Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1930, Qupperneq 14

Æskan - 01.07.1930, Qupperneq 14
62 Æ S K A N »Raunar gerir þú ekki nema skyldu þina, þar sem þú átt eggin sem eg er að unga út«. Að morgni hins fimmtánda dags komu ungarnir úr eggjunum. Þeir voru naktir og sperrtu upp gulu breiðu nefin. Karlinn horíði á þá með eftirtekt. »Þeir hafa þá hvorki augu eða nef«, sagði hann, »en þetta lagast víst allt saman«. »Ó, þeir eru bara yndislegire, sagði konan. Maðurinn hennar leit þá glettnislega á hana og sagði: »Þú ætlaðir nú samt ekki að vilja unga þeim út«. sÞvaðurUí svaraði hún reið. »Það er engin hæfa. Þú ættir nú að útvega veslings börnunum þínum mat heldur en að sitja hér og fara með tóma vitleysu. Vesalingarnir glenna upp ginin, svo að eg sé alla leið ofan í blessaða litlu magana á þeim. I marga daga flaug karlinn aftur á bak og áfram. í hvert skifti kom hann með mat. Alltaf göptu ungarnir jafnmikið, það var eins og þeir væru ó- seðjandi. Ekki voru þeir þó allir eins gráðugir. Einn þeirra var gráðugastur. Hann stækkaði lika langfljótast. »Þetta verður einhverntíma duglegur karl«, sagði pabbi hans og lagaði dúninn á bakinu á honum með nefinu. ^Þú ættir nú ekki að fara að gera upp á milli barnanna þinna, mér sýnist þeir minni engu síður laglegir«, sagði mamma þeirra. Kveld nokkurt sat karlinn við hlið konu sinnar. Hún lá í hreiðrinu, til þess að halda ungunum heitum. Hann var i slæmu skapi. »E*að er ertitt að hafa svona þungt heimili«, sagði hann. Maður á að líta þokkalega út, en hefir aldrei tíma til að laga sig. Ekki veit eg, hvaða ógnar tími er síðan eg hefi tekið lag. Tímarnir verða líka verri og verri. Fiðrildi sjást varla íramar. Og lirfurnar taka aðrir fuglar rétt við nefið á mér. t*ú verður að koma með mér og hjálpa mér. Fátækur fugl eins og eg hefir ekki efni á að láta konuna sína sitja heima aðgerða- lausaa. »Kallar þú það aðgerðaleysi að gæta barnanna?« spurði hún. »Þú hefur enga ástæðu til að vera í vondu skapi. Ungarnir eru allir orðnir fiðraðir og geta því haldið á sér hita. Eg get því gjarnan byrjað að hjálpa þér með aðdrættina á morgun. Nú fiugu bæði hjónin um skóginn til þess að afla fæðu. En hvað mikið sem þau veiddu, göptu ungarnir alltaf jafn mikið og slógust um hvern bita. Einu sinni, þegar hjónin komu heim, voru ógur- leg áflog i hreiðrinu. Ungarnir teygðu úr hálsunum og görguðu hver upp í annan. »Þið megið ekki tala allir í einu. Það er ómögu- legt að skilja ykkur«, sagði mamma þeirra. »Hvað gengur að ykkur ?« Eftir langa mæðu tókst henni að skilja, að stóri unginn hefði sparkað einum unganum út úr hreiðr- inu. f*ar hafði hann legið hljóðandi, þangað til tófan kom og át hann. »Hann barði mig fyrst«, sagði stóri unginn. Ekki get eg gert að þvi, þó að hann dytti«. »Eg skal nú kenna þér að hegða þér betur«, sagði pahbi hans og þreif í hann. Þá varð konan fjúkandi vond. »Skammast máttu þín«, æpti hún. »Þú snerlir ekki blessaðan sakleysingjann! Líklega getur þú þó séð, að þetta var ekki hans sök«. Þau felldu svo nokkur saknaðartár yfir dauða unganum. Svo flugu þau af stað aftur að sækja meiri mat. Dáni unginn gleymdist skjólt. Foreldrarnir höfðu nóg að gera. Börnin þurftu svo ógurlega mikils með. Þau uxu og döfnuðu vel. Einn unginn var þó langstærstur og litlu systkinin kvörtuðu undan, að hann meiddi þau í hreiðrinu og æti frá þeim allan matinn. »Þið verðið að láta ykkur semja vel, þar til þið getið séð fyrir ykkur sjálfir«, sagði mammaþeirra. »Guð gæfi, að við værum búin að koma þeim sómasamlega upp og lögð af stað með þá tilheitu landanna«, sagði pabbi þeirra hnugginn. Nú leið og beið. Þá kom fyrir sorglegur atburður. Einn daginn, þegar hjónin komu heim, lá stóri unginn einn í hreiðrinu. »Hvar eru systkini þín«, hrópaði mamma hans óttaslegin. »Ó, eg get ekki gert að því«, sagði unginn há- grátandi. »Þeir duttu út úr hreiðrinu. Ó, það var ekki mér að kenna. Eg sneri mér bara ósköp hægt, og þá datt annar þeirra. Þá varð eg svo hræddur, að eg sparkaði í hinn, svo að hann datt líka. Eg get ekki að þvi gert. Svo kom tófan og át þá«. Hjónin sátu og grétu hástöfum. »Við höfum byggt of lítið hreiður«, sagði karl- inn loksins. En hveruig átti eg líka að vita, að eg eignaðist svona stórt barn. Það er næstum leiðin- legt, hvað stórt það er«. »t*ú hefðir bara átt að banna honum nógu snemma«, sagði konan. Ó, blessuð litlu fallegu börnin mín, guð gæfi að við fengjum nú að halda þessu eina, sem eftir er«, sagði karlinn. Framhald.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.