Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1930, Side 6

Æskan - 01.07.1930, Side 6
54 ÆSKAN að Þingvallakórinn (100 raanns) söng þjóðsöng íslands »ó, Guð vors lands«, en forsætisráðherra, Tryggvi Þórhallsson, setti hátíðina með snjallri ræðu og bauð gesti velkomna. t’á söng Þingvallakórinn fyrri hluta hátíðarljóða Davíðs Stefánssonar, sem Páll ísólfsson hefir samið lögin við, en hljómsveit lék undir. Söngpallur hafði verið reistur niðri í gjánni, undir vestri hamrabrúninni, en ræðupall- ur var að Lögbergi, eystri hamrabrúninni, og nokkru sunnar en söngpallurinn. Uppi á vestri hamraveggnum hafði verið komið fyrir gjallar- horni, sem varpaði ræðunum út yfir vellina, og heyrðust þær víðsvegar að. Klukkan 11V*. eða nokkru seinna, kvaddi kon- ungur íslands, Kristján X., til fundar í sameinuðu þingi með stuttri ræðu. En forseti sameinaðs þings, Ásgeir Ásgeirsson, hélt langa og ágæta ræðu, og á eftir var sunginn siðari hluti hátíðarljóðanna. t*eim var tekið með miklum fögnuði, og höfundarnir, Davíð Stefánsson og Páll ísólfsson, voru kallaðir fram fyrir þingheim og hylltir með húrrahrópum og dynjandi lófataki. Nú var matarhlé og manngrúinn valt áfram eins og strið elfi niður úr gjánni. Klukkan 3 fluttu fulltrúar erlendra rtkja kveðjur að Lögbergi. Var fáni hvers ríkis dreginn að hún, þegar fulltrúi þess sté i ræðustólinn. Fulltrúar frá Vesturheimi voru flestir íslendingar, eða af islenzku bergi brotnir. Mæltu þeir á islenzku jafnframt ensku. Auk þess töluðu fulltrúar frá Finnlandi og Færeyjum íslenzka tungu. Flestir fulltrúarnir sögðu síðustu orð ræðu sinnar á islenzku: »Lengi lifi íslandla Og mannfjöldinn hrópaði ferfalt Islendinga- húrra á eftir hverri ræðu. Þegar ræðuhöldunum var lokið, var fólkinu sagt að líta upp, því að nú ætti að skjóta nokkrum flugeldum. Brátt heyrðust óttalegar drunur og dynkir, eins og hamraveggir Almannagjár væru að hrynja. Skaut mörgum skelk í bringu. Einkum urðu sum börn hálfhrædd. En uppi í loftinu sáust fallegar sólir og stjörnur svífa, og úr sumum flug- eldunum mynduðust alls konar fánar. Pótti fólki gaman að þessu, þegar það hafði áttað sig á, hvað það var. Og sagt er, að útlendingunum hafi þótt mikið koma til bergmálsins í gjánni. Pessu næst var samsöngur á söngpallinum. Sungin voru ýms gömul íslenzk þjóðlög og kveðnar rimur. Iílukkan 61/* hafði Alþingi boð fyrir gesti sína í hinu mikla veizlutjaldi, sem útbúið hafði verið til veizluhalda á Þingvöllum. En alþýða manna leitaði þá til tjaldbúðanna. Um þetta leyti fór að kólna í veðri og dimma í lofti, og með kvöldinu gerði kalsarigningu og hvass- viðri. íslandsglimunni varð að fresta. Hún átti að fara fram kl. 9 þá um kvöldið. En til allrar hamingju slotaði veðrinu eftir nokkrar klukkustundir. Hafði þá snjóað niður i miðjar hliðar Pingvalla-fjallanna. Um nóltina gerði aftur bczta veður, og föstu- dagsmorgunn, 27. júní, rann upp bliður og fagur. Pótti þá mörgum íslendingum sem Fjallkonan hefði viljað sýna erlendu geslunum tvær hliðar á skaplyndi sínu. III. Eg hefl nú sagt nokkuð frá fyrsta Þjóðhátíðar- deginum á Þingvöllum. Rúmið leyfir ekki, að svo ýtarlega sé skýrt frá þeim öllum. Báða sfðari dagana, föstudag og laugardag, var ágætt veður frá morgni til kvölds að heita mátti. Að vfsu gerði rigningarskúr bæði kvöldin, en það spillti mjög lítið fyrir hátíðahöldunum og kom því ekki að sök. Fjölda margt var til skemmtunar. Ræður, söngur, íþróttir o. fl. Menn voru yfirleitt ánægðir og skemmtu sér hið bezta. Pað atriði, sem mesta athygli vakti annan dag- inn, mun hafa verið sögulega sýningin, sem fram fór að Lögbergi kl. 4—5. Átti hún að sýna lög- sögumannskjör á Alþingi fyrir þúsund árum, en það er talið vist, að árið 930 hafi Hrafn Hængsson verið kjörinn lögsögumaður á Pingvelli. Sýningin var þannig, að 37 menn komu fram, klæddir litklæðum sem fornaldarmenn. Áttu þeir að tákna lögsögumann og goðana á Alþingi 930. Peir settust niður í hálfhring í grasbrekkunni fyrir neðan Lögberg. Fluttu þeir þar ræður sínar og kusu sér lögsögumann. Þessir voru ræðumenn: Úlfljótur, Þorsteinn Ingólfsson, Þorsteinn hvíti, Teitur Ketilbjarnarson, Skalla-Grímur og Hrafn Hængsson. Ræðurnar voru skörulega fluttar og gerfin góð. Einkum voru þeir Úlfljótur og Þorsteinn Ingólfsson mjög skörulegir, og ræður þeirra heyrð- ust langar leiðir. — Haraldur Björnsson, leikari, stjórnaði sýningunni og lék Úlfljót. Margar þúsundir manna voru áhorfendur að sýningu þessari. En merkasti viðburður þessa dags verður sjálf- sagt talinn það, er undirskrifaðir voru að Lögbergi gerðardómssamningar milli íslands og annara Norðurlandaríkja. Eru samningar þessir þannig, að ef deilumál koma upp milli þessara rikja, þá verða þau lögð í gerðardóm og útkljáð á friðsam- íegan hátt, þetta eru því nokkurs konar friðar- samningar. Klukkan 8 V* á föstudagskvöldið var íslands-

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.