbi Dísu á Önnu inn í skrifstofu sina og fekk lienni bréf. Pað var frá Ameriku og var þess efnis, að hún ætti að erfa látinn föðurbróður sinn, og voru eigur hans þrjá- tíu þúsund krónur. Pá sagði Anna: »Petta eigum við Dísa báðar. Við höfum átt allt saman, síðan eg kom hingað, og við skulum skipta öllu jafnt meðan við verðum saman. Og eg vona, að við þurfum aldrei að skiljaa. Sigga (12 ára). OO0« .......ooQoootio........ r-. GAUKURINN Æfintýri eftir CARL EWALD FRÍÐA HALLGRlMS þýddi í miðjum skóginum stóð gamall þyrnirunnur. Par áttu heima maríuerluhjón. Fyrsta sólskinsdaginn í maí var heimilið þeirra tilbúið. Þegar þau höfðu talað saman stundarkorn, verpti konan þremur fallegum eggjum í hreiðrið. »Hana núa, sagði hún og varp öndinni, eins þungt og fugl getur andvarpað. »Pá er nú æskan og ærslin glötuð, en alvara lífsins gengin í garða. Karlinn reyndi að hughreysta hana sem bezt hann gat. Hún lagðist fúl í hreiðrið og vildi ekki hlusta á hann. »Pið karlmennirnir talið eins og þið hafið vit tila, sagði hún. Pið þvaðrið og þvælið, en látið okkur liggja á eggjunum. Pað ættuð þið að reynaa. »0, vertu ekki með neina viðkvæmni. Það fer þér alls ekki vel. Flýttu þér heldur af stað og sæktu mér vel feita ílugua. Um kvöldið var hún alveg eyðilögð. »Hefði eg haft hugmynd um þetta, þá skyldi eg aldrei hafa gift mig, hversu fagurt sem þú hefðir sungiða, æpli hún. »Eg þoli ekki þetta! Eg hefi það aldrei af! Nú ilýg eg á brauta. Karlinn hlustaði á hana hinn rólegasti. Svona hafði það gengið með fyrri konur hans. Hann fær sér nefnilega nýja konu hvert vor. Hann vissi að það lagaðist. »Þú getur gjarnan lypt þér dálítið upp í daga, sagði hann. »En svo verður þú að gera svo vel og liggja grafkyr, það sem eftir er, þvi að annars koma aldrei ungar úr þessum eggjuma. »Fyrri konan mín — — a »Eg vil ekki heyra minnst á þá kvensniftla garg- aði hún. í sama bili flaug hún af stað og karlinn á eftir henni, svo að hún færi sér ekki að voða, jafnreið og hún var. En um leið og þau ilugu hrott, settist annar fugl við hreiðrið og mændi ofan í það. Hann var miklu stærri en þau, og grábrúnn með ljósa díla á brjósti og búk. í munninum hélt hann á eggi. Eggið lagði hann varlega við hliðiua á hinum eggjunum. Það var ekki stærra en þau, og nákvæmlega eins. Litla stund sat ókunni fugl- inn og horfði sorgbitinn á litla hlýja hreiðrið, þar sem eggið hans lá. Svo þandi hann vængina og flaug inn i skóginn. Par sat félagi lians og beið uppi i háu tré. »Gazlu komið egginu fyrir ?a spurði hann. »Já, eg kom því fyrir hjá maríuerluhjónum, sem búa í þyrnirunnanum. Pau eru heiðarleg og munu verða góð við barnið okkara. »Pá erum við laus allra málaa, sagði hann. »Kuk, kuk!a Svo hófu þeir sig til flugs. Þegar máríuerluhjónin komu heim, tóku þau ekki eftir, að eggin voru nú orðin fjögur. Fyrst og fremst voru þau alls ekki vel að sér í reikningi, og í öðru lagi var konan nú komin í bezta slcap. Hún lagðist nú gætilega á eggin, og maðurinn hennar söng fyrir hana, svo að undir tók i skóginum. í hálfan mánuð lá hún samvizkusamlega á eggjunum. En karlinn fór á veiðar. Yeiddi hann flugur og fiðr- ildi. Festi hann þau á þyrnana allt í kringum hreiðrið, svo að hún var ekki svipstund að ná í þau. »1 rauninni ertu nú bezti náungia, sagði hún og kinkaði vingjarnlega kolli.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.